Fréttablaðið - 03.11.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 26
Leikhús 26
Myndlist 26
Íþróttir 23
Sjónvarp 28
MÁNUDAGUR
SÖFNUN FYRIR VEIK BÖRN
Landssöfnun Sjónarhóls fyrir börn sem
stríða við langvarandi veikindi, fötlun eða
önnur þroskafrávik hefst formlega í dag.
Frú Dorrit Moussaieff er verndari söfnun-
arinnar.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
SAMA ÁFRAM Snjóþotu- og sleðaveð-
ur á norðurhluta landsins. Reykjavíkin söm
við sig. Bjart og svalt. Mengunarský yfir
borginni kæmi ekki á óvart. Sjá síðu 6
uppáhaldshúsið góð ráð frikka weiss
FYLGIR BLAÐINU Í DAG
Heilluðust af
heildarmyndinni
Bryggjuhverfin í bænum:
3. nóvember 2003 – 271. tölublað – 3. árgangur
fyrsta og eina plata sveitarinnar komin út
Graveslime:
SÍÐA 29
Eyðilagði eyrun
á tónleikum
úti að aka veltibúnaður
Dreymir
um jeppa
bílar o.fl.
Edda Björg Eyjólfsdóttir:
SÍÐUR 18-19
FRUMKVÆÐISLAUST BÁKN
Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórn-
ar Landsbanka Ís-
lands, sagði á lands-
fundi Samfylkingar-
innar í gær Eimskipa-
félag Íslands hafa ver-
ið allt of stórt og
frumkvæðislaust í
starfi sínu. Sjá síðu 2
SVARTSÝNI Á SEYÐISFIRÐI
Formaður Starfsgreinasambands Austurlands
er svartsýnn á atvinnuhorfur á Seyðisfirði eftir
að Dvergasteinn lokaði og telur mega rekja
ástæðu vandans á Seyðisfirði til kvótakerfis-
ins og hlutabréfavæðingar. Sjá síðu 4
ABRAMÓVITS RANNSAKAÐUR
Margt bendir til þess að rússnesk stjórn-
völd ætli að láta til skarar skríða gegn rúss-
neska auðkýfingnum Róman Abramóvits í
kjölfar opinberrar rannsóknar á einkavæð-
ingu olíufyrirtækisins Sibneft. Sjá síðu 2
BANDARÍSKRI HERÞYRLU
GRANDAÐ 15 Bandaríkjamenn létu lífið
þegar stórri flutningaþyrlu var grandað. 21 til
viðbótar særðist. Þetta er mesta mannfall
Bandaríkjanna á einum degi frá því Bush lýsti
eiginlegum átökum lokið. Sjá síðu 12
ATVINNUMÁL Trúnaðar-
mannaráðstefna Rafiðn-
aðarsambands Íslands
ályktaði um helgina að
stórframkvæmdir væru
ekki að leysa vanda at-
vinnuleysis á landinu.
„Deilan við aðalverk-
takann við Kárahnjúka
hefur hingað til snúist
um lágmarksákvæði
kjarasamninga, en launa-
kjör við Kárahnjúka eru
langt undir því sem
þekkst hefur við virkj-
anaframkvæmdir hér á
landi. Þetta hefur leitt til
þess að þátttaka íslensks
launafólks í framkvæmdum við
Kárahnjúka er mun minni en
stjórnvöld gerðu ráð fyrir,“ segir í
ályktun ráðstefnunnar.
Á ráðstefnunni kom fram að er-
lendar lántökur vegna stórfram-
kvæmdanna skili sér ekki sem
skyldi inn í íslenskt efnahagslíf,
þar sem þær streymi aftur úr
landi í launum erlends
verkafólks og virðis-
auka erlendra fyrir-
tækja. Rafiðnaðarsam-
bandið telur mikilvægt
að þrýsta á stjórnvöld
um að setja lög varð-
andi starfsemi erlendra
starfsmannaleiga.
Örn Friðriksson, for-
maður Félags járniðnað-
armanna, segir járniðn-
aðarmenn glíma við
verkefnaleysi um þess-
ar mundir, þrátt fyrir
stórframkvæmdir. „Fyr-
irtæki hafa verið að
segja upp yfirvinnu og
bjóða í verkefni undir kostnaðar-
verði. Það hefur ekki verið neitt
góðæri á þessu sviði, heldur hefur
dregið saman þetta árið.“
Örn segir íslenska járniðnaðar-
menn eiga í erfiðleikum við að fá
vinnu á Kárahnjúkum. „Það alvar-
lega í þessu er að á sama tíma og
það er atvinnuleysi hér er kallað
eftir því að flytja inn Portúgala.
Þetta er skrýtinn útreikningur, því
það þarf að borga fyrir flutning
starfsmannanna hingað til lands.
