Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 22
Úlfar Eysteinsson hefur löngumverið frumkvöðull í íslenskri
matargerðarlist og gjarnan leitað
fanga í löngu gleymdum aðferð-
um. PP Forlag í Damörku hefur
gefið út matreiðslubók hans, Úlfar
og fiskarnir, með fiskuppskriftum
að sjálfsögðu. Erla Sigurðardóttir
ritstýrði bókinni. „PP Forlag er í
eigu Sigrúnar Halldórsdóttur sem
er búsett í Danmörku. Forlagið
hefur gefið út bækur í Damörku og
á Íslandi og er að byrja að gefa út í
Finnlandi og Svíþjóð. Forlagið gaf
meðal annars út allar bækur
„nakta kokksins“ Jamie Olivers.
Sigrúnu langaði að kynna Ísland
með íslenskri matreiðslubók, hafði
samband við Úlfar og komst þá að
því að engin bók með uppskriftum
Úlfars hefur verið gefin út hingað
til,“ segir Erla.
Bók Úlfars kemur út í þremur
löndum samtímis, Danmörku, Ís-
landi og Noregi, og danska útgáfan
fer líka til Grænlands og Færeyja.
Í bókinni eru hvalauppskriftir
en Erla segir það hafa verið
ákveðið löngu áður en hlutirnir
fóru að gerast í hvalveiðimálum.
„Þetta verður örugglega ekkert
mál í Noregi,“ segir Erla. „Norð-
menn gerðu fyrirvara á sínum
tíma þegar Alþjóða hvalveiðiráðið
bannaði hvalveiðar, svo Norð-
menn hafa alltaf veitt og borðað
hval án samviskubits. En danski
sölustjórinn er búinn að undirbúa
sig vel og er tilbúinn að glíma við
danska blaðamenn ef þeir ætla að
gera mál úr þessu.“
Úlfar segist sjálfur hafa nokkr-
ar áhyggjur af matargerðarlist
unga fólksins, sem hann telur ekki
elda nógu mikinn fisk. „Upp-
skriftirnar eru einfaldar og að-
gengilegar og ég hafði einmitt í
huga að unga fólkið okkar, ekki
síst það sem er að byrja að búa,
geti gripið til bókarinnar og eldað
góða fiskrétti á þægilegan hátt.“
edda@frettabladid.is
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Ný matreiðslubók:
Ljúffengir sjávarréttir
Það skiptir ekki máli hvort þúert á ölstofu í Nýju-Mexíkó,
Kuala Lumpur eða í fjallahéraði í
Japan. Alls staðar er hún vel
kynnt, græna flaskan með silfr-
aða hálsinn og lykilinn í merkinu,
Beck’s bjórflaskan. Lagerbjórinn
sögufrægi frá Bremen er drukk-
inn í yfir 120 þjóðlöndum.
Brauerei Beck & Co í Þýskalandi
hefur bruggað Beck’s frá 1873.
Nú 130 árum síðar eru keyptar að
meðaltali 3.000 flöskur af Beck’s
bjór á hverri mínútu. Snemma
vors 2002 kynnti fyrirtækið nýjan
bjór, Beck’s Gold. Þetta er ljós
lagerbjór með mildu freyðandi
og frísku bragði, alkóhólhlut-
fall er 4,9%. Hann er léttur,
með hæfilegri fyllingu, sval-
andi eftirbragði og hentar því
vel með mat og stendur fylli-
lega fyrir sínu einn og sér.
Ísland er fyrsta landið
utan Þýskalands þar sem
bjórinn fæst en 1. septem-
ber hófst sala á Beck’s
Gold í ÁTVR. Hann fæst
einnig á metnaðarfullum
veitingahúsum sem
bjóða góðan bjór. Beck’s
Gold fæst í 33 cl glærum
flöskum sem eru
þannig hannaðar að
þær brjóta af sér
sólarljós eins og
græna flaskan gerir.
Beck’s Gold er
bruggaður sam-
kvæmt lögum um
hreinleika, eða Rein-
heitsgebot, sem sett
voru árið 1516 og munu
vera elstu matvælalög
sem enn eru í gildi. Í
stuttu máli: Beck’s Gold
er ungur, ljós, mildur og
ferskur. ■
Beck’s Gold:
Íslendingar
fyrstir að fá hann
SALTFISKUR MEÐ RÚSÍNUM OG
FURUHNETUM
400 g útvötnuð saltfiskflök, í 4 bitum
hveiti
smjör til steikingar
1 tómatur, afhýddur og saxaður
20 g rúsínur, sem hafa verið lagðar í
bleyti í púrtvíni eða sérríi
1 epli, skrælt og skorið í bita
20 g furuhnetur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
steinselja, söxuð
ólífuolía
hálfur bolli hvítvín
Fiskbitunum er velt upp úr
hveiti og þeir steiktir á pönnu í
eina og hálfa mínútu. Tómati,
rúsínum, eplum, furuhnetum og
hvítlauk er bætt út í ásamt
steinselju og hvítvíni. Soðið uns
tómaturinn maukast (um það bil
2 mínútur). Gott er að bera fram
með þessu kartöflugratín.
ÚLFAR EYSTEINSSON
Hefur ekki vílað fyrir sér í gegnum árin að elda eðalrétti úr óvenjulegu sjávarfangi. Nú getur fólk gengið að uppskriftum hans í nýút-
kominni matreiðslubók og eldað dýrðlega fiskrétti að hætti Úlfars í eigin eldhúsi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Vatnsmelónur
Vatnsmelónur eru upprunnar í hitabeltinu. Þær eru núræktaðar víða um heim en mest á Spáni og víða í Banda-
ríkjunum. Heitið vatnsmelóna er ekki sprottið af engu því
92% innihaldsins er einmitt vatn. Þær eru því einstaklega
svalandi í hitum. Vatnsmelónur innihalda bæði B- og
C-vítamín og eru afar kaloríusnauðar (30 kaloríur í 100 g).
Þegar vatnsmelóna er keypt þarf að gæta að því að hún sé vel
þung og ekki má heyrast holhljóð þegar bankað er í hana.
Villibráð
restaurant bar take-away
Sólin rís í austri Nýr veitingastaður
Aðalstræti 12
sushi, salöt, misósúpur,
curries, núðlur og grillréttir
opið í kvöld frá kl.17.30
Villibráðarkvöld
Villibráðarkvöld verður
þann 25. október
á Hótel Stykkishólmi og dansleikur með
Milljónamæringunum, Bjarna Ara og Páli Óskari.
Verð með gistingu í tveggja manna herbergi kr. 8.500 á mann.
Pantanir í síma 430 2100