Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 19
Draumabíll Eddu Bjargar Eyj-ólfsdóttur leikkonu er rúm- góður jeppi sem getur flutt hana yfir fjöll og firnindi og farið með hana um ótroðnar slóðir. Nefnir hún sem dæmi stóran hvítan Benz-jeppa sem hún sá úti á götu um daginn og heillaðist af. „Mig langar að geta ferðast um landið. Ég vil geta keyrt yfir ár og farið og skoðað náttúruperlur landsins,“ segir Edda Björg. Hún segist vera til í að fara á jeppan- um upp á jökul eða hálendið og fara þar í góðan göngutúr. Edda ekur um á ljósgráum Renault Scénic og segir hann vera skref í rétta átt. „Ég væri líka til í að eiga nokkra bíla fyrir hvert tækifæri,“ segir Edda og hlær. „Til dæmis gamlan sportbíl fyrir sunnudagsbíltúrinn, svona Bonnie and Clyde bíl.“  19MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003 PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA LAUSNIN ER LJÓS Bifreiðar og Landbúnaðarvélar er endursöluaðili PIAA TILBOÐSDAGAR Í Hjólbarðahöllinni hf Fellsmúla 24 - Sími 530-5700 GROUND HAWG FULLT VERÐ TILBOÐ. 38/15.50 R 15 GROUND HAWG 42,880, 35,700,- MÍKRÓSKORIN 45,965 38,000,- NEGLD 49,075,- 40,500,- NEGLDUR OG MÍKRÓSKORIN MIÐJA 52,160,- 42,500,- STÁLFELGUR 12“ TOMMU BREIÐAR 15,600,- 13,260,- STÁLFELGUR 14“ TOMMU BREIÐAR 16,900,- 14,365,- 38“ GANGUR Á 12“ FELGUM TILBÚINN 245,180,- 205,400,- 38“ GANGUR Á 14“ FELGUM TILBÚINN 250,380,- 210,000,- 38/15,50 R 16,5 10PR. GROUND HAWG 45,190,- 38,410,- Sendum um land allt Euro og Visa raðgreiðslur TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST EÐA TIL 10 NÓVEMBER 15“ ÁLFELGUR PCW EMR 82 TILBOÐ FRÁ KR. 40,000,- GANGURINN -KOMINN UNDIR PASSAR Á FLESTAR GERÐIR BÍLA. TAKMARKAÐ MAGN. Bandarísk stjórnvöld vilja aðframkvæmdar verði nákvæm- ari prófanir en áður á veltibúnaði bíla til að ganga úr skugga um að bílarnir verði öruggari í umferð- inni. Ekki verður lengur eingöngu farið eftir stærðfræðiformúlum til að ákveða hversu líklegir bíl- arnir eru til að velta heldur verða bílarnir látnir aka eftir tilrauna- braut þar sem komist verður að nákvæmari niðurstöðu. Eftir að tilraunaakstrinum lýkur fá bílarn- ir stjörnugjöf með aðstoð stærð- fræðinnar. Fyrir þremur árum samþykkti Bandaríkjaþing lög þar sem bif- reiðasamband landsins var skyld- að til að þróa nákvæmari velti- prófanir en áður höfðu tíðkast. Lögin voru samþykkt eftir að tæp- lega 300 manns dóu í slysum sem rakin voru til gallaðra Firestone- dekkja. Bandarískur almenningur get- ur séð útkomuna úr veltiprófun- um á Netinu í janúar. Fimm stjörnur þýða að veltibúnaður bílsins sé framúrskarandi með innan við 10% líkur á því að bíll- inn velti. Af þeim tæplega 33.000 manns sem fórust í umferðarslysum í Bandaríkjunum í fyrra fórust 10.666 manns eftir bílveltur. Það voru 5% fleiri dauðsföll heldur en árið á undan. Ein ástæðan er talin sú að sífellt fleiri Bandaríkja- menn kaupa sér pall- og sportbíla. Þeir bílar eru taldir mun líklegri en aðrir til að velta. Vill bifreiða- samband landsins sporna við þessari þróun, m.a. með aukinni fræðslu um veltibúnað bíla.  FALLEGUR LEXUS Þessi fallega Lexus-bifreið var til sýnis á bílasýningu í Tókíó nýverið. Eins og sjá má er yfirbragð bílsins bæði framúrstefnulegt og glæsilegt. Sólarströnd á Flórída: Ekið yfir konu Kona sem lá í sólbaði í mestumakindum á strönd í Flórída slasaðist alvarlega þegar sportbíll bakkaði yfir hana. Svo virðist sem ökumaður bílsins, sem var 30 ára gömul kona, hafi ekki séð hina 52 ára gömlu Glenda Willits flat- maga á ströndinni. Willits meidd- ist illa á mjöðm og öxl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bíll keyrir yfir sólbaðsdýrkendur á Flórída. Í febrúar ók lögreglu- maður yfir tvær franskar systur á suðurströnd Miami. Önnur lést en hin slasaðist alvarlega.  BÍLVELTA 10.666 fórust eftir bílveltur í Bandaríkjun- um árið 2001. Bandarísk stjórnvöld: Veltibúnaður undir smásjánni AP /M YN D Vinnuvélanámskeið Kvöldnámskeið. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737 Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR Langar í stóran og rúmgóðan jeppa. Draumabíllinn: Á jeppa um ótroðnar slóðir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.