Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 6
6 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.25 -0.61% Sterlingspund 127.65 -0.07% Dönsk króna 12.09 1.01% Evra 89.78 1.02% Gengisvístala krónu 126,28 0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 262 Velta 5.035 milljónir ICEX-15 1.832 0,2% Mestu viðskiptin Kaldbakur hf. 502.502.750 Íslandsbanki hf. 301.228.504 Landsbanki Íslands hf. 94.225.989 Mesta hækkun Landsbanki Íslands hf. 1,83% Flugleiðir hf. 1,77% Vátryggingafélag Íslands hf. 1,61% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf. -4,76% Landssími Íslands hf. -3,33% Þorbjörn Fiskanes hf. -2,17% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.641,8 0,5% Nasdaq* 1.904,9 0,6% FTSE 4.272,0 0,0% DAX 3.355,8 -1,4% NK50 1.368,3 -0,4% S&P* 1.038,2 0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Bandaríkjamönnum gengur illa að fáályktunartillögu um Írak samþykkta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hvað heitir utanríkisráðherra Bandaríkjanna? 2Hver hefur verið skipaður fram-kvæmdastjóri Jafnréttisstofu? 3Hvað lið leika til úrslita á heims-meistaramóti kvenna í knattspyrnu? Svörin eru á bls. 30 Stöðumælasektir verða lækkaðar um 37%: Verða 950 kr. í stað 1500 BORGIN Svokölluð aukastöðugjöld, eða stöðumælasektir, lækka úr 1.500 krónum í 950. Þetta var sam- þykkt á fundi samgöngunefndar Reykjavíkurborgar í gær. Allir fulltrúar í nefndinni greiddu til- lögunni atkvæði en tillögu sjálf- stæðismanna um að stöðugjöld yrðu lækkuð í 750 krónur var hafnað. Þá var ákveðið á fundin- um að fella úr gildi hámarkstíma sem hægt er að greiða fyrir í stöðumæla. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að lækkunin sé löngu orðin tímabær. „Við höfum alltaf talið að þetta væri mjög slæmt fyrir miðbæinn. Kaupmenn og verslun- armenn í miðbænum hafa verið sammála okkur í því. Við höfum hvað eftir annað lagt fram tillögur um að lækka þessi aukastöðu- gjöld. En R-listinn hefur ekki sinnt því fyrr en nú,“ segir Kjart- an. Tillaga Sjálfstæðismanna um að afnema stöðumælagjöld á laug- ardögum var felld en Kjartan seg- ir það mjög miður því miðbærinn standi höllum fæti í samkeppni við t.d. Kringluna og Smáralind sem bjóða viðskiptavinum upp á endurgjaldslaus bílastæði. ■ Schwarzenegger sigurstranglegastur Ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu lauk í nótt. Kannanir bentu til þess að Davis yrði vikið úr embætti og Schwarzenegger kjörinn í hans stað. 131 var í framboði og kosta kosningarnar ríkið um 5 milljarða króna. KALIFORNÍA, AP Kjósendur í Kali- forníu í Bandaríkjunum gengu að kjörborðinu í gær og tóku ákvörð- un um hver verður ríkisstjóri næstu þrjú árin. Fyrst svöruðu kjósendur því hvort víkja eigi Gray Davis, núverandi ríkisstjóra, úr embætti og ef svarið við þeirri spurningu var já, hver ætti að taka við. Gray Davis hef- ur setið á stóli ríkis- stjóra í Kaliforníu frá árinu 1999 og var endurkjörinn í fyrra. Flest bendir til að honum verði vikið úr embætti á grundvelli um- deildra laga sem kveða á um að kosið skuli á ný ef 12% kosninga- bærra manna skrifa undir beiðni þar að lútandi. Auðkýfingurinn Darrell Issa, öldungadeildarþing- maður Repúblikana, stóð fyrir undirskriftasöfnun til þess að knýja fram kosningar en Issa sagði Davis ekki hafa brugðist við gríðarlegum efnahagsvanda Kali- forníu. Fjárlagahallinn nemur 8 milljörðum dollara eða 610 millj- örðum króna, atvinnuleysi er við- varandi