Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 1
● til hnífs og skeiðar ▲ SÍÐUR 22-23 matur o.fl. Ljúffengir sjávarréttir Úlfar Eysteinsson: ● barnaþing í Grafarvogi ▲ SÍÐUR 24-25 börn o.fl. Í fullu fjöri Gunni og Felix: MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FÖSTUDAGUR Meðallestur fólks á landinu öllu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 68% 50% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V 23% ÞRÍR LEIKIR Þrír leikir fara fram í Intersport-deildinni í körfubolta í kvöld. Sjóðheitir nýliðar Þórs Þorlákshöfn taka á móti Njarðvíkingum, Íslandsmeistarar Keflavíkur fá Breiðablik í heimsókn og Ís- firðingar sækja Grindvíkinga heim. Leik- irnir hefjast allir klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG DROPAR MEÐ STRÖNDUM en þó úrkomulítið. Dagurinn í dag er sá síðasti í röðinni af þeim keimlíku dögum sem verið hafa í veðrinu. Sjá síðu 6 24. október 2003 – 261. tölublað – 3. árgangur INGIBJÖRG VARAFORSETI Ingibjörg R. Guðmundsdóttir vann nauman sigur í varaformannskjöri ASÍ. Skagamenn fengu ekki að senda fulltrúa á ársfundinn og eru mjög ósáttir. Atkvæði þeirra hefði breytt úrslitum. Sjá síðu 2 FLÝTI UPPBYGGINGU Bandarískir og írakskir embættismenn biðluðu til ríkja heims um aðstoð við uppbyggingu Íraks við upphaf ráðstefnu um framtíð landsins sem hófst á Spáni í gær. Tugir ríkja taka þátt í ráðstefnunni. Sjá síðu 4 BAULAÐ Á BUSH Þúsundir mótmæl- enda kölluðu ókvæðisorð að George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar hann kom til Ástralíu í gær. Fólk var ósátt við innrásina í Írak og meðferð Bandaríkjamanna á föng- um í Guantanamo. Sjá síðu 4 OPINBERA RANNSÓKN Steingrímur J. Sigfússon vill að rannsókn fari fram á bréfasendingum milli forseta Hæstaréttar og forseta Alþingis á þeim tíma þegar Al- þingi fjallaði um fyrri öryrkjadóminn. Hann vill að þingið fjalli um málið. Sjá síðu 6 SAMRÁÐ Embætti Ríkislögreglu- stjóra hefur hafið opinbera rann- sókn á ætluðu ólöglegu samráði stjórnenda olíufélaganna. Rann- sóknin snýr að æðstu stjórnendum Skeljungs, Olís og Olíufélagsins Esso á árunum 1993-2001 og þeim millistjórnendum sem tóku þátt í samskiptum við hin félögin. Alls eru þetta á milli 10 og 15 manns. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er einkum um að ræða brot á tíundu grein Samkeppnislaga, þar sem bannaðar eru samstilltar að- gerðir til að koma í veg fyrir sam- keppni. Grunurinn snýr að samráði í útboðum og verðsamráð. Rannsóknin hófst fyrir nokkrum vikum og eru yfirheyrslur hafnar. Jón H. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra, staðfesti það við Fréttablað- ið. Spurður um hvort einhverjir hafi verið yfirheyrðir, segir hann að rannsókn felist að sjálfsögðu í gagnaöflun og yfirheyrslum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hófust yfirheyrslur yfir fyrrverandi forráðamönnum Esso og réð að sögn tilviljun því að Þórólfur Árna- son borgarstjóri var sá fyrsti sem var yfir- heyrður. Þórólf- ur segir að það hafi aldrei stað- ið á honum að bregðast við og hjálpa til við að upplýsa málið sem fyrrum millistjórnandi hjá olíufélagi. Þetta er í fyrsta sinn sem sam- keppnismál er tekið til opinberr- ar rannsóknar. Flestum opinber- um rannsóknum lýkur með ákær- um. Ríkislögreglustjóri skrifaði ol- íufélögunum og bað um upplýs- ingar um hverjir hefðu sinnt hel- stu ábyrgðarstörfum og hverjir gætu skuldbundið fyrirtækin samkvæmt innri reglum þeirra. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sagðist ekki vita að opinber rannsókn væri hafin og að hann hefði ekki verið yfirheyrður. Gestur Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs, sagðist vita af rannsókninni en að enginn hjá Skeljungi hefði verið yfirheyrður. Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, vildi ekki tjá sig um málið. Kristinn Hallgrímsson, hæstaréttarlög- maður og lögmaður Kers, áður Ol- íufélagsins, staðfesti að Keri hefði verði tilkynnt um að opinber rann- sókn væri hafin. