Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 4
4 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Eiga stjórnvöld að grípa til að- gerða til að bæta hag Bíldælinga? Spurning dagsins í dag: Heldurðu að Ásmundur Stefánsson muni standa sig vel sem sáttasemjari? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 53% 35% Nei 12%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is LÖGREGLA Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík kom eldurinn í bíla- verkstæðinu á Viðarhöfða á mánu- dagskvöld upp þegar starfsmaður verkstæðisins notaði ryksugu til að tæma óhreinindi úr bensíntanki bíls. Lögregla segir að svo heppilega hafi viljað til að starfsmaðurinn hafi einmitt brugðið sér frá bílnum til að ná í verkfæri þegar ryksug- an, sem var í gangi, hafi sprungið og eldur læst sig á svipstundu um verkstæðið. Augljóslega væri um óhapp að ræða. Starfsmaðurinn, sem lenti í þessum hremmingum, er sonur annars eiganda verkstæðisins. Honum tókst að komast út ómeidd- ur. Faðir hans, Hafliði Guðjónsson, segir verkstæðið og allt sem í því var einfaldlega vera ónýtt, meðal annars þrír bílar sem voru innan dyra. Tryggingarfélagið hafi þó þegar sagst munu endurbyggja verkstæðið á sama stað. Tíminn leiði í ljós hvort starfseminni get- iðhaldið áfram annars staðar á meðan á uppbyggingunni stendur. „Það komst neisti í þetta og svo kom bara stór blossi. Það var hon- um til happs að hann hafði rétt brugðið sér frá,“ segir Hafliði. ■ Kennarar og starfslið Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla samtaka: Rök fyrir sameiningu marklaus SVEITARSTJÓRNIR Kennarar og starfs- lið Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla er afar ósátt við þá ætlan bæjar- stjórnar að sameina yfirstjórn skól- anna á einni hendi. Kennarar og aðrir starfsmenn Valhúsaskóla mótmæla harðlega til- lögu um sameiginlega stjórn í álykt- un frá á mánudag. Þeir segjast lýsa undrun á „ófaglegum og ólýðræðis- legum“ vinnubrögðum tillöguflytj- endanna: „Rökstuðningur tillögunnar er að okkar mati algerlega marklaus og mótsagnakenndur,“ segja Val- húsamenn sem lýsa stuðning við yf- irstjórn skólans. Starfslið og kennarar Mýrar- húsaskóla bendir á að skólanefnd bæjarins hafi ákveðið í mars að gerð yrði fagleg úttekt á kostum þess og göllum að sameina skól- anna. Það hafi ekki verið gert. Hætta sé á uppnámi í skólastarfinu. „Við teljum að sá rökstuðn- ingur sem kemur fram í tillög- unni sé illa unninn, mótsagna- kenndur og ekki sá grundvöllur sem ætti að liggja að baki slík- um breytingum sem fyrirhugað- ar eru,“ segir í ályktun starfs- fólks Mýrarhúsaskóla sem ein- nig lýsir yfir stuðningi við yfir- stjórn síns skóla. ■ Einn skólastjóri á Seltjarnarnesi Bæjarstjórn Seltjarnarness ætlar að sameina stjórnir Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla undir einn skólastjóra. Meirihluti bæjarstjórnar segir faglegar ástæður ráða. Starfsfólk hafnar rökunum sem illa unnum. SVEITARSTJÓRNIR Meirihluti bæjar- stjórnar á Seltjarnarnesi hyggst sameina stjórnun Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla. Andstaða er við þessi áform inn- an skólanna. Til- laga Bjarna Álf- þórssonar, for- manns skóla- nefndar Seltjarn- arness, um sam- eininguna verður lögð fram á bæj- arstjórnarfundi í dag. Bjarni segir að eftir samein- inguna verði til einn skóli með um 800 nemendum á aldrinum 6 til 15 ára. Í dag eru 6 til 11 ára börn í Mýr- arhúsaskóla og 12 til 15 ára börn í Valhúsaskóla. Bjarni segir starfs- fólki ekki munu fækka og að ekki sé ætlunin að ná fjárhagslegri hagræð- ingu af sameiningunni. „Ástæðurn- ar eru fyrst og fremst faglegar. Þetta er gert með hagsmuni skóla- barnanna í huga,“ segir hann. Jónmundur Guðmarsson bæjar- stjóri leggur áherslu á að ekki eigi að sameina skólana tvo: „Það er ver- ið að sameina stjórnun skólanna. Eftir breytinguna verður einn skólastjóri fyrir báðum skólunum. Áfram verður stjórnunarteymi í hvorum skóla fyrir sig,“ segir hann. Að sögn Jónmundar er markmið- ið að ná sveigjanleika í nýtingu starfsliðs, húsrýmis, gagna, tækja og sérþekkingar. „Nú hafa menn tekið á sig rögg til að gera gott skólastarf á Nesinu enn betra. Með þessu vilja menn líta á grunnskól- ana okkar sem eina heild og þá veg- ferð nemenda um þá sem óslitna skólagöngu. Þetta er tækifæri en ekki ógnun,“ segir bæjarstjórinn. Sunneva Hafsteinsdóttir, fulltrúi minnihluta Neslistans í skólanefnd og bæjarstjórn, segir tillögu Bjarna Álfþórssonar hafa komið mjög á óvart. „Menn hafa ekkert fyrir sér í því að þarna séu faglegar ástæður að baki. Það er algerlega vonlaust að sameina skólana án þess að gera það í nánu samráði við kennarlið, skólastjórendur og foreldra. Ef menn fái ekki fólk í lið með sér hef- ur það áhrif á skólastarfið. Hins vegar ef þetta er gert opið og á fag- legum rökum þá hafa menn góðan málsstað að verja,“ segir Sunneva. Hvorki Sigfús Grétarsson, skóla- stjóri Valhúsaskóla, né Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Mýrar- húsaskóla, svöruðu skilaboðum í gær. „Rökstuðningur tillögunnar er að okkar mati algerlega marklaus,“ segir í ályktun kennara og starfsliðs Valhúsaskóla, sem lýsa yfir fullum stuðningi við skólastjórnina. Starfs- fólk Mýrarhúsaskóla tekur í sama streng. gar@frettabladid.is Engar bætur í þrjá daga: Viðsnúning- ur ráðherra ATVINNULEYSISBÆTUR „Það er alveg rétt að þetta er ekki rétt leið að því marki,“ sagði Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra en samkvæmt nýju frumvarpi hans verða engar atvinnuleysisbætur greiddar fyrir fyrstu þrjá dagana sem einstakling- ur er án atvinnu. Samkvæmt álykt- un á flokksþingi Framsóknarflokks- ins fyrir kosningar var ákveðið að leita leiða til að hækka atvinnuleys- isbætur á þessu kjörtímabili. „Þessar aðgerðir eru gerðar í tengslum við fjárlagafrumvarpið. Það er hins vegar rétt að flokksþing Framsóknarflokksins hefur ályktað um að það beri að skoða leiðir til að hækka atvinnuleysisbætur. Ég hef hins vegar óskað eftir því forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar að taka atvinnuleysistryggingakerfið í heild sinni til endurskoðunar.“ Með þessari aðgerð lækka út- gjöld ríkisins um 170 milljónir króna. ■ STARFSBRÆÐUR Á NATÓFUNDI Antonio Martins da Cruz, utanríkisráðherra Portúgals, með Halldóri Ásgrímssyni, utan- ríkisráðherra Íslands, á Íslandi í maí 2002. Skólavist dóttur ráðherra: Kostaði ráð- herrastóla LISSABON, AP Utanríkisráðherra Portúgals, Antonio Martins da Cruz sagði af sér í gær vegna ásakana um að hann hefði beitt áhrifum sínum til að koma dóttur sinni inn í háskóla. Utanríkisráðherrann sagðist hafa hreina samvisku, hann hefði ekki gert neitt rangt. Ásakanir síðustu daga hefðu hins vegar skaðað sig og fjölskyldu sína svo að afsögn hefði ekki verið umflú- in. Pedro Lynce, ráðherra mennta- mála í Portúgal, sagði af sér vegna sama máls í síðustu viku. ■ edda.is „Engin yngri en 9 ára má missa af flessari bók og mamma mín las hana meira a› segja, sem segir a› hún sé líka fyrir fullor›na. Og ég sá líka bró›ir minn lesa hana en hann er 15 ára.“ Nanna 11 ára, kistan.is Madonna hittir í mark 1. sæti Mál og menning og Penninn Eymundsson 24.–30. sept. Barnabækur Slapp ómeiddur úr sprengingu á bílaverkstæði: Var að ryksuga bensíntank VIÐARHÖFÐI 2 Bifreiðaverkstæðið E H sjálfskiptingar er gjörónýtt eftir eldsvoða á mánudagskvöld. Ryk- suga sem notuð var til að þrífa bensíntank sprakk í loft upp. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON „Með þessu vilja menn líta á grunnskólana okkar sem eina heild og þá vegferð nem- enda um þá sem óslitna skólagöngu,“ segir bæjarstjórinn um fyrirhugaða sam- einingu yfirstjórnar grunnskólanna á Sel- tjarnarnesi. „Algerlega vonlaust að sameina skól- ana án þess að gera það í nánu sam- ráði. MÝRARHÚSASKÓLI Á SELTJARNARNESI Meirihluti Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi vill drífa í gegn tillögu um að sameina stjórn Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á eina hendi. VALHÚSASKÓLI „Rökstuðningur tillögunnar er að okkar mati algerlega marklaus og mótsagnakenndur,“ segja kennarar og starfslið Valhúsaskóla. Hyggjast auðga úraníum: Ekki notað í sprengjur BRASILÍA, AP Brasilísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hyggist hefja framleiðslu á auðguðu úraníum á næstu árum. Roberto Amaral, ráðherra vís- inda- og tæknimálaráðuneytisins, segir að úraníumið verði notað til að knýja kjarnorkuver landsins og tryggja þar með næga orku fyrir íbúa landsins. Í dag eru kjarnorku- verin knúin áfram af úraníum sem auðgað er í Evrópu. Stefna Brasilíu- menn að því að árið 2014 verði allt úraníum sem notað verður í kjarn- orkuverum landsins, auðgað innan- lands. Amaral þvertekur fyrir að úran- íum verði notað í kjarnorkusprengj- ur. Í Brasilíu er að finna mikinn forða af úraníum, eða þann sjötta mesta í heiminum. ■ Sjúkrahús Suðurlands: Hættan liðin HEILBRIGÐISMÁL „Við gerum okkur vonir um að allt verði komið í gott horf í dag [í gær],“ sagði Ágúst Örn Sverrisson, deildarlæknir að Sjúkrahúsi Suðurlands, en þar varð að loka einu deild hússins vegna veirusýkingar starfsmanna og sjúklinga. „Þetta var ekki alvarlegt. Um var að ræða veiru sem veldur nið- urgangi og uppköstum. Hún er hins vegar ekki hættuleg og á að ganga yfir á einum til þremur dögum. Við vitum hvaða tegund af veiru þetta er, hún er algeng og það lítur út fyrir að allt sé um garð gengið í þetta sinn.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.