Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is G O TT F Ó LK M cC A N N -E R IC K SO N · S ÍA · 2 4 3 4 1 HUGSAÐU LENGRA Það eru margir sem fá sér Skoda Octavia vegna útlitsins, en þeir eru fleiri sem kunna einnig að meta notagildið og vilja fá mikið fyrir peningana. Skoda Octavia státar nefnilega líka af miklu öryggi og ríkulegum staðalbúnaði. Útlitið er ekki allt, komdu og finndu hvað það er gott að keyra Skoda Octavia. SkodaOctavia kostar frá 1.670 þús. VILTU LÍTA BETUR ÚT? Að rakstri loknum horfði ég íspegilinn og í augu við sjálfan mig. Mér var þannig innanbrjósts þennan morguninn að mér fannst ég ekki bara flottur, heldur líka skarp- ur. Ég datt í dagdraum. Silkiskyrta lagðist yfir líkamann og á eftir kom ótrúlega flott bindi. Hrukkurnar og baugarnir hvurfu um leið og dimm- blár jakki féll yfir axlirnar. Glæsi- legt. Áður en varði var ég kominn á þing og var í ræðustól. HERRA FORSETI, sagði ég stund- arhátt, og lagði áherslu á það sem eftir kom. Ég vil í upphafi máls míns vekja athygli hæstvirts ráðherra á því að meðal okkar landsmanna er fólk sem stendur ekki við allt það sem segir. Jafnvel bara lítinn hluta þess. Mér fannst mér takast vel upp. Var bara ánægður með sjálfan mig. Getur hið háa Alþingi og fram- kvæmdavaldið ekki tekið höndum saman um að koma böndum á þá sem ekki standa við orð sín. Í dag- draumnum sá ég andlit þingmanna horfa á mig þar sem ég baðaði út öll- um öngum svo sjampóbrúsar og ann- að dót var í stórhættu. Mér leið vel. HERRA FORSETI, endurtók ég. Háttvirtur þignmaður sagði hér áðan að ekki væri við þetta unandi. Ég vil með leyfi forseta vitna í áður flutta ræðu, ræðu sem ég flutti á hinu háa Alþingi fyrir ekki margt löngu. Áður en ég geri það vil ég minna háttvirta tuttugusta og níunda þingmann Reykjavíkurkjördæmis norður og fertugasta og annan þingmann Suð- urkjördæmis að það sem háttvirtir þingmenn sögðu um hæstvirtan ráð- herra almannamála er ekki alls kost- ar rétt. HERRA FORSETI mér þykir rétt að halda þessu til haga. Einkum og sér í lagi þegar horft er til framtíðar lýðveldisins Íslands og jafnvel mannkyns alls. Ég hrökk úr draumn- um þegar ég rak mig í tann- burstaglasið svo það féll á gólfið. Ég var í svo miklum ham að ég ýtti tannburstunum til hliðar með tánni þar sem ég vildi og varð að halda ræðunni áfram. Það tók örskot. Þing- mennirnir höfðu fyllt sætin og biðu spenntir eftir framhaldinu. Herra forseti sagði ég og byrjaði á ný. Fann að ég var að ná hátindi. Komst til meðvitundar fyrr en ég vildi. Konan barði létt á hurðina og sagði: Ertu ekki að verða búinn? Grautur- inn er að verða kaldur. ■ Herra forseti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.