Það ber að greiða útlendingum
sömu laun og Íslendingum, en það
hefur ekki komið í ljós enn að í
reynd sé verið að greiða mönnum
rétt laun á Kárahnjúkum.“
Á trúnaðarmannaráðstefnu
Rafiðnaðarsambandsins var lagð-
ur grunnur að kröfugerð fyrir
komandi kjarasamninga. Áhersla
var lögð á stefnu sígandi lukku,
sem felur í sér stöðugleika og
kaupmáttaraukningu. Yfirvofandi
verkefni samninganefnda rafiðn-
aðarmanna er að skilgreina raun-
laun og færa taxtakerfi að þeim.
jtr@frettabladid.is
BANASLYS Fullorðinn karlmaður
lést þegar fólksbíll og jeppi lentu í
árekstri í gær á Ólafsfjarðarvegi
til móts við Hvamm.
Maðurinn sem lést var ökumað-
ur fólksbílsins, en talið er að hann
hafi látist samstundis. Þrír farþeg-
ar voru í fólksbílnum en í jeppan-
um var ökumaðurinn einn á ferð.
Fjórmenningarnir sem lifðu
slysið af voru allir fluttir á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri til að-
hlynningar. Meiðsl þeirra voru mis-
jafnlega mikil en enginn þeirra var
í lífshættu. Einn þeirra var með
talsverð beinbrot og fleiri áverka
sem gera þurfti að og óvíst var upp
úr kvöldmat í gær hvenær hann
losnaði af sjúkrahúsi. Aðrir voru
minna slasaðir, voru í skoðun og
þess að vænta að þeir fengju að
fara heim í gærkvöldi.
Ekki var vitað í gær hvernig
slysið vildi til og vann lögregla
að rannsókn þess. Ekki er hægt
að birta nafn hins látna að svo
stöddu.
Aðeins fimm dagar eru liðnir
frá næsta banaslysi í umferðinni
á undan þessu. Þá létust átta ára
drengur og stúlka um tvítugt
þegar bíll sem þau voru farþegar
í lenti utan vegar.
Kárahnjúkar hafa
ekki tilætluð áhrif
Rafiðnaðarsamband Íslands og Félag járniðnaðarmanna telja stórfram-
kvæmdirnar við Kárahnjúka ekki hafa tilætluð áhrif í atvinnumálum.
M
YN
D
/A
P
EES-samningurinn:
Vonandi
að rofa til
EES-SAMNINGURINN Utanríkisráð-
herrar Íslands og Noregs áttu í gær
fund með utanríkisráðherrum
Tékklands og Slóvakíu þar sem
rætt var um stækkun Evrópska
efnahagssvæðisins en deilur milli
Tékklands, Slóvakíu og Liechten-
steins hafa tafið fyrir undirritun
samningsins.
„Ég tel að
þessi fundur
hafi verið
mjög mikil-
vægur og á
honum skýrð-
ist staðan.
Okkur hefur
alltaf verið
það ljóst að
málið er
mjög við-
kvæmt,“ seg-
ir Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra.
Hann segir tilgang fundarins
fyrst og fremst að hreyfa við málinu
og er vongóður um að fundurinn
hafi haft tilætluð áhrif og vonast til
þess að samningur um stækkun EES
verði undirritaður í þessari viku.
„Við höfum ekki viljað blanda okkur
í tvíhliða deilur milli þessara þjóða.
Það sem við höfur reynt er að fá að-
ila til að skrifa undir og halda þessu
máli utan við EES-samninginn.“
www. bt.is
Forsala á Marathon sýningu
á öllum þremur Matrix
myndunum laugardaginn
8. nóvember í Háskólabíó
8. nóvember í Háskólabíó
Fæst
aðeins
í BT
1.499
Einn lést og fjórir fluttir á sjúkrahús:
Karlmaður lést í árekstri
ÖRN FRIÐRIKSSON
Formaður Félags járn-
iðnaðarmanna segir fé-
lagsmenn sína glíma við
verkefnaleysi. Hann
undrast að erlendir
starfsmenn séu fluttir
inn á tímum atvinnu-
leysis.
STARFSMENN IMPREGILO OG
UNDIRVERKTAKA
Íslendingar 300
Útlendingar 550
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
Vonast eftir undirritun
samnings í vikunni.
DAGUR HINNA LÁTNU Margarita Alanoca grætur við grafreit eiginmanns síns í borginni El Alto í Bólivíu. Bólivíumenn minntust látinna
í gær, á degi hinna látnu. Þeirra áttatíu sem létust í átökum við stjórnarhermenn í síðasta mánuði var sérstaklega minnst.
Rannsóknarnefnd:
Fær allar
upplýsingar
WASHINGTON, AP Stjórn George W.
Bush hefur skipt um skoðun og
lofað að afhenda rannsóknarnefnd
öldungadeildar Bandaríkjaþings
öll gögn sem hún hefur farið fram
á vegna rannsóknar sinnar á upp-
lýsingaöflun í aðdraganda innrás-
arinnar í Írak. Formaður nefndar-
innar greindi frá þessu í gær.
Nefndin rannsakar áreiðan-
leika upplýsinga um vopnaáætl-
anir fyrrum stjórnvalda í Írak.
Upplýsingarnar voru notaðar sem
réttlæting fyrir innrásinni.