Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Hin fræðilega stærðfræði semkennd er í skólum nýtist ekki alltaf vel í tæknivæddu samfélagi nú- tímans. „Fólk á að kunna að nota þau tæki sem eru á boðstólum hverju sinni. Það er þekking,“ segir Ellert Ólafsson ,verkfræðingur og höfundur bókarinn- ar Stærðfræðinám með nútíma tækni. Í bókinni er kennt að nota stærðfræði- forrit og Netið til að læra stærðfræði og leysa þrautir sem áður voru óleys- anlegar. Til þessa hafa forrit á við Maple nær eingöngu verið notuð í háskól- um og við vinnu sérfræðinga en Ellert telur að tæknin eigi fullt er- indi á öllum stigum skólakerfis- ins og að hún geti orðið til þess að glæða áhuga almennings á stærðfræðinni. „Þetta er alveg ný aðferð við að leysa stærðfræðileg vandamál og er hægt að nota hana frá grunnskóla til háskóla. Hún er ein af mörgum aðferðum sem verður eflaust not- uð miklu meira í skóla- starfinu í framtíðinni. Fyrir allt of marga er stærðfræði innihaldslaus og gagnslaus. En þessi að- ferð gjörbreytir því.“■ TÖLVUTÆKNIN NÝTT Ný aðferð við að leysa stærðfræði- leg vandamál, segir höfundurinn. Ný stærðfræðibók: Nútímatækni notuð í stærðfræði Nám í Waldorf-uppeldisfræði erfyrir alla sem unna göfugri og listrænni aðferðafræði í uppeldi og kennslu,“ segir Lilja Oddsdóttir, leik- skólakennari á Waldorf-leikskólan- um, en í janúar á næsta ári hefst nýtt nám sem byggir á heimspeki Rudolfs Steiners. Í Reykjavík starfar einn skóli og tveir leikskólar sem fylgja Waldorf- stefnunni. Þá er Waldorf-skóli og leikskóli í Lækjarbotnum. „Við byggjum á alhliða þekkingu á manninum og þrískiptingunni: lík- ami, andi og sál,“ segir Lilja. „Í leik- skólunum er mikil áhersla lögð á hrynjandi. Börnin læra líka í gegnum vinnu með hendurnar en samkvæmt kenningum Waldorfs er handverk þjálfun hugans. Litið er á barnið sem afl sem á að fá að blómstra, vaxa og þroskast í hlýju umhverfi og á eigin forsendum. Mikil áhersla er á upplif- un í gegnum skynfæri, mýkt og feg- urð. Við reynum að næra barnið í gegnum fallegt umhverfi og styðja tilfinningalegan þroska. Við leggjum til dæmis mikið upp úr samhyggð og tillitssemi. Tölvur og snemmlærdóm- ur eru hins vegar ekki okkar leið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem hægt er að stunda nám í þessari stefnu hér á landi en lítil áhersla hefur verið lögð á hana í Kennaraháskólanum. „Þetta er mjög falleg stefna til að ala barnið sitt upp eftir og ég held að hún eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Lilja en þrátt fyrir að fyrsti Waldorf-skól- inn hafi verið stofnaður árið 1919 í Þýskalandi eru aðeins um tíu ár síðan fyrsti skólinn af þessu tagi var stofn- aður hér á landi. Því eru ekki margir sem þekkja hugmyndafræðina vel. „Við viljum gjarnan að fleiri mennt- ist í þessu þannig að við fáum aukinn kraft til að byggja upp Waldorf-skól- ana og opna fleiri leikskóla,“ segir Lilja. Sólstafir, sem reka Waldorf-skól- ana í Reykjavík, skipuleggja námið ásamt Sigrúnu Harðardóttur, ráð- gjafa og kennara við Rudolf Steiner háskólann í Danmörku. Námið hefst í janúar 2004 og lýkur í júní 2007 en væntanlega verður hægt að taka staka kúrsa. Kennt verður eina helgi í mánuði og tvö kvöld. Hægt er að biðja um frekari upplýsingar á net- fanginu: sigrun.sh@get2net.dk ■ Nám í Waldorf-uppeldisstefnunni: Fyrir unnendur list- rænnar aðferðafræði LILJA ODDSDÓTTIR Telur að Waldorf-stefnan eigi framtíðina fyrir sér. ÞRJÁTÍU KONUR PRÓFESSORAR Fjöldi kvenna í embætti prófessora tvöfald- aðist á árunum 2000-2002. Þær voru fimmtán árið 2000 en voru 30 árið 2002 samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar. 158 karlar eru prófessorar. Alls voru 2.531 manns í 1.679 stöðugildum í íslenskum háskólum í mars 2002. Karlar voru fjölmennari í stöð- um aðjúnkta og stundakennara. Konur voru mun fjöl- mennari í stöðum sem tengjast skrifstofustörfum og slíku. Þar er hlutur kvenna 75% á móti 25% hlut karla. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Í 96 ÞÚSUND EINTÖKUM – 515 7500 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.