Fréttablaðið - 03.11.2003, Side 24

Fréttablaðið - 03.11.2003, Side 24
3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Paul Gascoigne, fyrr- verandi landsliðsmaður Eng- lands í knattspyrnu, telur aðeins tvær vikur í að hann snúi aftur í úrvalsdeildina. Hin 36 ára gamla knatt- spyrnukempa hefur æft með Jó- hannesi Karli Guðjónssyni og fé- lögum síðustu vikur. Hann lék með varaliði Úlfanna í síðustu viku og þótti standa sig vel. Því telur Gazza, eins og hann er gjarnan kallaður, að hann geti snúið aftur á völlinn. „Mig langar að leika í úrvals- deildinni að nýju. Ég veit að ég get það,“ sagði Gazza. „Ég vil og ég ætla.“ Gazza hefur ekki leikið í úr- valsdeildinni síðan hann sagði skilið við Everton fyrir átján mánuðum. Hann hefur, þrátt fyr- ir allt, aðeins tekið þátt í 58 leikj- um í úrvalsdeildinni en hann var um tíma atvinnumaður utan Englands. Gascoigne segist hungraður í að leika aftur gegn eða með gömlum félögum eins og Teddy Sheringham, sem er 37 ára, Paul Ince sem er 36 ára og David Seaman sem er fertugur. Gascoigne, sem skoraði tíu mörk fyrir enska landsliðið, seg- ist þrátt fyrir aldurinn geta sýnt gamalkunna takta. „Ef ég get ekki gert betur en sumir leikmenn úrvalsdeildar- innar get ég alveg eins lagt skóna á hilluna. Sumir leik- mennirnir eru heppnir að fá að leika hér,“ sagði Gascoigne. Landsliðsmaðurinn fyrr- verandi hefur komið víða við á ferli sínum. Hann lék um tíma með Newcastle, Tottenham, Lazio, Glasgow Rangers, Middl- esbrough og Burnley, og reyndi fyrir sér í Kína um tíma.  HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, tók við þjálfun austurríska liðsins Bregenz í sumar eftir tveggja ára vist hjá japanska félaginu Wakunaga. Hann var ekki að leita að liði sem vantaði þjálfara og hafði ekki einu sinni nefnt það við umboðsmanninn þegar tilboð barst frá Bregenz. „Ég átti ár eftir af samningnum í Japan en hafði klásúlu í samningum um að ég gæti farið ef ég vildi,“ segir Dagur, sem leikur einnig með fé- laginu. „Það hefur alltaf blundað í mér að prófa að þjálfa. Margir hafa komið heim og verið spil- andi þjálfarar í tvö til þrjú ár. En ég var ekki spenntur fyrir að koma heim og fara að vinna og bæta spilamennsku og þjálfun ofan á það. Mér fannst ágætt að fá þessa útrás þarna þar sem ég get einbeitt mér að þessu og hef tíma. Einnig eru hugsanlega góð- ir möguleikar á að færa sig til innan þessa svæðis, Sviss og Þýskaland eru skammt undan.“ Dagur telur austurrísku deild- ina svipaða að styrkleika og þá íslensku. Með Bregenz leika tveir erlendir leikmenn auk Dags. „Það er þegjandi sam- komulag innan deildarinnar um að hafa ekki fleiri en þrjá útlend- inga. Austurríkismennirnir í lið- inu eru allir í kringum tvítugt, þar af tveir til þrír af efnilegustu leikmönnum landsins.“ Bregenz vann Wisla Plock, lærisveina Bogdans Kowalczyks, í Evrópukeppni bikarhafa og mætir franska félaginu Creteil í 16 liða úrslitum. „Það var óvænt því Wisla Plock var talið sigur- stranglegra. Við áttum þetta al- veg skilið því við vorum betri að- ilinn í þessari viðureign,“ segir Dagur. „Creteil verður erfitt en ég tel okkur eiga möguleika. Við erum með þannig lið að við virð- umst geta haldið í við stærri lið.“ Dagur stefnir að því að leika með landsliðinu í Evrópukeppn- inni og á Ólympíuleikunum á næsta ári. „Hvað gerist eftir það verður bara að koma í ljós. Af hverju ætti ég að hætta þegar vel gengur? Er kominn tími til að hleypa nýjum mönnum að ef illa gengur? Það er allt of snemmt að pæla í þessu. Ég er enn tiltölu- lega ungur í þessu og ekkert sem segir að ég eigi ekki eftir að spila mína bestu leiki,“ segir Dagur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta.  