Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 26
26 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
31 1 2 3 4 5 6
NÓVEMBER
Mánudagur
Hann Kalli kom til mín semnemandi á barnanámskeið í
Myndlistarskólann á Akureyri
þegar hann var mjög ungur,“ seg-
ir Rósa Kristín Júlíusdóttir.
„Hann hætti reyndar fljótlega en
kom aftur síðar og var þá nem-
andi minn í Myndlistarskólanum í
nokkur ár. Eftir að ég hætti að
kenna þar hefur hann haldið
áfram að koma til mín á vinnu-
stofuna mína og við höfum unnið
mikið saman þar.“
Kalli er Karl Guðmundsson,
sextán ára listamaður sem opnaði
sýningu á Kjarvalsstöðum á
fimmtudaginn var ásamt Rósu
Kristínu. Sýning þeirra er liður í
listahátíðinni List án landamæra,
sem staðið hefur yfir allt þetta ár
í tilefni af Evrópuári fatlaðra.
„Við lítum á þetta sem nám og
leik í senn. Hann er í myndlistar-
námi og um leið erum við að gera
verk saman.“
Karl er alvarlega mál- og
hreyfihamlaður, en er með af-
skaplega góða greind.
„Viðfangsefni Kalla eru fyrst
og fremst línur, því hann hefur
mjög takmarkaða getu og getur
ekki gert raunsæjar myndir.
Hann gefur verkum sínum nöfn
eins og til dæmis „Blá lína í
grasi“. En það er ekki þar með
sagt að línurnar hans geti ekki
verið margslungnar. Hann hefur
mikið næmi fyrir línum og litum,
formum og myndbyggingu,“ segir
Rósa.
„Samspil okkar felst oftar en
ekki í því að hann ákveður hvað
hann vill gera, svo hjálpa ég hon-
um með að færa hendina hans
þangað sem hann vill byrja á
myndfletinum.“
Rósa segir samskipti þeirra
fara eftir óhefðbundnum leiðum.
Hann notar Bliss-kerfið mikið til
að tjá sig, en er mikill snillingur í
að nota augun.
„Þessi samvinna er að ég held
mjög gefandi fyrir okkur bæði, og
ekki síður fyrir mig því maður
lærir svo mikla þolinmæði af að
vinna með einstaklingi sem mað-
ur getur ekki talað hratt við og
fengið svör um leið. Það þarf öðru
vísi samskipti sem eru mjög lær-
dómsrík.“
Þau flytja fyrirlestur um list
sína á Kjarvalsstöðum í dag
klukkan 14.
MYNDLIST
Lærdómsrík samskipti
tveggja listamanna
Jólahlaðborð
á Hótel Geysi
5. desember:
Regína Ósk, söngkona mætir ásamt undirleik-
ara og syngur falleg lög, m.a. „Don’t try to fool
me“
6. desember:
Grétar Guðmundsson mætir á svæðið og spilar
undir borðhaldi ásamt balli síðar um kvöldið.
12. desember:
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson
munu syngja saman sín fallegustu lög í tilefni
jólanna.
13. desember:
Hljómsveitin Karma ætlar að eiga með okkur
góða kvöldstund. Eftir ljúfa tóna og borðhald
tökum við fram dansskóna og dönsum fram á
rauða nótt.
14. desember:
Fjölskylduhlaðborð. Eftir að fjölskyldan hefur
farið saman í Haukadalsskóg og valið sér jóla-
tré, þá kemur hún á Hótel Geysi og borðar sam-
an í friði og ró. Jólasveinninn hefur boðað komu
sína og mun hann gleðja börn og foreldra.
Jólahlaðborð kr. 4.900 fyrir manninn.
Jólahlaðborð og gisting,
kr. 8.900 fyrir manninn.
Borðapantanir í síma 486 8915
Geysir Center, Haukadal,
801 Bláskógabyggð,
s. 486 8915, fax 486 8715,
e-mail: geysir@geysircenter.is,
www.geysircenter.is
KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin, Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin, Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Sambíóin, Keflavík, s. 421 1170
Sambíóin, Akureyri, s. 461 4666
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
FYRIRLESTRAR
12.30 Kristinn E. Hrafnsson
myndlistarmaður flytur í LHÍ í Laugar-
nesi, stofu 024, hugleiðingu sína um
listaverkið Áfanga eftir Richard Serra á
Vesturey Viðeyjar.