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður Olís, vildi ekki tjá sig um málið. kgb@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglurannsókn er að ljúka á manninum sem var handtekinn í byrjun júní vegna gífurlegs magns barnaklámefnis sem fannst á heimili hans. Niður- staða rannsóknarinnar er sú að maðurinn hafi brotið gegn sex drengjum á síðustu þremur árum. Hluti af brotunum kom fram á hans eigin myndbandsupptökum sem gerðar voru upptækar á heimili hans. Lögregla hefur skoðað það gíf- urlega magn efnis sem maðurinn hafði sankað að sér. Á tölvu hans fundust þúsundir ljósmynda með barnaklámi og 900 myndbanda- skrár með samtals 70 klukku- stunda efni að auki. Þá átti hann myndbandsspólur og útprentaðar myndir. Maðurinn var á sínum tíma rekinn úr sjálfboðaliðastarfi hjá KFUM fyrir ósæmilega hegðun gagnvart drengjum. Hann var ein- nig rekinn úr starfi sem útvarps- maður hjá Fínum miðli fyrir að safna barnaklámi á vinnutölvuna. Hann var handtekinn við störf hjá útflutningsdeild Tollstjóraemb- ættisins eftir að barnaklámefnið fannst við húsleit heima hjá hon- um. Lögregla mun næst senda mál- ið til ríkissaksóknara sem ákveð- ur frekara framhald. ■ Maðurinn sem var handtekinn vegna mikils magns barnaklámefnis: Kærður fyrir brot á sex drengjum FÓRNARLAMBANNA MINNST Rússar minntust þess í gær að ár var liðið frá því 130 gíslar létust þegar sérsveitir lögreglunnar réðust gegn hryðjuverkamönnum sem höfðu tekið leikhús í Moskvu á sitt vald og hneppt um 800 manns í gíslingu. Ljudmila Sinelnikova grét frammi fyrir mynd af einu fórnarlambanna. Smábörn á leikskóla: Bitu unga- barn illa KRÓATÍA, AP Fjórtán smábörn réð- ust á ársgamlan dreng á leikskóla og læstu í hann tönnunum. Dreng- urinn var fluttur á sjúkrahús með að minnsta kosti þrjátíu djúp bit- för á líkama og andliti. Atvikið átti sér stað í hafnar- borginni Rijeka í Króatíu. Barn- fóstran hafði brugðið sér frá til að skipta um bleiu á barni. Læknir sem annaðist drenginn segist aldrei hafa kynnst öðru eins þó það sé vissulega algengt að börn bíti hvort annað. Búist er við því að bitförin hverfi með tíð og tíma en óvíst er hvernig drengnum mun ganga að komast yfir áfallið. ■ Rannsaka refsiverða háttsemi í olíumáli Lögreglurannsókn er hafin á ætluðum brotum forráðamanna Olíufélaganna. Tíu til fimmtán manns liggja undir grun. Borgarstjóri hefur verið yfirheyrður. Grunur er um verðsamráð og samráð í útboðum. Búast má við ákærum. AP -M YN D þitt eintak v iku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta 24. OKTÓBER TIL 30. OKTÓBER 2003 ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS 96 000 E INTÖK NR . 33 Helga Braga er æringi og fintfølende damaSjónvarpsdagskránæstu7daga Hærri laun fyrir konur Móðir Theresa Sum viðtöl fara aldrei í loftið Ertu vinnualki? Þessi voru þar Helga Braga: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Æringi og fint- følende dama birta persónuleikapróf ● gaultier Landsbankinn: Stóraukinn hagnaður VIÐSKIPTI Landsbanki Íslands hf. hagnaðist um 2,5 milljarða króna eftir skatta fyrstu níu mánuði árs- ins, sem er milljarði meiri hagn- aður en á sama tímabili í fyrra. Hagnaðurinn jókst um 69 prósent, þrátt fyrir að framlag í afskrifta- reikning útlána hafi verið aukið um 1,3 milljarð á milli tímabil- anna. Rekstrartekjur bankans á tímabilinu jukust um 37 prósent, og rekja Landsbankamenn þá aukningu meðal annars til batn- andi stöðu verðbréfamarkaða og meiri umsvifa, einkum í verð- bréfastarfsemi, fyrirtækjaráð- gjöf og heildareignum. ■ GEIR Vildi ekki tjá sig um málið þegar til hans var leitað. ÞÓRÓLFUR Stendur ekki á mér að hjálpa til við að upplýsa málið. JÓN H. Staðfestir að Ríkis- lögreglustjóri hafi hafið rannsókn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.