Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 16
16 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Jarðarfarir
Afmæli
Frönsku leyniþjónustumennirn-ir tveir, sem komu fyrir dóm-
ara á Nýja-Sjálandi grunaðir um
að hafa sökkt Rainbow Warrior,
flaggskipi Grænfriðunga, breyttu
framburði sínum algerlega á þess-
um degi fyrir 18 árum. Ljósmynd-
ari Grænfriðunga, Fernando Per-
eira, lést er skipinu var sökkt í júlí
þetta ár, 1985.
Þeir Alain Mafart og Dominique
Prieur höfðu fram að þessu haldið
því fram að þeir væru saklausir en
þennan dag lýstu þeir sig seka um
íkveikju og manndráp af gáleysi.
Saksóknarinn sagðist strax sam-
þykkur og mæltist til þess að þeir
fengju vægari refsingu.
Næstu daga voru ýmsar sögur
á kreiki um að forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, David Lange,
hefði samið við Frakka um mál
þetta en hann neitaði því. Málið
var annars viðkvæmt fyrir
stjórnvöld beggja landa því skip-
ið sökk um sama leyti og Græn-
friðungar ætluðu að trufla til-
raunir Frakka með kjarnorku-
sprengjur í Kyrrahafi.
Mafart og Prieur voru dæmdir
í 17 ára fangelsi en ári eftir dóm-
inn voru þeir framseldir til
Frakklands og fljótlega eftir það
voru félagarnir frjálsir menn.
HELGI DAVÍÐSSON, NÝDEKKI
Margir trassa að skipta um dekk tímanlega
en það er alltaf betra að drífa í því.
??? Hver?
Eigandi dekkjaverkstæðisins Nýdekk.
??? Hvar?
Skeifunni 5 að skipta um dekk.
??? Hvaðan?
Alinn upp í Reykjavík, ættaður vestan af
fjörðum og bý á Seltjarnarnesi.
??? Hvað?
Það er löglegt að aka á nöglum frá og
með 1. nóvember ef veðurguðirnir
bjóða ekki upp á annað. Það hefur ver-
ið mikið að gera við að skipta úr sumar-
dekkjum yfir í vetrardekk en við skiptum
á 10-12 mínútum.
??? Hvernig?
Sífellt færri biðja um neglda hjólbarða,
flestir vilja heilsársdekk. Dekk hafa lækk-
að um 20-30% milli ára.
??? Hvers vegna?
Ástæðan er mikill áróður gatnamála-
stjóra auk þess sem menn eru alltaf
meira og meira vakandi fyrir því að
menga ekki umhverfið. Umferðarráð
mælir með nöglum af öryggisástæðum
en hér í bænum er engin ástæða að
vera á þrælnegldum dekkjum. Naglarnir
eru hins vegar nauðsynlegir úti á vegum
þar sem svell myndast auðveldlega.
??? Hvenær?
Eftir að fyrsti snjór fellur fyllist allt á
dekkjaverkstæðum. Síðan tekur snjóinn
upp og þá fyllist allt á ný. Þetta stjórnast
alfarið af veðri. Þeir eru fleiri sem draga
þetta von úr viti.
Persónan
Ég ætla að fara til vinar mínsKarls Andersen hjartasér-
fræðings og athuga hvort hann
gefur mér ekki góða afmælis-
gjöf,“ segir Ingi Björn Alberts-
son, sem er 51 árs í dag. „Ég held
að ég noti ekki daginn mikið bet-
ur en að fá uppáskrift að lang-
lífi,“ segir Ingi Björn og hlær.
Eftir heimsóknina til læknis-
ins þar sem Ingi Björn vonast
eftir kvittun fyrir því að allt sé í
lagi með heilsuna fer afmælis-
dagurinn í vinnu en hann rekur
veitingastaðinn Amigos og
skemmtistaðinn Senior-Inn.
Heima reiknar hann ekki með
viðbúnaði í tilefni dagsins en
konan er vön að gefa honum eitt-
hvað lítilsháttar, eins og hann
orðar það.
Fyrir tuttugu og sjö árum
fékk Ingi Björn hins vegar bestu
afmælisgjöf sem hægt er að
hugsa sér en þá fæddist honum
sonur á afmælisdaginn. „Ólafur
Ingi sonur minn fæddist þann
dag og það getur fátt toppað slík-
ar afmælisgjafir,“ segir Ingi
Björn og bætir hlæjandi við að
nú sé annar sonur hans og nafni,
Ingi Björn, að fagna syni með
Paul McCartney í Liverpool.
