Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 19
Reyndar var mikið spennufallvið forsýninguna svo ég er að- eins rólegri núna og öruggari um myndina,“ sagði Þóra Fjelsted í gær. Fyrir dyrum stóð frumsýning á heimildarmyndinni Mótmæland- inn, sem hún og Jón Karl Helgason gerðu um Helga Hóseasson. Hún segir að aðalspennan hafi stafað af því „að Helgi opnaði sig svo rosalega fyrir okkur og þá er alltaf spurning hvort maður er að sýna hann í réttu ljósi og svo hvernig fólk bregst við því. Maður er að opna inn á einhvern annan og það getur verið svolítið yfirþyrmandi.“ Helgi hefur um ævina verið óvenju þrautseigur við að mót- mæla því sem hann kallar ofbeldi stjórnvalda gagnvart sjálfum sér. Fólk hefur þó sjaldnast vitað mik- ið um manninn á bak við mótmæl- in, þótt aðgerðir hans hafi oftar en ekki vakið athygli og jafnvel for- undran margra. Myndin um hann var frumsýnd í gærkvöldi og í dag hefjast al- mennar sýningar á henni. „Hann er mjög stoltur af þessu sjálfur og mætti bæði á forsýn- inguna og ætlar að mæta á frum- sýninguna,“ sagði Þóra í gær. „Þarna er ævistarf hans komið upp á tjald og það hlýtur að vera ansi mögnuð tilfinning.“ Þau Jón Karl unnu með honum í eitt og hálft ár og kynntust hon- um býsna vel á þeim tíma. „Þegar ég sá hann í fyrsta skipti hafði ég samt ekki hug- mynd um að hann væri á lífi. Hann hafði haft hægt um sig svo lengi.“ Sjálf segist Þóra eiga eftir að halda sambandi við Helga í fram- tíðinni. „Alveg tvímælalaust. Það er ekki oft sem maður fær að kynn- ast svona manni.“ ■ 19FÖSTUDAGUR 24. október 2003 Tímamót ÞÓRA FJELSTED ■ Í kvöld verður tekin til sýninga í Regnboganum heimildarmynd um Helga Hóseasson. Opið frá kl. 12–16 laugardaga Komdu og reynsluaktu Mazda6 Kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröld við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mazda6 fæst fernra og fimm dyra, sem skutbíll eða sportbíll, með bensín- eða dísilvél, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn með eða án sóllúgu og eingöngu fáanlegur í fallegum litum. HEFUR HITAÐ 5.000 LÍTRA AF KAKÓI Hrafnhildur Odda Sturludóttir fékk, fyrir ekki alls löngu, Þórshamarinn (ber hann í gráu bandi á vinstri barmi), en þeir einir fá þvílíka viðurkenningu sem starfað hafa sem skátar til fjölda ára og gert það vel. Með henni á myndinninni eru börnin hennar, frá vinstri: Hrafn- hildur Sigurðardóttir, Sigurður Björn Rafnsson, Ásta Kristín og Hermann Sigurðsson. Þau eru öll skátar en Hrafnhildur Odda er talin hafa hitað í það minnsta 5.273 lítra af kakómalti. Það er óhætt að segja að Íslend-ingar séu óvenju áberandi á Kvikmyndahátíðinni í London sem stendur yfir um þessar mundir. Hilmar Örn Hilmarsson gerði tónlistina við opnunarmynd hátíðarinnar, In the Cut, eftir leik- stjórann Jane Campion. Leikstjór- inn er þekktastur fyrir kvikmynd- ina The Piano, en leikkonan Meg Ryan fer með aðalhlutverkið í nýju myndinni. Hið virta kvikmyndahús Odeon West End á Leicester Square sýn- ir Nóa albinóa og í dagskrá hátíð- arinnar segir að þetta sé fersk frumraun Dags Kára leikstjóra, sem segist hafa lært kvikmynda- gerð af Simpsons-þáttunum. Sól- veig Anspach er svo tilnefnd til FIBRESCI-gagnrýnendaverðlaun- anna en þau eru veitt leikstjóra sem sýnir í fyrsta eða annað sinn á kvikmyndahátíðinni í London. Af öðrum verkum sem Íslend- ingar tengjast með einum eða öðr- um hætti ber að nefna myndina Salt eftir bandaríkjamanninn Bradley Rust Gray en leikstjórinn gerði myndina hér á landi. Hann notar íslenskar þjóðsögur í mynd- inni og þrír Íslendingar, Brynja Þóra Guðnadóttir, Davíð Örn Hall- dórsson og Melkorka Huldudóttir, spinna upp texta í myndinni. Myndin er tilnefnd til verðlauna sem nefnast The Sutherland Trophy. Kvikmyndahátíðin í London hófst í fyrradag og stend- ur til 6. nóvember. ■ FYNDNASTI MAÐUR ÍSLANDS Steinn Ármann Magnússon leikari var val- inn Uppistandari ársins 2003 í Þjóðleik- húskjallaranum á miðvikudagskvöld. ÞÓRA FJELSTED Gerði heimildarmynd um manninn á bak við umdeildar mótmælaaðgerðir, sem jafnan hafa vakið athygli þjóðarinnar. Ævistarf mótmælanda komið á hvíta tjaldið NÓI ALBINÓI Í dagskrá hátíðarinnar er sagt að leikstjórinn Dagur Kári haldi því fram að hann hafi lært kvikmyndagerð af Simpsons-þáttunum. Útlönd KVIKMYNDAHÁTÍÐ ■ Íslendingar eru mjög áberandi á kvik- myndahátíð sem nú stendur yfir í London. Slá í gegn í London

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.