Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 32

Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR edda.is Endurminningabók Elín Pálmadóttir á að baki einstakan feril bæði heima og erlendis en hún hefur um áratuga skeið verið einn kunnasti blaðamaður þjóðarinnar. Í þessari áhugaverðu bók rifjar hún upp eftirminnilega atburði á lifandi og áhrifaríkan hátt. • Kynntist listalífi Parísar á sjötta áratugnum með Gerði Helgadóttur myndhöggvara. • Lenti í svaðilförum í óbyggðum, við fréttaflutning fyrir Morgunblaðið af eldgosum, jöklum og virkjanamálum á hálendinu. • Gisti flóttamannaeyju í Asíu, varð bensínlaus í afskekktum skógi í Afríku og steig fyrst kvenna fæti á íseyju norður í höfum. eins og þær gerast bestar! Kemur í verslanir á morgun Skemmtileg og fræðandiÞ að var maklegt og rétt að dæma grænmetismafíuna í 50 milljón króna sekt fyrir að halda leynifundi í Öskjuhlíðinni og rotta sig þar saman um að okra á neytendum. Það afrek Samkeppnisstofnunar að sanna „ólög- legt verðsamráð“ á grænmetismafí- una var ekkert áhlaupaverk, því að þótt allir „viti“ eitthvað þá er allt annar handleggur að „sanna“ fyrir rétti að svo sé. „Ólöglegt verðsam- ráð“ er nefnilega óáþreifanlegt hug- tak sem erfitt getur verið að hand- sama og leggja fram fyrir rétti út- makað í óvéfengjanlegum fingraför- um eða DNA-lífssýnum sem glæpa- mennirnir hafa skilið eftir sig. NÆSTA MÁL á dagskrá er trúlega olíumafían, og þar næst vonandi tryggingamafían, og svo koll af kolli, uns búið verður að útrýma þeirri teg- und af skipulagðri glæpastarfsemi í viðskiptalífinu sem flokkast undir „ólöglegt verðsamráð“. BYRJUNIN lofar góðu, en viðbrögð grænmetismafíunnar vekja því mið- ur ekki bjartsýni um að þau fyrir- tæki sem dæmd hafa verið fyrir ólöglega starfshætti hafi séð villu síns vegar og ætli í framtíðinni að reyna að feta hinn mjóa veg dyggð- anna. ÞEGAR sektardómur upp á 50 millj- ónir var kveðinn upp yfir grænmet- ismafíunni sagði hún að um stórsigur hefði verið að ræða! Upphaflega hefði ákærandi farið fram á 100 milljón króna sekt, svo að í raun og veru hefði grænmetismafían grætt 50 milljónir á málinu, og gæti því lit- ið á 50 milljón kallinn sem opinbera viðurkenningu á starfsemi sinni og heiðarleika. ÞESSI viðbrögð hjá aðilum sem sluppu með milda refsingu fyrir ljóta og ódrengilega glæpastarfsemi benda til þess að erfitt verði að vinna bug á þeim einbeitta brotavilja sem haft hefur áratugi til að hreiðra um sig á ákveðnum sviðum viðskiptalífsins. Þessi harðsvíraða afstaða bendir til þess að Samkeppnisstofnun nægi ekki í framtíðinni að gægjast í tölvu- póst grunaðra fyrirtækja ellegar fylgjast með forstjórum sem leiðast um Öskjuhlíðina í heilsubótargöngu. Brotaviljinn er greinilega einbeittur og siðleysið fáheyrt, svo að löggjaf- inn verður að útvega Samkeppnis- stofnun þau vopn sem duga til fram- tíðar gegn mafíum þessa lands. Einbeittur brotavilji

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.