Fréttablaðið - 08.10.2003, Blaðsíða 24
FÓTBOLTI Rio Ferdinand, varnar-
maðurinn snjalli hjá Manchester
United, mun ekki leika með Eng-
lendingum gegn Tyrkjum í und-
ankeppni Evrópumótsins á laug-
ardag. Ferdinand mætti ekki í
lyfjapróf í september eins og leik-
menn liðsins eru skyldugir til og á
að mæta í yfirheyrslu hjá Enska
knattspyrnusambandinu á mánu-
dag.
Ferdinand er sagður hafa
gleymt lyfjaprófinu þar sem hann
var að flytja en í yfirlýsingu sem
Manchester United sendi frá sér
segir að leikmaðurinn hafi geng-
ist undir próf 36 tímum síðar og
staðist. Samkvæmt lyfjareglum
Alþjóðaknattspyrnusambandsins
dugir það ekki til og telst hann
hafa brotið reglur með því að
mæta ekki.
Stjórn Manchester United
íhugar að höfða mál á hendur
Enska knattspyrnusambandsins
og hefur hótað að banna leik-
mönnum sínum að leika með
landsliðinu. Paul Scholes, Nicky
Butt, Gary og Phil Neville mættu
þó allir á landsliðsæfingu í gær en
Sven-Göran Eriksson landsliðs-
þjálfari kynnti hópinn í gær. Fjór-
ir leikmenn koma frá Manchester
United og Chelsea, þrír frá Liver-
pool og tveir úr Arsenal og
Leeds.■
24 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR
SEGLUM ÞÖNDUM
Tveir seglbrettakappar nýttu sér storminn
og sigldu seglum þöndum í Þýskalandi.
Seglbretti
FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
verður að öllum líkindum með
þegar Ísland og Þýskaland mæt-
ast í undankeppni Evrópumóts-
ins í knattspyrnu í Hamborg á
laugardaginn kemur.
„Ég reikna með að því að geta
leikið gegn Þjóðverjum en er
samt ekki alveg viss. Þetta er
allt að koma og ég get farið á æf-
ingu á fimmtudaginn,“ segir
Rúnar, sem meiddist í leik með
Lokeren um helgina og um tíma
var óttast að hann gæti ekki leik-
ið með gegn Þýskalandi. „Ég
fékk spark í hnéð og það bólgn-
aði allt upp. En nú er bólgan að
hjaðna og ég er að ná fyrri
styrk.“
Rúnar hefur verið í meðferð
hjá sjúkraþjálfurum Lokeren og
er væntanlegur til Hamborgar í
dag. Þar munu sjúkraþjálfara ís-
lenska liðsins líta á hann og þá
kemur í ljós hvort hann verður
leikfær.
Þjóðverjaleikurinn leggst vel
í Rúnar enda gríðarlega mikil-
vægur leikur fyrir Íslendinga.
„Það er samt ákveðin pressa á
Þjóðverja og þeir ætla sér að
vinna leikinn. Við erum ákveðnir
í að standa okkur en það er erfitt
að sigra Þjóðverja á heimavelli.
Við reynum allt sem við getum,“
segir Rúnar.
Landsliðsmaðurinn snjalli
segir gífurlegan missi í Lárusi
Orra Sigurðssyni og Heiðari
Helgusyni sem eru frá vegna
meiðsla og sömu sögu sé að
segja af Jóhannesi Karli Guð-
jónssyni sem tekur út leikbann.
„Þeir byrjuðu allir inn á í síðasta
leik og stóðu sig vel. En við þurf-
um að finna einhverja lausn á
því og ég er ekki í vafa um að
þjálfararnir geri það. Það eru
aðrir leikmenn sem geta leyst
þessar stöður,“ segir Rúnar.
Logi Ólafsson og Ásgeir Sig-
urvinsson völdu tuttugu manna
landsliðshóp fyrir leikinn sem er
ívið stærri en venjulega. Ástæð-
an er sú að nokkrir leikmenn eru
tæpir vegna meiðsla, þeir Her-
mann Hreiðarsson og Pétur
Hafliði Marteinsson. Hjálmar
Jónsson, leikmaður Gautaborg-
ar, kemur aftur inn í hópinn en
hann á fimm landsleiki að baki.
Ríkharður Daðason er sömuleið-
is kominn í hópinn að nýju eftir
talsvert hlé sem og Bjarni Guð-
jónsson sem hefur staðið sig
ágætlega með Bochum í þýsku
úrvalsdeildinni. ■
hvað?hvar?hvenær?
5 6 7 8 9 10 11
OKTÓBER
Miðvikudagur
LEIKIR
17.30 Fylkir/ÍR mætir KA/Þór í 16-liða
úrslitum SS-bikar kvenna í Austur-
bergi.
19.15 FH-stúlkur fá Val í heimsókn í
Kaplakrika í 16-liða úrslitum SS-
bikar kvenna.
19.15 Grótta/KR fær Víking í heim-
sókn í 16-liða úrslitum kvenna í
handbolta.
19.15 Njarðvík fær í ÍS í heimsókn í
opnunarleik 1. deildar kvenna í
körfuknattleik.
20.00 ÍR fær KR í heimsókn í Selja-
skóla í 1. deild kvenna í
körfuknattleik.
20.00 Grannaslagur þegar HK og
Breiðablik eigast við í suður riðli
Remax-deildar karla.
20.00 Íslandsmeistarar Hauka taka á
móti Selfoss að Ásvöllum í suður-
riðli Remax-deildar karla.
SJÓNVARP
17.30 Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis í Olís-
sporti á Sýn.
