Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 30

Fréttablaðið - 24.10.2003, Síða 30
30 24. október 2003 FÖSTUDAGUR GÓÐ TILÞRIF Rod Snow, kanadíski landsliðsmaðurinn í rugby, sýndi góða takta þegar hann reyndi fyrir sér á brimbretti við strönd Sydney þegar hann átti frí frá keppni. Heimsmeist- aramótið í rugby fer fram í Ástralíu. Rugby FÓTBOLTI „Okkur gekk alveg þokka- lega,“ sagði Veigar Páll Gunnars- son, leikmaður KR. Hann og sam- herji hans Kristján Örn Sigurðsson léku með varaliði Bolton á miðviku- dag en það tapaði 3-1 fyrir West Bromwich Albion. „Ég lék frekar aftarlega á miðjunni og þurfti því að vinna mikla varnarvinnu.“ Lárus Orri Sigurðsson, leikmað- ur WBA, fylgdist með Kristjáni bróður sínum í leiknum á miðviku- dag. „Hann komst ágætlega frá leiknum,“ sagði Lárus. „Lið Bolton var blanda af yngri leikmönnum og eldri. Það er ekki sami hraði í leikj- um varaliða og í deildarleikjum. Þessir leikir eru fyrst og fremst til að halda mönnum í leikæfingu.“ Kristján var miðvörður í leiknum og fannst Lárusi hann leysa sitt hlutverk vel. Veigar og Kristján æfðu í viku hjá Bolton en léku aðeins þennan eina leik. „Við erum mjög sáttir með vikuna hjá Bolton, bæði mót- tökur félagsins og fótboltalega séð,“ sagði Veigar. ■ Verðum að vita hvar við stöndum HANDBOLTI „Við verðum að spila við toppliðin svo við vitum hvar við stöndum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari A-lands- liðs karla, þegar hann tilkynnti hópinn sem mætir Pólverjum um aðra helgi. Leikið verður í Kaplakrika, Ólafsvík og Laugar- dalshöll. „Pólska liðið er frá- bært. Í því eru leikmenn sem eru í lykilstöðum hjá félögum í þýsku deildinni. Að mínu mati er pólska liðið eitt það efnilegasta í Evrópu.“ Íslenska landsliðið kemur saman á mánudag og æfir sjö sinnum fyrir landsleikina. „Framundan er mikil vinna á stuttum tíma,“ sagði Guðmund- ur. „Við ætlum að ná meiri hraða og gæðum í sóknarleiknum, vinna að nýju afbrigði af 6-0 vörn og nýrri útfærslu á hraða- upphlaupum sem gæti leitt til annarrar uppstillingar á vörn. Þó svo leikmenn leiki 6-0 vörn með sínu félagsliði geta verið aðrar áherslur hjá landsliðinu og því þarf að skóla þá til.“ Liðið mun einnig æfa nýja leikaðferð þegar það er einum fleiri, eða færri, og þegar fimm leikmenn eru í hvoru liði. Í hópnum eru tveir nýliðar, Björgvin Gústafsson og Brynjar Þór Hreinsson en nokkrir leik- menn koma inn í hópinn að nýju. „Reynir Reynisson hefur varið best í RE/MAX-deildinni að mínu mati og Gylfi Gylfason leikur í sterkustu deildinni. Björgvin Gústafsson kemur úr U-18 ára liðinu sem varð Evrópumeistari og Brynjar Þór Hreinsson hefur staðið sig vel í vetur. Það er mik- ilvægt að framtíðarleikmenn fái að kynnast landsliðinu. Það er líka mikilvægt að þeir sem stan- da sig vel hér heima fái umbun. Þetta eru jafnframt skilaboð til þeirra sem komust ekki að núna um að leggja meira á sig.“ Guðmundur ræddi möguleik- ana á að setja leikmenn í nýjar stöður. Hann hefur hug á að prófa Jaliesky Garcia í miðri vörninni en hann hefur staðið sig vel í þeirri stöðu hjá Göppingen. Nokkrir lykilmenn eru meidd- ir og taka því ekki þátt í leikjun- um gegn Pólverjum. Guðmundur vonar að Patrekur Jóhannesson verði byrjaður að æfa eftir tvær vikur en Aron Kristjánsson verð- ur frá til áramóta og jafnvel lengur. Roland Eradze verður hins vegar mun lengur frá. ■ Ásgeir Sigurvinsson: Ekkert heyrt frá Herthu FÓTBOLTI Þýska fótboltaritið Kicker heldur því fram að Hertha Berlin vilji að Ásgeir Sigurvins- son taki við af þjálfaranum Huub Stevens. „Fjölmargir þýskir blaðamenn hafa spurt mig um þetta en ég hef ekkert heyrt frá félaginu,“ sagði Ásgeir. „Ég þekki Dieter Höness, framkvæmdastjóra Herthu, en hef ekkert heyrt frá honum.“ Ás- geir og Höness voru samherjar hjá Bayern München á sínum tíma og Höness var einnig fram- kvæmdastjóri Stuttgart hluta þess tíma sem Ásgeir lék með fé- laginu. ■ Mikilvægt að leika gegn bestu liðunum segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Tveir nýliðar eru í hópnum sem leikur þrjá leiki við Pólverja um aðra helgi. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Framundan er mikil vinna á stuttum tíma. Guðmundur ætlar að skóla til landsliðsmenn- inna og stýrir þeim í þremur viðureignum gegn Pólverjum. hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 OKTÓBER Föstudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík leikur við KFÍ í Grindavík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Keflavík og Breiðablik keppa í Keflavík í INTERSPORT-deildinni í körfubolta.  19.15 Þór mætir Njarðvík í Þor- lákshöfn í INTERSPORT-deildinni í körfu- bolta.  19.15 Selfoss fær bikarmeistara HK í heimsókn í suðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta.  19.15 Grótta/KR keppir við Víking á Seltjarnarnesi í norðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  21.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evr- ópu. LANDSLIÐSHÓPURINN landsleikir Markverðir Guðmundur Hrafnkelsson Kronau 381 Reynir Reynisson Víkingi 39 Björgvin Gústafsson HK 0 Línu- og hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson Essen 86 Brynjar Þór Hreinsson Gróttu/KR 0 Gylfi Gylfason Wilhelmshavener HV 5 Einar Örn Jónsson Massenheim 71 Sigfús Sigurðsson SC Magdeburg 67 Róbert Sighvatsson HSG Wetzlar 138 Róber Gunnarsson Aarhus GF 12 Útileikmenn: Dagur Sigurðsson A1 Bregenz 171 Jalesky Garcia Padron Göppingen 4 Snorri Guðjónsson Grosswallstadt 27 Rúnar Sigtryggsson Massenheim 90 Heiðmar Felixson Bidasoa 50 Ólafur Stefánsson Ciudad Real 177 Ragnar Óskarsson US Dunkerque 47 Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukum 2 Kristján Sigurðsson og Veigar Páll Gunnarsson: Léku með varaliði Bolton VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Lék með varaliði Bolton gegn WBA. * Gildir í október. OKTÓBERFEST 0,5 l Holsten á kr.350* Trúbador 24.okt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.