Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 23
MÁNUDAGUR 3. október 2003
Fram til 24. nóvember vinna Og Vodafone og Ericsson að
uppbyggingu GSM kerfis Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu.
Við biðjumst velvirðingar á truflunum sem farsímanotendur
okkar kunna að verða fyrir á meðan vinna stendur yfir.
www.ogvodafone.is
Við eflum GSM þjónustu okkar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
25
90
10
/2
00
3
23
LEIKIR
19.15 KR fær Njarðvík í heimsókn
í Hópbílabikarkeppni karla í DHL-höll-
inni.
20.00 Haukar taka á móti KR í
Hópbílabikarkeppni kvenna að Ásvöll-
um.
21.00 ÍR og Grindavík eigast við í
Seljaskóla í Hópbílabikarkeppni kvenna.
SJÓNVARP
15.05 Mörk helgarinnar í enska
boltanum sýnd á Stöð 2.
17.50 Mörk helgarinnar úr enska
boltanum eru sýnd á Sýn.
18.50 Mörk helgarinnar úr
spænska boltanum eru sýnd á Sýn.
19.50 Bein útsending frá leik
Birmingham City og Charlton Athletic.
22.00 Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis í Olíssporti
á Sýn.
22.30 Ensku mörkin eru sýnd á
Sýn.
23.30 Valdir kaflar úr þýska bolt-
anum sýndir á RÚV.
0.20 Leikur Birmingham og
Charlton í ensku úrvalsdeildinni endur-
sýndur á Sýn.
Þjálfaramál:
Geolgau
tekur við
Fram
FÓTBOLTI Rúmeninn Ion Geolgau
var í gær ráðinn þjálfari Fram,
Fótboltafélags Reykjavíkur.
Geolgau er 42 ára og lék á sínum
tíma 24 landsleiki fyrir Rúmen-
íu. Hann hóf ferilinn sem þjálf-
ari hjá Construct Craiova í
heimalandi sínu en tók við HB í
Færeyjum árið 1998. Á síðasta
tímabili stýrði hann B36 í Fær-
eyjum.
Geolgau, sem var ráðinn til
þriggja ára, tekur við starfinu af
Steinari Guðgeirssyni en undir
hans stjórn bjargaði Fram sér
frá falli úr efstu deild, fimmta
árið í röð.
MARAÞONHLAUP Bresku ævintýra-
mennirnir Sir Ranulph Fiennes
og Michael Stroud hugðust í nótt
klára ætlunarverk sitt og hlaupa
sjöunda og síðasta maraþon-
hlaupið í sjö löndum á sjö dögum.
Félagarnir hófu hlaupið í Chile
en hafa síðan hlaupið á
Falklandseyjum, í Ástralíu,
Singapúr, London og á laugardag
hlupu þeir hjá pýramídunum í
Egyptalandi. Hlaupið er til
styrktar bresku hjartasamtökun-
um.
Fiennes sagði fyrir hlaupið í
nótt að erfiðasti leggurinn hefði
verið í Singapúr. Hann lýsti
hlaupinu sem „helvíti á jörðu“
enda fór hitinn þar upp í 32 gráð-
ur á celsíus.
Fiennes, sem er 59 ára, hefur
farið í tvær hjartaaðgerðir í kjöl-
far þess að hann fékk slag.
Heimsmetabók Guinness hefur
lýst honum sem mesta núlifandi
landkönnuðinum en hann hefur
farið fyrir þrjátíu leiðöngrum.
Þar á meðal fóru þeir félagar ein-
ir og án utan að komandi hjálpar
um tvö þúsund kílómetra leið
yfir suður heimskautið.
Leikmenn Real Madrid:
Semja á ný
FÓTBOLTI Spænsku landsliðsmenn-
irnir Raúl Gonzalez, Michael Sal-
gado og Jose Maria Gutierrez,
„Guti“, hafa allir samþykkt nýjan
samning við spænska stórveldið
Real Madrid.
Í yfirlýsingu sem birt var á vef
Real segir Jorge Valdano, fram-
kvæmdastjóri liðsins, að samn-
ingarnir sýni „þrá leikmannanna
til að enda ferilinn í Madrid“.
Leikmennirnir undirrita líklega
samningana á næstu vikum og þar
með þykir ljóst að þeir eru ekki á
förum til Chelsea líkt og haldið
hefur verið fram síðustu daga.
