Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003 27
Leikarinn Colin Firth misstiröddina við tökur á fram-
haldsmynd
Bridget
Jones á
dögunum
eftir senu
þar sem
persóna
hans og
persóna
Hugh Grant
slást í tjörn.
Við það kvefaðist hann svo heift-
arlega að hann gat ekki talað.
Litlu munaði að söngvaribresku rokksveitarinnar El-
bow drukknaði við tökur á nýju
myndbandi. Í því sést hann synda
um í stöðuvatni og segist hann
hafa lamast í kuldanum. Tökulið-
ið, sem var í báti skammt frá, átt-
aði sig ekki á neinu og hélt áfram
að skjóta þegar hann barðist fyr-
ir lífi sínu. Þeir áttuðu sig á stöð-
unni stuttu seinna og komu hon-
um til bjargar. Tökurnar voru
auðvitað notaðar í myndbandinu.
Poppsöngkonan ChristinaAguilera segist hafa orðið
svekkt þegar hún var ekki á með-
al þeirra kvenna sem blaðið
People Magazine valdi þær verst
klæddu á síðasta ári. Hún segir
klæðaburð sinn vera vissa yfir-
lýsingu og viðurkennir að hafa
gaman af því þegar fólk setur út
á fatasmekk hennar í fjölmiðlum.
„Hver getur ekki klætt sig í fínan
kjól og litið frambærilega út og
öruggur? Það er bara leiðinlegt,“
sagði hún í viðtali við Teen Mag-
azine.
Leikkonan mjóaCalista Flockhart
hefur ákveðið að
reyna fyrir sér á
sviði í London. Ally
McBeal-stjarnan
mun fara með
aðalhlutverk-
ið í leikrit-
inu Anna
Christie,
sem fjallar
um vænd-
iskonu sem
reynir að
bæta bág lífskjör
sín og snúa við
blaðinu.
Fréttiraf fólki