18.00 Ítarleg umfjöllun um íslenskar
akstursíþróttir í Mótorsporti á
Sýn. Umsjónarmaður er Birgir Þór
Bragason.
18.30 Heimsfótbolti West World á
Sýn.
19.00 Sýnt frá golfmóti í Evrópu á
Sýn.
22.00 Fjallað er um helstu íþróttavið-
burði heima og erlendis í Olís-
sporti á Sýn.
22.20 Sýnt verður úr leikjum kvöldsins
í Handboltakvöldi á RÚV.
16-liða úrslit SS-bikar
kvenna:
Valur sækir
FH heim
HANBOLTI Þrír leikir fara fram í
16-liða úrslitum SS-bikarkeppni
kvenna í dag. Í Kaplakrika fá
FH-stúlkur Val í heimsókn. Hlíð-
arendastúlkurnar eru enn sem
komið er ósigraðar í deildinni og
lögðu meðal annars FH að velli í
siðustu umferð.
Á Seltjarnarnesi fær
Grótta/KR Víking í heimsókn.
Leikirnir hefjast báðir klukkan
19.15.
Sameinað lið Fylkis og ÍR fær
sameinað lið KA og Þórs í heim-
sókn. Leikurinn, sem átti upp-
haflega að fara fram í Fylkishús-
inu, hefst í Austurbergi klukkan
17.30. ■
FÓTBOLTI Sjónvarpsrisinn BSkyB
hefur selt 10% hlut sinn í enska
úrvalsdeildarliðinu Manchester
United og ýtt þar með frekar und-
ir þær sögusagnir að yfirtaka sé
fyrirhuguð í félaginu. Sjónvarps-
risinn, sem hefur verið einn
stærsti hluthafi í United, seldi í
gær 25 milljón hluta í félaginu á
genginu 2.39.
Sögusagnir um fyrirhugaða yf-
irtöku í United hafa verið í gangi
frá því að rússneski milljarða-
mæringurinn Roman Abramovic
keypti Chelsea í júlí á þessu ári.
Fyrir vikið hefur gengi bréfa í fé-
laginu hækkað um tvo þriðju síð-
ustu þrjá mánuði og um 20% tvær
síðustu vikur.
Að sögn sérfræðinga er United
betri kostur en mörg önnur úr-
valsdeildarlið. Það er ekki skuld-
sett eins og önnur félög og þar að
auki eitt stærsta og ríkasta félags-
lið heims. ■
MANCHESTER UNITED
Hugsanleg yfirtaka er sögð yfirvofandi hjá
Manchester United.
BSkyB selur 10% hlut í United:
Yfirtaka yfirvofandi?
Rúnar líklega með
gegn Þjóðverjum
Rúnar Kristinsson er að jafna sig af meiðslum sem hann hlaut um síðustu helgi.
Reiknar með því að vera með. Landsliðsþjálfararnir völdu tuttugu manna hóp í
stað átján vegna meiðsla.
RÚNAR KRISTINSSON
Er leikjahæsti maður íslenska landsliðsins.
Verður vonandi klár í slaginn þegar Ísland
mætir Þjóðverjum í Hamborg á laugardag.
RÍKHARÐUR DAÐASON
Hann er aftur kominn í íslenska landsliðs-
hópinn.
BJARNI GUÐJÓNSSON
Er einnig kominn aftur í landsliðið.
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markmenn
Birkir Kristinsson ÍBV
Árni Gautur Arason Rosenborg
Aðrir leikmenn
Rúnar Kristinsson Lokeren
Arnar Grétarsson Lokeren
Hermann Hreiðarsson Charlton
Helgi Sigurðsson Lyn
Þórður Guðjónsson Bochum
Ríkharður Daðason Fredrikstad
Brynjar B. Gunnarsson Nottingham F.
Arnar Þór Viðarsson Lokeren
Pétur H. Marteinsson Hammarby
Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
Ólafur Örn Bjarnason Grindavík
Indriði Sigurðsson Genk
Bjarni Guðjónsson Bochum
Marel Baldvinsson Lokeren
Ívar Ingimarsson Wolves
Hjálmar Jónsson IFK Gautaborg
Veigar Páll Gunnarsson KR
Kristján Örn Sigurðsson KR
RIO FERDINAND
Gæti verið dæmdur í keppnisbann fyrir að
mæta ekki í lyfjapróf hjá Enska knatt-
spyrnusambandinu. Englendingar þurfa að
ná jafntefli gegn Tyrkjum til að tryggja sér
sæti á Evrópumeistaramótinu í Portúgal.
Enska landsliðið:
Ferdinand ekki með
gegn Tyrkjum
Markverðir
Paul Robinson Leeds
David James West Ham
Ian Walker Leicester
Aðrir leikmenn
Sol Campbell Arsenal
Ashley Cole Arsenal
Matthew Upson Birmingham
Owen Hargreaves Bayern München
Wayne Bridge Chelsea
Joe Cole Chelsea
Frank Lampard Chelsea
John Terry Chelsea
Wayne Rooney Everton
Michael Owen Liverpool
Steven Gerrard Liverpool
Emile Heskey Liverpool
Nicky Butt Manchester United
Phil Neville Manchester United
Gary Neville Manchester United
Paul Scholes Manchester United
Danny Mills Leeds
Kieron Dyer Newcastle
David Beckham Real Madrid
James Beattie Southampton
FJÖLHÆF
Norður-Kóresk stúlka sýnir fimi sýna í hálf-
leik vináttuleikjar Norður- og Suður-Kóreu
sem fram fór í gær. Um 800 manns frá
Suður-Kóreu lögðu leið sína yfir landa-
mærin til að fygljast með leiknum.