„Hann er eini sonur minn sem
ekki fór í íþróttirnar, heldur tón-
listina og hann er þar við nám
núna,“ segir hann.
Ingi Björn hefur lítið komið
nálægt fótboltanum að undan-
förnu en einbeitt sér að vinn-
unni. Hann segist þó stundum
fara í golf en þeim stundum fari
einnig fækkandi. „Nú þarf ég að
taka mig á og fara að hugsa um
sjálfan mig og breyta aðeins
mynstrinu,“ segir Ingi og leggur
áherslu á að hann fylgist bæði
með enska boltanum og vita-
skuld hérna heima.
POTTER-AÐDÁENDUR MEÐ HAUSVERK
Hér sjást þau Galen Stump og Ella Schwarzbaum en þau eru bæði 10 ára unnendur
Harry Potter-bókanna frá New York. Barnalæknir þar í bæ, Dr. Howard J. Bennett, hefur
haldið því fram að gífurleg lengd nýjustu bókarinnar geti valdið börnum höfuðverkjum. Þá
aðallega þeim sem lesa stanslaust, án hvíldar.
13.30 Jón Vilmundur Óskarsson, vél-
stjóri, Beykilundi 2, Akureyri, verð-
ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju.
13.30 Ágúst Auðunsson, Hrafnistu,
Reykjavík, áður Víðimel 44, verður
jarðsunginn frá Áskirkju.
15.00 Ólafur Páll Ólafsson verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni.
Þetta gerðist
RAINBOW WARRIOR
Árið 1985 var flaggskipi Grænfriðunga
sökkt á Nýja-Sjálandi. Hér hvílir það á hafs-
botni en einn maður lést er því var sökkt.
Vottorð
fyrir langlífi
Bókið hópa núna!
Laugavegi 48b, sími 552 2882,
www.keramik.is Opið alla virka daga
kl. 11-18, laugardaga 13-17, opið hús
miðvikudagskvöld kl. 20-23.
Hvernig fannst þér
í Keramik fyrir alla?
„Hópurinn okkar kemur einu sinni í
mánuði allan ársins hring, við eigum
frábært kvöld og framfarirnar eru
glæsilegar eins og sjá má heima hjá
okkur“!
Stella 40 ára, ein af stórum hópi.
„Mér fannst frábært og
kem aftur með vinkonu
mína næst“
Kristín 10 ára
„Við fórum í bekkjarferð úr skólanum
og allir voru í sjöunda himni“
-Sigrún úr foreldraráði.
ÓDÝRT
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
T
A
K
T
ÍK
n
r.
4
0
B
Stærð:
D: 100 cm
B: 290 cm
H: 250 cm
Tekur
9 bretti
Brettahillur
kr. 17.480,-
Næsta bil
kr. 13.446,-
1507 Eiginmaður Lísu Gherardini ræður
Leonardo da Vinci í vinnu. Starfið
felst í að mála af henni mynd og
heitir það málverk Móna Lísa.
1903 Panama lýsir yfir sjálfstæði frá
Kólumbíu og Bandaríkjamenn
styðja þá yfirlýsingu.
1921 Leikarinn Charles Bronson fæðist
en hann lést fyrir skömmu.
1928 Tyrkir hætta að nota arabískt letur
og taka upp rómverska leturgerð.
1957 Spútnik II, rússneska geimfarið,
sendir hundinn Laika út í geim.
1986 Vopnasala Bandaríkjamanna til
Írana kemst upp.
1995 Næstum 900 manns látast þegar
fellibylurinn Angela lendir á Fil-
ippseyjum.
INGI BJÖRN ALBERTSSON
Hann ætlar í vinnu beint frá lækninum en viðurkennir að
hann verði að fara að draga úr vinnu því það eigi ekki allt
að snúast um að þræla. Lífið sé um meira en það.
Afmæli
INGI BJÖRN ALBERTSSON
Afmælisbarn dagsins vonast til að fá
vottorð um langlífi hjá hjartalækninum á
afmælisdaginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GRÆNFRIÐUNGAR
Á þessum degi lýstu franskir leyniþjón-
ustumenn sig seka um að hafa sökkt
Rainbow Warrior.
3. nóvember
1985
Rainbow
Warrior-réttarhöldin
HAL HARTLEY
Leikstjórinn og
Íslandsvinurinn
Hal Hartley verð-
ur 44 ára í dag.
Síðasta mynd
hans, Monster
eða No Such
Thing, gerðist að
stórum hluta á
Íslandi.