Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 19
Einyrkjum hefur fjölgað mjögmikið undanfarið og nú er svo komið að Endurmenntun Háskóla Íslands ætlar að bjóða upp á sér- stakt nám fyrir sjálfstætt starf- andi sérfræðinga. „Þetta kom til þannig að við vorum beðin um að bjóða upp á svona nám af dýra- læknum, en þeir starfa flestir sjálfstætt,“ segir Guðrún Björt Ingvadóttir hjá Endurmenntun sem hafði umsjón með undirbún- ingi námsins ásamt hópi sérfræð- inga. „Við kölluðum til sérfræð- inga til dæmis tannlækna, dýra- lækna og skurðlækna og fengum þá til að meta hverjar þarfirnar eru. Margir af þessum sérfræð- ingum hafa verið í námi hjá okkur sem er kannski frekar miðað við stærri fyrirtæki. Nýja námið er miðað við einyrkja, það er gert mjög stutt og farið bara í aðal- atriðin.“ Guðrún segir að fyrirhugað nám hafi fengið ágætis undirtekt- ir - en það hefst í næstu viku. Kennt verður í þriggja daga lotum á þriggja til sex vikna fresti og er hugmyndin sú að fólk af lands- byggðinni geti nýtt sér námið. „Það eru margir verkfræðingar, arkitektar og lögfræðingar sem eru einyrkjar. Við erum meira að miða við fólk í háskólanámi, iðn- aðarmenn eru auðvitað margir sjálfstætt starfandi en Iðnskólinn hefur boðið upp á námskeið fyrir þá. Annars erum við alltaf að taka inn fólk sem hefur aflað sér þekk- ingar í gegnum starfsreynslu. Frekari upplýsingar um námið er að finna á vef Endurmenntun- ar: www.endurmenntun.is ■ 19MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 ■ Fyrirlestur MÆRIN Á MENNTALANDI Í kvöld klukkan 20.30 heldur Félag ís- lenskra fræða rannsóknarkvöld í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3. Fyrirlesari er Ragnhildur Richter og nefnist erindi hennar „Mærin á menntalandi“. Ragn- hildur hefur í gegnum tíðina sér- staklega rannsakað ævisögu kvenna. Í fyrirlestrinum fjallar hún um Arnheiði Sigurðardóttir. 120 stunda námskeið þar sem kennd er þrívíddar- teikning með 3D Studio Max. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að þekkja flesta hluta forritsins og geta leyst krefjandi verkefni á eigin spýtur. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða tölvu- og enskukunnáttu. Viðmót í 3D Studio Max Tvívíð og þrívíð líkanagerð Flutningur á milli forrita Lýsing og efnisáferð Hreyfimyndagerð Myndsetning Lokaverkefni Námsgreinar: Námskeiðið hefst 21. okt. Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og ntv.is Nemendur á þriðja ári í al-þjóðamarkaðsfræði við Tækniskóla Íslands (THÍ) komu sáu og sigruðu í markaðs- og stefnumótunarkeppninni MSB 2003 sem var haldin á dögunum. Í þremur af fjórum efstu sæt- unum voru lið frá THÍ, því fyrs- ta, öðru og fjórða. Í þriðja sæti var lið Háskólans á Akureyri. Sigurliðið var skipað þeim Ágústi Kr. Steinarrssyni, Kára S. Lútherssyni, Rúnari H. Bridde og Sveini I. Einarssyni. Þessi árangur nemenda ber þess vitni hversu framsækið og krefjandi námið er við skólann og í fullum takti við kröfur at- vinnulífsins. ■ Nemendur Tækniskólans: Komu, sáu og sigruðu Linda Ásgeirsdóttir, leikkona ogþáttagerðarkona, hefur farið á þó nokkur námskeið í gegnum tíð- ina. Má þar nefna söngnámskeið og saumanámskeið. Síðasta vetur fór Linda á Pílates-námskeið og segist hafa haft mjög gaman af því. „Þetta er námskeið eða leikfimi sem snýst um að bera sig rétt og vera beinn. Ég er alltaf á leiðinni þangað aftur því ég hef mjög gott af því,“ segir Linda. Hún segist einnig vel geta hugsað sér að fara í jóga þar sem hún geti þjálfað bæði hugann og líkamann í senn. Linda hefur einnig hug á að sækja endur- menntunarnámskeið einhvern tímann í framtíðinni. „Það er alltaf á döfinni hjá mér að mennta mig meira og þá í einhverju sem tengist leiklist eða sjónvarps- og kvik- myndaframleiðslu.“ Linda er einmitt önnum kafin við sjónvarpsþátta- gerð um þessar mundir því hún er að leggja lokahönd á nýja þætti fyrir Ríkissjónvarpið sem fjalla um landsbyggðarbörn á Íslandi. Verið er að klippa þættina til og hlakkar Lindu mikið til að sjá út- komuna. ■ LINDA ÁSGEIRS- DÓTTIR Langar á endur- menntunarnám- skeið. Námskeið: Hefur mjög gott af Pílates Námskeið við HR: Fjármál í Excel Stjórnendaskóli Háskólans íReykjavík býður upp á nám- skeið í Excel sem hefst þann 13. október næstkomandi. Excel er eitt mest notaða tækið í fjármálastjórn- un og fjárhagsáætlanagerð. Á námskeiðinu er farið yfir lyk- ilþætti sem hægt er að nýta sér við vinnslu tölulegra gagna. Skoðuð eru fjármálaföll og texta- og leitar- föll. Þátttakendum verður kennt að beita ýmsum hagnýtum tækjum. Einnig er fjallað um möguleika Pivot-taflna. Þá munu þátttakendur hanna einfalt rekstrarlíkan. Leiðbeinandi er Kristján M. Bragason viðskiptafræðingur. ■ ■ Fyrirlestur MEISTARARITGERÐ Í HJÚKRUNAR- FRÆÐI Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur mun á fimmtudag verja meistararitgerð sína „Schoolchildren’s dietary habits and their association with self-assessed health and well- being in school“. Vörnin, sem hefst klukkan 14, fer fram í stofu C-103 á fyrstu hæð í Eirbergi. Leiðbeinandi er dr. Guðrún Krist- jánsdóttir prófessor. Nýtt hjá Endurmenntun: Háskólanám fyrir einyrkja HÁSKÓLI ÍSLANDS Endurmenntun býður upp á nám fyrir ein- yrkja. REIÐSKÓLINN ÞYRILL Járninganámskeið 18 október Kennari : Sigurður Oddur Ragnarsson Upplýsingar og innritun 899 4600 Bjarni 588 7887 Freydís

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.