Síðustu daga hefur því verið
haldið fram að Salgado myndi
fara til annars félags en núver-
andi samningur hans við Real
rennur út í júní á næsta ári.
Enska knattspyrnu-
sambandið:
Ferguson
undir smásjá
FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam-
bandið, FA, hyggst rannsaka um-
mæli Alex Fergusons um að
Arsenal hafi
gert samkomu-
lag við knatt-
spyrnusamband-
ið vegna ólát-
anna á Old Traf-
ford fyrir
skömmu.
Fyrr í vik-
unni var Arsenal
sem og fimm leikmönnum
félagsins gert að greiða sekt vegna
slagsmála í leik Manchester
United og Arsenal sem fram fór í
september. Ferguson segir að
Arsenal og FA hafi verið búin að
komast að samkomulagi áður en
dómurinn var kveðinn upp.
Talsmenn FA segja ekkert til í
ummælum Fergusons og svo gæti
farið að hann yrði kærður fyrir
þau og sektaður.
ION GEOLGAU
Rúmeninn tekur við liði Fram og stýrir því
til næstu þriggja ára.
Sjö hlaup á sjö dögum:
Heimsmet í maraþonhlaupi
Í EGYPTALANDI
Sir Ranulph Fiennes og Michael
Stroud hlupu á laugardag framhjá
pýramídunum í Egyptalandi. Um 30
manns hlupu með þeim.
hvað?hvar?hvenær?
31 1 2 3 4 5 6
NÓVEMBER
Mánudagur
FÓTBOLTI Danny Murphy tryggði
Liverpool þrjú stig gegn Fulham í
gær þegar hann skoraði örugg-
lega úr vítaspyrnu þegar skammt
var til leiksloka. Liverpool vann
leikinn 2-1 og kom þar með í veg
fyrir að Chris Coleman og læri-
sveinar næðu fjórða sæti ensku
úrvalsdeildarinnar.
Emile Heskey skoraði sitt
þriðja mark í tveimur leikjum
þegar hann kom Liverpool yfir en
Louis Saha jafnaði skömmu áður
en flautað var til hálfleiks. Það
virtist stefna í jafntefli þar til
Gerard Houllier setti táninginn
Florent Sinama-Pongolle inn á.
Frakkinn ungi var felldur inni í
teig á 88. mínútu og víti dæmt.
Murphy skoraði síðan örugglega
úr vítinu. Í næstu sókn var Luis
Boa Morte, leikmaður Fulham,
rekinn af velli eftir glannalega
tæklingu.
Í síðustu viku kom Fulham á
óvart þegar liðið lagði meistara
Manchester United að velli á Old
Trafford. Leikmenn virtust þó
eitthvað taugaveiklaðir til að
byrja með og áttu fá svör við
hreyfanlegum leikmönnum Liver-
pool, þeim Vladimir Smicer,
Harry Kewell, Michael Owen,
Emile Heskey og fyrirliðanum
Steven Gerrard. Fulham átti þó
sín færi og fór Louis Saha þar
fremstur í flokki. Hann skoraði
sem fyrr segir eitt mark, hans
sjötta á tímabilinu, og hefði getað
bætt við fleirum en Jerzy Dudek
sá við honum.
Liverpool komst þar með í sjö-
unda sæti deildarinnar með
sautján stig, stigi á eftir Fulham.
Leiceister vann annan leik sinn
á tímabilinu í gær þegar liðið
lagði Blackburn að velli, 2-0, á
heimavelli. Marcus Bent og Steve
Howey skoruðu mörk heima-
manna.
Leicester komst þar með í átta
stig og skaust upp fyrir Black-
burn. Leeds færist hins vegar nið-
ur töfluna og situr nú í botnsæt-
inu.
Hermann Hreiðarsson og fé-
lagar í Charlton mæta Birming-
ham á útivelli í kvöld.
Heskey skoraði
aftur í sigurleik
Liverpool er komið á flug í ensku deildinni. Lagði Fulham í gær.
Emile Heskey skoraði fyrra mark Liverpool. Leicester lyfti sér af
botninum með 2-0 sigri á Blackburn.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS:
Liverpool - Fulham 2-1
Emile Heskey, Danny Murphy - Louis
Saha
Leicester - Blackburn 2-0
Marcus Bent, Steve Howey
FÖGNUÐUR
Leikmenn Liverpool fögnuðu Danny Murphy ógurlega eftir að hann tryggði sigur gegn
Fulham úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok.