Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 16
16 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát Það var fyrir 36 árum að bóli-vískur skæruliðahópur undir stjórn marxísku uppreisnarhetj- unnar Che Guevara var sigraður af sérsveitum bólivíska hersins. Che Guevara særðist í átökunum og var tekinn til fanga. Daginn eftir, 9. október 1967, var hann tekinn af lífi. Che fæddist í Argentínu og taldi sig mann aðgerða og því væri hann fæddur til að fá fólk í lið með sér og bylta við kerfinu. Hlutverk hans í kúbversku upp- reisninni, 1956-1959, hafði mikil áhrif og hann hvatti Fídel Castró áfram í að ýta úr hlaði byltingar- kenndum hugmyndum sínum sem voru sagðar and-amerískar. Og eftir að sigurinn var unninn og Castró orðinn ótvíræður leiðtogi Kúbu reyndi Che Guevara að sitja í hinum ýmsu ráðherrastólum en varð fljótt eirðarlaus. Hann unni sér ekki í friðsælli Kúbu og lét sig hverfa af landi brott 1965. Faldi sig í Kongó í eitt ár og kom sér í þjálfun sem hann nýtti sér þegar hann dúkkaði upp í Bólivíu með her skæruliða með sér. Síðan Che Guevara dó, fyrir 36 árum, hefur hann verið dýrkaður sem hetja af ungu fólki um víða veröld. ■ Hallfríður Jónsdóttir, frá Undralandi, lést föstudaginn 3. október. Þórhallur Árnason, Veðramóti, lést laugardaginn 4. október. Sigríður Stefánsdóttir, Geithálsi, Vest- mannaeyjum, lést föstudaginn 3. októ- ber. Björg Ólöf Helgadóttir lést sunnudag- inn 5. október. ■ Afmæli Albína Thordarson arkitekt, 64 ára. Helgi Tómasson ballettdansari, 61 árs. Jónas Garðarson, formaður Sjómanna- félagsins, 48 ára. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, 43 ára. Við erum að efna í síðustu sögu-veisluna á Njáluslóðum nú um helgina,“ segir Arthúr Björgvin Bollason, sem undanfarin þrjú ár hefur séð um Sögusetrið á Hvols- velli, stýrt Njálugleði og verið leið- sögumaður í Njáluferðum. „Nú er komið að endalokum. Ég er að flytja til Þýskalands í vetur og verð þar næstu árin.“ Í Þýskalandi hefur Arthúr Björgvin verið ráðinn til þess að sjá um, ásamt þýskum meðrit- stjóra, heildarútgáfu á Íslendinga- sögunum fyrir útgáfufyrirtæki í Hamborg. Ætlunin er að frumþýða nánast allar sögurnar og væntan- lega taka ritstjórarnir tveir að sér að þýða eina þeirra sjálfir. „Ég vildi helst að það yrði Njála, en meðritstjóri minn er eitt- hvað hikandi við það. Hann vill láta Eyrbyggju eða einhverja aðra af þessum smærri sögum duga.“ Arthúr Björgvin ætti þó að þekkja Njálu betur en aðrar Ís- lendingasögur sökum víðtækrar reynslu sinnar af Njáluslóðum undanfarin þrjú ár. Undanfarinn ár hefur áhugi Þjóðverja á íslenskum bókmennt- um vaxið mjög. Þýðingar á íslensk- um nútímabókmenntum hafa verið gefnar út hver á eftir annarri og nú er röðin sem sagt komin að fornbókmenntunum. Síðasta söguveislan verður ann- að kvöld klukkan sjö með söng- skemmtun Njálusönghópsins. Arthúr segist engu að síður reiðu- búinn til að fara með hópa í Njálu- ferðir eitthvað fram á haustið. ■ Tímamót ARTHÚR BJÖRGVIN ■ Síðasta söguveislan á Njáluslóðum verður annað kvöld. Arthúr Björgvin er að hverfa af landi brott. Vill þýða Njálu á þýsku Dagurinn í dag er eins og hverannar vinnudagur og ég veit lítið hvað hann ber í skauti sér, segir Karl Thorberg Birgisson framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar. Á laugardagskvöldið er hann hins vegar nokkuð meðvitaður um hvað hann ætlast fyrir, því þá býður hann til veislu og fagnar fertugsafmæli sínu með vinum og vandamönnum. „Ég hef kynnst svo mörgu skemmtilegu fólki á þessum fjörutíu árum að mér er lífsins ómögulegt að hafa uppi á því öllu og hef því vafalaust gleymt að bjóða einhverjum sem ég vildi gjarnan sjá. Það eru því allir vinir mínir sem vilja vel- komnir í veitingasal BSÍ á Um- ferðarmiðstöðinni klukkan níu á laugardagskvöldið,“ segir hann og hefur gefið Helga Hjörvar veislustjóra þau fyrirmæli að ræður séu bannaðar, en þess í stað verði boðið upp á svolítið af lifandi tónlist. Fyrir utan undirbúning afmæl- isfagnaðar er nóg að stússast hjá Karli. Fyrir dyrum stendur lands- fundur Samfylkingarinnar eftir þrjár vikur sem hann skipuleggur ásamt öðrum. „Ég er einnig að undirbúa útvarpsþætti en sá fyrsti verður fluttur í næstu viku. Það er spurningaleikur sem ég var með í fyrra og fjallar um orð og íslensku,“ segir hann og aftek- ur með öllu að þeir hafi verið of þungir. „En ég játa að það helgast alfarið af hverjir eru gestir mínir í þættinum hvernig hann heppn- ast.“ Fyrir nokkrum árum hvarf Karl á brott úr höfuðborginni og flutti um tíma austur á firði. „Það var alveg yndislegur tími og ég hef oft hótað því að fara þangað aftur,“ segir hann hlæjandi og viðurkennir að það hafi verið kona sem dró hann til borgarinn- ar aftur. „Hún heitir Katrín Ösp Bjarnadóttir og ég hefði líklega ekki komið fyrir neinn nema hana,“ segir Karl Th. Birgisson sem notar frítíma sinn til að bregða sér með henni úr skarkala borgarinnar og skreppa eftir gæs í matinn. ■ Afmæli KARL TH. BIRGISSON ■ Hann hélt síðast upp á afmælisdag sinn þegar hann var þrítugur og bauð til sín vinum og ættingjum. Hann ætlar að endurtaka leikinn nú og fagna í veitinga- sal BSÍ á Umferðarmiðstöðinni. MATT DAMON Óskabarnið og leikstirnirð Matt Damon er 33 ára í dag. 8. október ■ Þetta gerðist 1871 Stóribruninn í Chicago hefst. 17 450 byggingar eyðileggjast og um 250 manns deyja. 90 þúsund heimilislausir. 1895 Argentíski forsetinn Juan Dom- ingo Perón fæðist. 1918 Alvin York drepur 25 og fangar 132 Þjóðverja. Síðar lék Gary Cooper hann í kvikmyndinni Sergeant York. 1935 Ozzie og Harriet giftast. 1941 Leiðtogi svartra í Ameríku, Jesse Jackson, fæðist. 1952 Flugslys við Harrow í Bretlandi. 85 deyja. 1957 Jerry Lee Lewis tekur upp Great Balls Of Fire. 1964 Oh, Pretty Woman með Roy Or- bison er á toppi bandaríska listans. CHE GUEVARA Var handtekinn á þessum degi fyrir 36 árum og myrtur daginn eftir. CHE GUEVARA ■ Á þessum degi fyrir 36 árum var upp- reisnarseggurinn og kommúnistinn Che Guevara handtekinn. Hann hefur heillað ungt fólk um allan heim og var góðvinur Castró. 8. október 1967 Ræður bannaðar en nóg af tónlist ARTHÚR BJÖRGVIN SÝNIR FORSETA NJÁLUSÝNINGUNA. Arthúr Björgvin Bollason er á leiðinni til Þýskalands til að gefa út Íslendingasögurnar eftir að hafa séð um uppákomur á Njáluslóðum undanfarin þrjú ár. KARL TH. BIRGISSON Hann hefur nóg að starfa þessa dagana, undirbýr afmæli, landsfund Samfylkingarinnar og vinnur að útvarpsþáttum. Che Guevara handtekinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.