20.00 Séra Vigfús Þór Árnason
flytur erindi í Grafarvogskirkju um sorg
og sorgarviðbrögð vegna andláts.
12.00 John Kay hagfræðingur og
háskólakennari heldur opinn fyrirlestur í
Norræna húsinu um einkarekstur í
heilbrigðis- og menntamálum.
16.00 Vestur-íslenska djasssöng-
konan og rithöfundurinn Martha
Brooks verður með fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu um ritstörf sín.
SAMKOMUR
Í tengslum við listahátíðina List án
landamæra verður opið hús í Ásgarði,
Bjarkarási og hæfingarstöðinni í Keflavík.
Vinnustofurnar verða opnar daglega til
5. nóvember.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
MARTHA BROOKS
Martha Brooks er íslensk-kanadískur rithöfundur og tónlistarkona. Hún er komin hingað
til lands bæði til þess að syngja djass á Jazzhátíð Reykjavíkur, lesa upp úr bókum sínum
og kanna slóðir forfeðra sinna á Norðurlandi. Í dag flytur hún fyrirlestur í stofu 304 í Árna-
garði þar sem hún ræðir um ritstörf sín og uppvaxtarár á berklahæli í Manitóba, þar sem
foreldrar hennar störfuðu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist „Spaces
Between the Words: A Writing Life“.
Hingað til hef ég látið það veraað fjalla um safnplötur eða
kvikmyndatónlist en ég sá mig til-
neyddan til þess að skrifa um
þessa, tónlistina úr Kill Bill, þar
sem hún spilar svo stórt hlutverk
í myndinni.
Vinur minn sagði mér að Quent-
in Tarantino skrifi ekki senur fyrr
en hann sé búinn að ákveða hvaða
tónlist verði leikin á bak við. Eftir
að hafa séð nýjustu myndina get
ég alveg trúað þessu, t.d. er eftir-
minnileg senan þegar persóna
Daryl Hannah flautar lagið Twi-
sted Nerve á spítalaganginum þeg-
ar hún er á leiðinni inn í herbergi
Brúðarinnar (Umu Thurman) þar
sem hún liggur meðvitundarlaus.
Þar tekur lagið sjálft svo við á afar
smekklegan hátt.
Sjálfur velur, og grefur, Tar-
antino upp tónlistina sem hann
notar í myndir sínar og á mikið
hrós skilið. Hvernig hann fær þá
hugmynd að nota panflautuleikar-
ann Zamfir, Isaac Hayes og
Nancy Sinatra í sömu mynd má
Guð vita. Það er enn meira undr-
unarefni hvernig hann grefur upp
þær útgáfur laga á borð við „Ple-
ase Don’t Let Me Be Misunder-
stood“ sem hann notar í mynd-
inni, það er mér hulin ráðgáta. Sú
tónlistarrannsóknarvinna sem
Tarantino leggur á sig krefst mik-
illar vinnu, og krefst virðingar
enda lifna myndir hans hreinlega
við vegna tónlistarvalsins.
Tarantino tekst, eins og í fyrri
skiptin, að hafa áhrif á tísku-
strauma tónlistar enn einu sinni
með vel valinni tónlist í mynd
sína. Hlakka til að heyra seinni
hlutann.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
KILL BILL VOL. 1
Úr kvikmynd
Sprelllifandi Bill
SAMVINNA VIÐ LISTSKÖPUN
Karl Guðmundsson og Rósa Kristín Júlí-
usdóttir sýna verk sín á Kjarvalsstöðum.
Robbie Williamshefur ákveðið að
halda tónleika í
Abbey Road-hljóð-
verinu fræga í
London. Þar tóku
Bítlarnir upp flest-
allar plötur sínar.
Aðeins 300 manns
komast á tónleik-
anna og verða þeir
að vinna miðanna í
beinni á BBC Radio
2. Þetta verða síð-
ustu tónleikar
Robbie á þessu ári.
Breska rokksveitinThe Stranglers hef-
ur gert nýjan plötu-
samning við EMI. Sveit-
in ætlar að gefa út nýja
breiðskífu hjá fyrirtæk-
inu en það hefur hún
ekki gert síðan 1981
þegar hún yfirgaf útgáf-
una fyrir aðra. Nýja
platan mun bera heitið
Norfolk Coast og kemur
út snemma á næsta ári.
Fyrsta smáskífa plöt-
unnar, Good Thing Com-
ing, kemur út í janúar.
Fréttiraf fólki