Ka na rí 3. ja n. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 62.960 kr. Tilbo› í 14 nætur í íbúð á Las Gondolas. Sama verð ef 3 eru í íbúð. Aukagjald fyrir einbýli 10.000 kr. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Komdu me› til Kanarí -á sólríkar og su›rænar strendur og njóttu sólar í skammdeginu. á mann FÓTBOLTI Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur ekki lagt árar í bát varðandi heimsmeist- aramót félagsliða þótt illa hafa gengið að koma því á fót. Sambandið stefnir að því að halda heimsmeistaramót félags- liða í Norður- Ameríku, Mið-Am- eríku eða á eyjum í Karíbahafi árið 2005. Líklegt þykir að Bandaríkjamenn haldi mótið, en sextán lið munu taka þátt. Nefnd á vegum FIFA hefur staðið að skipulagningu mótsins en hún á eftir að fá samþykki framkvæmdastjórnar sambands- ins. Nefndin vonast til að mótið verði haldið annað hvert ár og það fari fram í Asíu árið 2007. Fyrsta heimsmeistaramót fé- lagsliða var haldið í Brasilíu árið 2000. Mótið átti að fara fram á Spáni árið eftir en hætt var við það eftir að ISL, samstarfsaðili FIFA í markaðsmálum, hætti störfum. Mótið hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum stærstu knattspyrnufélögum heims. Þau hafa kvartað undan álagi leik- manna vegna landsleikja og hafa neitað þátttöku.  Heimsmeistaramót félagsliða í bígerð: Leikið annað hvert ár MANCHESTER UNITED Tók þátt í fyrsta heimsmeistaramóti félags- liða með heldur lélegum árangri. Leikmenn Tyrklands og Englands: Sluppu með skrekkinn FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið hefur verið sektað um rúma hálfa milljón króna og það tyrkneska um tæpar tvær milljón- ir króna vegna óláta sem brutust út milli leikmanna í hálfleik í leik Tyrklands og Englands í und- ankeppni Evrópumótsins sem fram fór í Ístanbúl í október. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, kærði samböndin vegna at- viksins en ákvað að refsa ekki ein- staka leikmönnum. Ólæti brutust út meðal leik- manna þjóðanna og þurfti dómar- inn Pierluigi Collina að stilla til friðar. Hann sakar ekki leikmenn um ofbeldi í leikskýrslu sem hann sendi UEFA.  BECKHAM OG ALPAY Neistinn að áflogunum var að Alpay lét Beckham heyra það eftir að sá síðarnefndi klúðraði vítaspyrnu. Dagur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, stýrir Bregenz í austur- rísku deildinni og gengur vel. Hann segir of snemmt að spá í hvað tekur við eftir Evrópukeppnina og Ólympíuleikana á næsta ári. Á kannski bestu leikina eftir DAGUR SIGURÐSSON Dagur Sigurðsson er leikmaður og þjálfari Bregenz í Austurríki. Liðinu hefur gengið vel og er komið í 16 liða úrslita í Evrópukeppni bikarhafa. Úrtökumót í golfi: Íslensku kylfingarnir úr leik GOLF Íslensku kylfingarnir Björg- vin Sigurbergsson, Birgir Leifur Hafþórsson og Sigurpáll Geir Sveinsson komust ekki áfram á þriðja stig úrtökumótsins fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi sem fram fer á næsta ári. Björgvin lék hringinn í gær á pari og samanlagt á 285 höggum eða einu yfir pari vallarins. Sig- urpáll Geir lék á fjórum yfir pari í gær, samtals 288 höggum eða fjórum yfir og Birgir Leifur lék hringinn á þremur yfir pari, sam- tals á 289 höggum. Veðrið lék ekki við keppendur á Perlada-vellinum á Spáni í gær sem gerði þeim erfitt fyrir.  PAUL GASCOIGNE Hefur leikið með mörgum liðum á ferli sínum, þar á meðal Tottenham, Lazio og Glasgow Rangers. Paul Gascoigne: Til í slaginn eftir tvær vikur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.