Fréttablaðið - 03.11.2003, Qupperneq 18
bílar o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur bí lum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Þegar það stendur til að kaupaný dekk undir bílinn hringja
margir á dekkjaverkstæði og
spyrja um verð. Það fyrsta sem
sölumaðurinn spyr yfirleitt um er
hvaða stærð af dekkjum er undir
bílnum. Margir hafa enga hug-
mynd um það, en auðvelt er að
lesa talnarununa á dekkjunum til
að fá þessar upplýsingar, það er
að segja ef maður hefur einhverja
hugmynd um hvernig hún lítur út.
Talnarunan er oftast eitthvað á
þess leið: P205/70R15 89H. Þessar
upplýsingar duga flestum vel, en
gott er að vita hvað þetta stendur
fyrir. P: Stendur fyrir „passenger
car“, eða bíll til fólksflutninga.
205: Er breidd slitflatar í milli-
metrum. /70: Er hlutfall milli hæð-
ar og breiddar belgsins. R: Þýðir
að dekkin eru þverofin. 15: Hæð
dekks í tommum. 89H: „Highest
speed“, þ.e. mesti hraði í mílum
sem dekkið ræður við.
Þegar fólk skilur og veit hvað
stafirnir og tölurnar á dekkjunum
standa fyrir er auðveldara að
muna þær og vita hvers konar
dekk eru undir bílnum.
Vantar þig góð ráð?
Sendu Jóni Heiðari spurningu
á netfangið bilar@frettabladid.is
Góð ráð
Hversu stór eru dekkin?
Allt sem bíllinn þarf fyrir veturinn
Michelin • Cooper • Loftbóludekk
• Ódýr jeppadekk • Bremsuklossar
• Bremsuviðgerðir
Smur, bón og
dekkjaþjónustan
Sætúni 4, sími 562 6066
Opið virka daga frá kl. 8-18
UMFELGUN OG
BALANSERING
VETRARDEKK
Þvottur og bón • Olís smurstöð
• Rúðuþurrkur • Allar perur
• Rafgeymar
Varahlutir sem
þú getur
treyst á !
sími 577 1313 • kistufell@centrum.is
Pakkningarsett
Ventlar
Vatnsdælur
Tímareimar
Viftureimar
Knastásar
Olíudælur
Legur
Stimplar
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
TANGARHÖFÐA 13
Vélaviðgerðir
Vélavarahlutir
JÓN HEIÐAR
ÓLAFSSON
veitir ráð
um allt sem
viðkemur
bílum.
Hvaða karlmann dreymir ekkium að eignast glænýjan
sportbíl og keyra um göturnar,
montið eitt uppmálað? Hinn silf-
urgrái Porsche Boxster S, tveggja
sæta blæjubíll, ætti að uppfylla
þessa draumóra auðveldlega.
Þetta er fyrst og fremst falleg-
ur gripur. Eins og sportbíla er sið-
ur er hann lágur og standandi fyr-
ir framan hann gætu hávaxnir
menn fyllst efasemdum um það
hvort þeir yfirhöfuð nái að
smeygja sér inn í bílinn. Þær efa-
semdir koðna fljótt niður þeg-
ar sest er inn því bíllinn
er mjög rúmgóður og
þægilegur.
Ti l f inningin
þegar sest er
undir stýri og
ekið af stað er
einstök. Í raun
er þetta ekki
eins og að vera
staddur í bíl
heldur hálfgerðu
tryllitæki. Box-
sterinn er massíft
eintak og þegar ekið
er af stað kemur
krafturinn umsvifa-
laust í ljós. Fljótlega
verður maður líka
var við annan kost
því þegar ekið er
yfir ójöfnur haggast
bíllinn ekki heldur
ekur áfram eins og
ekkert hafi í skorist.
Framleiðendur
Porsche vita hvað
virkar og vilja
greinilega lítið hnika frá hinni
klassísku hönnun bílsins. Snún-
ings- og hraðamælarnir eru til að
mynda algjörlega í gamla tíman-
um sem gefur innréttingunni flott
yfirbragð. Einn galla má þó nefna
sem er sá að ekkert hanska-
hólf er í bílnum. Bætt
verður úr því í 2004
týpunni.
Að sögn Benna í
Bílabúð Benna,
sem er umboðs-
aðili Porsche,
eru þetta
d r a u m a b í l a r
fjölmargra. Ein-
hver myndi ætla
að ríkir bisnessmenn
séu þeir einu sem kaupi
svona farartæki, enda kosta Box-
ster-bílar frá 5,9 milljónum. Að
sögn Benna er raunin þó ekki sú.
Aðallega er þetta fólk sem hefur
dreymt um að eignast Porsche frá
barnæsku og ákveðið að láta
drauminn rætast. „Porsche er með
besta sölumann í heimi, þ.e. bílinn
sjálfan. Þeir sem prófa hann vilja
helst ekki aka neinu öðru,“ segir
Benni.
PORSCHE BOXSTER S:
260 hestöfl
5,7 sek. í 100 km/klst.
Hámarkshraði: 264 km/klst.
17 tommu felgur
6 gírar
Úti að aka
FREYR BJARNASON
Fór á rúntinn á glæsilegum Porsche
Boxster S, árgerð 2003.
Silfurgrár draumur
Ekið í Porsche Boxster S.
MÆLABORÐ
Mælaborð bílsins hefur klassískt útlit.
PORSCHE
Kraftmikill og þægilegur.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FERRARI
Nýr Ferrari var
kynntur í Tókíó í
Japan á dögun-
um. Módelið
heitir Maserati
Quattroporte og
lítur bara af-
skaplega vel út.
AP/M
YN
D