Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 30 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Fyrsti kossinn Það eru þingmenn hér sem eruekki komnir upp úr gömlu hjólförunum og eru vanir að hefja ræður sínar með orðunum herra forseti. Ég vil ekki vera herra af því að ég fæddist ekki þannig,“ segir Þuríður Backman, fimmti varaforseti Alþingis, sem hefur þegar stýrt einum þingfundi og staðið í ströngu við að leiðrétta þingmenn sem ávarpa hana sem herra. „Menn eru ekki að móðga mig, þetta er bara vani en ég vil að þingmenn ávarpi konur í for- setastóli sem hæstvirtur, virðu- legi eða bara frú forseti,“ segir Þuríður Backman sem hefur ekki tölu á því hversu marga þingmenn hún þurfti að leiðrétta á þeim eina fundi Alþingis sem hún hefur stýrt til þessa. „Það er ekki komin reynsla á hver er verstur í þessum efnum. En þeir sem eru búnir að sitja hér lengst eru yfirleitt vanafastari en aðrir,“ segir Þuríður Backman. ■ Alþingi ÞURÍÐUR BACKMAN ■ Fimmti varaforseti Alþingis sættir sig ekki við að þingmenn ávarpi hana sem herra þegar hún stýrir þingfundum. Imbakassinn ...fær Alexander Briem fyrir að ljá Malcolm in the Middle rödd sína með frábærum árangri á Skjá einum. Vill ekki vera herra Lárétt: 1 vatnsuppspretta, 5 málmur, 6 átt, 7 skammstöfun, 8 eldur, 9 dá, 10 á nótu, 12 beljaka, 14 auð, 16 kyrrð, 17 sleit, 19 næ í. Lóðrétt: 1 í klæðaskápum, 2 óska, 3 sem, 4 frostskemmd, 6 orð tengt prenti og heyskap, 8 verkfæri, 11 ask, 13 draug- ur, 15 grip, 18 hlotnast. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Ríkisútgáfa námsbóka mun ekki gefa út ævisögu Laxness eftir Hannes Hólmstein. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Colin Powell Margrét María Sigurðardóttir Lið Svía og Þjóðverja 1 5 6 7 8 14 15 17 18 16 19 2 3 1311 9 1210 4 Bæjarlind 2 201 Kópavogur Sími: 544 2210 Fax: 544 2215 www.tsk.is MCP A+ Þessi námsbraut skiptist í tvo hluta og er hægt að kaupa þá í sitt hvoru lagi, nánari upplýsingar á www.tsk.is. MCP hlutinn inniheldur ítarlega kennslu á Windows XP Professional og kynningu á Windows 2000 Server. MCP er góður grunnur fyrir þá sem vilja öðlast færni í kerfis- og netstjórnun og styrkja stöðu sína með alþjóðlegri prófagráðu, Microsoft Certified Professional. A+ hlutinn hentar þeim sem vilja fá betri skilning á virkni tölvunnar, bæði hvað varðar vélbúnaðinn og stýrikerfi. Námið skiptist í tvo hluta, annars vegar er vélbúnaðarþátturinn, þar sem farið er ítarlega í vélbúnað, jaðartæki, virkni þerra og hvað á að gera þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hins vegar er það stýrikerfi, virkni þeirra og vinnsla. Forkröfur Tímar Hefst: Lengd Verð MCP A+ Verð MCP braut: Verð A+ braut: : Almenn tölvuþekking, enskukunnátta. : Þri & fim, 17:30 - 21:30 23. október : 120 stundir : 158.000,- 98.000,- 98.000,- Bíddu nú aðeins! Ég er fullorðinn maður, og ég hoppa um í frumskóg- inum í aðskornum náttfötum! Hvað er ég eiginlega að PÆLA?? Milljón í Leifsstöð FLUG Meira en milljón farþegar hafa farið um Leifsstöð það sem af er árinu. Lætur nærri að það sé fjórfaldur fjöldi landsmanna. Aukningin frá fyrra ári er tíu prósent en þá fóru 987 þúsund farþega um Leifsstöð á sama tímabili. Nú eru þeir orðnir ein milljón og 84 þúsund. Í september voru farþegar sem fóru um Leifsstöð 15 pró- sentum fleiri en í sama mánuði i fyrra og vegur þar þyngst fjöldi farþegar til og frá Íslandi. Far- þegum sem millilenda hefur hins vegar fækkað um fimm prósent. ■ Fyrsti alvöru kossinn var áskólaballi í Langholtsskóla þar sem var úrval af sætum stelpum,“ segir Ármann Reynisson, fram- kvæmdamaður og rithöfundur. „Böllin í skólanum voru haldin í skemmtilegu risi sem var yfir skólanum og þarna náði ég mínum fyrsta kossi í vangadansi rétt áður en siðgæðisverðirnir komu og stíuðu okkur í sundur eins og þá tíðkaðist. Þetta eru jákvæðar end- urminningar sem verma hjartað en konan sem ég kyssti býr nú í annarri heimsálfu þannig að það eru höf sem aðskilja okkur.“ ■ Lausn. Lárétt: 1hver, 5eir, 6sa,7rl,8 bál,9rot,10an,12rum,14tóm,16ró, 17rauf, 19næli. Lóðrétt: 1herðatré,2vil,3er, 4kal,6 sátur, 8bor, 11nóa,13móri,15mun,18 fæ. Þetta er frumsýning og ég ætl-aði aldrei að þora þessu, „segir Kristján H. Magnússon sem opn- að hefur málverkasýningu í Vest- urbæjarlauginni en þar starfar Kristján sem sundlaugarvörður. „Ég óskaði eftir leyfi til að fá að hengja myndirnar hér upp í viku- tíma en framkvæmdastjórinn sagði að þær mættu vera fram til áramóta. Ég er mjög ánægður með þetta og hef fengið góða dóma sundlaugargesta. Bæði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra og Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hafa séð mynd- irnar og voru ánægðir,“ segir Kristján sem nam málaralist í Myndlistarskóla Kópavogs vetur- inn 1996. Þar segist hann hafa lært litsamsetningu og fjarvídd. Hann málar aðallega landslag og hús og segist þurfa að komast reglulega í penslana til að fá út- rás: „Ég hef aldrei selt mynd - bara gefið þær en nú verður kannski breyting á. Hingað koma margir og þeir hafa oftar en ekki vit á þessum hlutum,“ segir Kristján sem er frumlegur í hugsun og þekktur uppfinningamaður. Fann hann meðal annars upp neyðar- nótina Hjálp sem ætluð er til að bjarga drukknandi sjómönnum úr hafi. Er verið að vinna að mark- aðssetningu neyðarnótarinnar og útlitið ágætt: „Starf mitt hér er skylt því hér á ég að passa upp á að fólk drukkni ekki og bjarga því ef þan- nig stendur á. Svo þarf að halda öllu hreinu. Þetta er ágætt,“ segir Kristján sundlaugarvörður í Vest- urbæjarlauginni. ■ ÞURÍÐUR BACKMAN Hæstvirtur, virðulegi eða bara frú forseti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Sundlaugarvörður með málverkasýningu Sundlaugar KRISTJÁN H. MAGNÚSSON ■ Hefur opnað málverkasýningu í Vest- urbæjarlauginni. Bæði landbúnaðarráð- herra og heilbrigðisráðherra hafa skoðað sýninguna og voru hrifnir. KRISTJÁN Á SUNDLAUGAR- BAKKANUM Málar til að fá útrás. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.