Fréttablaðið - 24.10.2003, Blaðsíða 33
Leikkonan SandraBullock hefur
samþykkt að leika í
framhaldsmynd Ms.
Congeniality. Ævin-
týri lögreglukon-
unnar Gracie Hart
eru því ekki á enda.
Vinsældir fyrri myndarinnar
komu mörgum í opna skjöldu árið
2000, en hún halaði inn rúmlega
60 milljón dollara í kassann.
Bróðir leikkonunnar CourteneyCox tilkynnti það í spjallþætti
Sharon Osbourne að systir sín
ætti von á barni.
Þetta gerði hann
án þess að hún
vissi af því. Cox
ætlar sér greini-
lega að einbeita
sér að því að
fjölga mannkyn-
inu eftir að síð-
ustu Friends-
þáttaröðinni lýk-
ur.
33FÖSTUDAGUR 24. október 2003
®
Fréttiraf fólki
MARIAH CAREY
Bandaríska söngkonan Mariah Carey sést hér uppstríluð á tónleikum er hún hélt í Zurich,
Sviss, á miðvikudag.
Hollenskur vísindahópur hefurfengið fjölda sjálfboðaliða til
þess að stunda kynlíf á meðan
heili þeirra er skannaður. Á með-
an á ástaratlotunum stendur verð-
ur fólkið að halda höfðinu graf-
kyrru og karlmennirnir verða að
fá fullnægingu á innan við sjö
mínútum. Könnunin er gerð til
þess að hjálpa stúdentum við Há-
skólan í Groningen í rannsókn sín-
um á kynlífsvandamálum.
Prófessor Marc Holstege segir
að ekki sé hægt að taka heila-
myndirnar nema sjálfboðaliðarnir
gangist að kröfum þeirra.
„Við báðum hópinn um að æfa
sig áður en heilaritin voru tekin
og allt tókst eins og í sögu,“ sagði
hann í viðtali við dagblaðið De
Telegraaf. „Karlmennirnir voru
beðnir um að hafa sáðlát á innan
við sjö mínútum og það tókst þeim
öllum.“
Á meðal þess sem vísinda-
mennirnir hafa komist að í rann-
sóknum sínum er að fullnæging
hefur svipuð áhrif á heilann og
þegar líkamanum er gefin
skammtur af heróíni.
Hópurinn vonast til að rann-
sóknirnar leiði til þess að lækna
megi „sálræn“ vandræði í kynlíf-
inu á svipaðan hátt og Viagra
hjálpar karlmönnum við líkamleg
vandræði þeirra í kynlífinu. ■
Skrýtnafréttin
VÍSINDI
■ Hollenskir vísindamenn fengu nýlega
hóp af sjálfboðaliðum til þess að stunda
kynlíf á meðan tekið var af þeim heilarit.
Í HEILASKANNANUM
Ekki var greint frá því hversu marga karl-
menn þurfti að vekja eftir að þeir fengu
fullnægingu í heilaskannanum.
Fullnæging eins
og heróínskammtur