og skólakerfið í rúst. Varlega áætlað kosta kosning- arnar ríkið um 66 milljónir dollara eða rúma fimm milljarða króna. Lagaákvæðið umdeilda um end- urkosningar, er í gildi í 18 ríkjum Bandaríkjanna. Því var síðast beitt árið 1921 þegar Lynn Frazer, ríkis- stjóra Norður Dakóta, var vikið úr embætti með sama hætti. Kjörstaðir opnuðu um hádegis- bil í gær en kosningu lauk um þrjú síðastliðna nótt. Kjörsókn var nokkuð góð í flestum sýslum en tæplega 15,4 milljónir manna voru á kjörskrá í Kaliforníu. Alls voru frambjóðendur 131, fjórir drógu framboð sitt til baka á lokasprettinum. Frambjóðendur þurftu að greiða 3.500 dollara eða tæpar 270.000 krónur þegar þeir skiluðu inn framboði sínu og legg- ja fram undirskriftir 65 meðmæl- enda eða skila inn undirskriftum 10.000 meðmælenda í stað pen- ingagreiðslu. Fáist ekki afgerandi niðurstaða í dag, hafa kjörstjórnir frest til 5. nóvember til að telja atkvæði en úrslit verður að tilkynna fyrir 15. nóvember. Skoðanakannanir síðustu daga benda til þess að kjósendur vilji Davis burt og Schwarzenegger í stól ríkisstjóra í hans stað. the@frettabladid.is Skaðabótamál gegn tóbaksfyrirtæki: Ekkja vill 60 milljónir BRETLAND, AP Réttað var í fyrsta skaðabótamálinu gegn tóbaks- fyrirtæki í Bretlandi í gær. Ekkjan Margaret McTear hefur höfðað 60 milljóna króna skaðabótamál gegn tóbaksfyrir- tækinu Imperial Tobacco. Telur hún að fyrirtækið hafi ekki var- að eiginmann sinn, sem lést úr lungnakrabbameini fyrir tíu árum þá 48 ára gamall, við hætt- unni af sígarettureykingum. Talið er að niðurstaða dóms- ins muni ákvarða hvort fleiri svipuð mál verði höfðuð í fram- tíðinni. ■ FYRIR UTAN RÉTTARSALINN Konur bíða eftir að komast inn í réttar- salinn í Teheran. Fyrir ofan þær er stór mynd af Ayatollah Ali Khamenei. Ljósmyndari í Teheran: Barinn til bana ÍRAN, AP Ríkissaksóknari í Teheran í Íran segir íranskan njósnara hafa barið blaðaljósmyndara til bana í sumar meðan á yfirheyrsl- um stóð. Réttað var í málinu í gær. Hinn ákærði, Mohammad Reza Aghdam Ahmadi, segist saklaus af morðinu á Zahra Kazemi. Ljós- myndarinn, sem var 54 ára gömul kona sem hefur bæði íranskan og kanadískan ríkisborgararétt, lést eftir að hafa hlotið alvarleg höfuð- meiðsl. Hún var handtekinn þegar hún var að mynda mótmæli stúd- enta fyrir utan fangelsi í Teheran. Eftir hantökuna var hún yfir- heyrð í 77 klukkustundir. ■ INNBROT Í REYKJAVÍK Brotist var inn í íbúð í Árbæjarhverfi í fyrr- inótt. Þjófurinn lét greipar sópa og hafði á brott með sér hljóm- flutningstæki, örbylgjuofn, ryk- sugu, skálar o.fl. Málið er í rann- sókn. Þá var brotist inn í bíl í gærmorgun og einum bíl stolið úr miðbænum. ENGIN TÍMAMÖRK Nú þarf ekki að hlaupa í stöðumæli á klukkutímafresti. GRIKKIR OPNI LANDAMÆRIN Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið Grikki að opna landamæri sín fyr- ir þeim sem óska eftir hæli. Grikkir samþykktu aðeins 1,1% af öllum umsóknum um hæli í fyrra, samanborið við 23% árið 2001. ■ Lögreglufréttir ENGA ÞUKLARA Í RÍKISSTJÓRASTÓLINN Ásakanir um kvensemi Schwarzeneggers og kynferðislegt áreiti gagnvart fjölda kvenna reyndust kvikmyndastjörnunni erfiðar á síðustu metrum kosningabaráttunnar. Kannanir í gærkvöld bentu þó til þess að hann færi með sigur af hólmi í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu. ■ Lagaákvæðið umdeilda um endurkosning- ar, er í gildi í 18 ríkjum Banda- ríkjanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.