Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 6

Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 6
6 3. nóvember 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hver er formaður SjómannafélagsReykjavíkur, sem gagnrýnir fjármála- ráðherra fyrir að vilja afnema sjómanna- afsláttinn? 2Hvað hét faðir Arnalds Indriðasonarspennusagnahöfundar, sem einnig var margrómaður rithöfundur? 3Ríkharður Daðason skoraði tvö mörkfyrir lið sitt í norsku 1. deildinni um helgina og tryggði því sæti í efstu deild. Hvert er liðið? Svörin eru á bls. 30 Kúariða kostaði heimsbyggðina 8.200 milljarða: Á við þrjátíuföld útgjöld ríkissjóðs LANDBÚNAÐUR Kúariðufaraldurinn hefur kostað samfélagið um 8.200 milljarða króna í töpuðum tekjum og kostnaði sem hefur hlotist af viðbrögðum við faraldrinum. Þetta kemur fram í skýrslu sam- taka evrópskra framleiðenda landbúnaðarafurða þar sem mat er lagt á umfang kúariðufarald- ursins. Kostnaðurinn samsvarar um tí- unda hluta heildarframleiðslu nautakjöts í Evrópu ár hvert. Sé hann settur í annað samhengi nemur kostnaðurinn af kúariðu frá 1986 til þessa dags þriðjungi af stuðningi aðildarríkja Efna- hags- og framfarastofnunarinnar við bændur í öllum greinum land- búnaðar árið 2001 eða rúmum þrjátíuföldum útgjöldum ríkis- sjóðs samkvæmt fjárlögum þessa árs. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að kúariðufar- aldurinn sé að fjara út og að næg vitneskja sé fyrir hendi til að koma í veg fyrir að slíkur farald- ur brjótist út í framtíðinni. Til þessa dags hafa 136 manneskjur greinst með þá tegund kúariðu sem verður vart í mönnum.  Fjöldi þátttakenda framar væntingum INNLENT Mun meiri aðsókn var að reiðnámskeiði fyrir fatlaða sem haldið var í Reiðhöllinni Svaða- stöðum en við var búist. Nám- skeiðið var haldið af Íþróttasam- bandi fatlaðra í samvinnu við Hestamiðstöð Íslands. „Það var miðað við að 24 ein- staklingar myndu mæta í verkleg- ar æfingar en þegar það voru komin á bilinu 30 til 40 manns þurftum við að loka,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hjá Íþróttasambandi fatlaðra, sem var stödd á Sauðárkróki til að fylgjast með gangi mála. „Það er greinilega mjög mikil þörf á þessu. Þetta er fólk úr öllum átt- um með mismunandi bakgrunn.“ Anna segir Íþróttasambandið hafa leitað til Hestamiðstöðvar- innar fyrir tveimur árum síðan eftir að hafa fundið fyrir miklum áhuga frá fötluðum sem hvergi gátu leitað sér leiða til þess að læra tökin á hestbaki. Sambandið mætti miklum skilningi frá Hestamiðstöðinni og um helgina voru fluttir inn tveir enskir leið- beinendur frá Daimons Center í Surrey í Bretlandi, sem hafa reynslu í því að kenna fötluðum. Verkleg námskeið voru haldin á laugardag en í gær fór fram málþing þar sem skólastjóri Dal- brautarskóla var með erindi auk fleiri aðila. Anna segir námskeiðið hafa tekist vel og að íslenski hesturinn nýtist fötluðum vel. „Hér er mikið talað um það sem verið er að rannsaka erlendis, að nota megi reiðþjálfun sem hluta af sjúkra- þjálfun. Það er til dæmis orðið vinsælt í Danmörku. Íslenski hesturinn er alveg kjörinn í það verkefni, vegna smæðar sinnar, geðslags og hreyfingarmýktar,“ segir Anna að lokum og vonast til þess að námskeiðið verði til þess að fatlaðir eigi greiðari aðgang upp á hestbak í framtíðinni. biggi@frettabladid.is Verkfall póstmanna: Viðræður hafnar LUNDÚNIR, AP Breska póstþjónustan, Royal Mail, hefur tekið upp samn- ingaviðræður að nýju við fulltrúa stéttarfélags starfsmanna í von um að hægt verði að binda enda á óformlegt verkfall sem lamað hef- ur póstþjónustuna í Bretlandi. Báðir aðilar eru bjartsýnir á að við- ræðurnar muni skila árangri. Á undanförn- um tveimur vik- um hafa að minnsta kosti 20.000 starfsmenn lagt niður vinnu til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun. Verkfallið hefur komið harð- ast niður á póstþjónustunni í Lundúnum. Royal Mail hefur orð- ið að negla aftur hátt í 15.000 póst- kassa í höfuðborginni og gríðar- legt magn póstsendinga hefur hrúgast upp á pósthúsum.  ÍSLENSKUR KÁLFUR Kúariðan barst til margra Evrópulanda en ekki til Íslands. Milli 30 og 40 manns nýttu sér tækifærið þegar Íþróttasamband fatlaðra og Hestamiðstöð Íslands buðu upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða um helgina. Hugmyndir eru uppi um að nota reiðþjálfun sem hluta sjúkraþjálfunar hjá fötluðum. LEIÐBEINENDURNIR Judy Lord og Anthea Pell komu frá Bretlandi til að leiðbeina fötluðum í reiðmennsku. LEIÐBEINT Í REIÐMENNSKU Mun fleiri tóku þátt í reiðnámskeiði fyrir fatlaða en búist hafði verið við fyrir fram. M YN D IR /I N G IM AR I N G IM AR SS O N Fyrrum framkvæmdastjóri: Sýknaður af ákæru DÓMSMÁL Gísi Marteinsson, fyrr- um framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs Austurlands, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af skaðabótakröfu sem lífeyrissjóð- urinn höfðaði á hendur honum vegna meintrar heimildarlausrar lánveitingar. Lífeyrissjóðurinn gerði kröfu um að framkvæmdastjóranum fyrr- verandi yrði gert að greiða skaða- bætur upp á meira en fimmtíu milljónir króna vegna lánveiting- arinnar. Eftir starfslok Gísla hjá Líf- eyrissjóði Austurlands komu fram ásakanir á hendur honum fyrir fjárfestingar í óskráðum fé- lögum og einnig lánveitingu sem stjórn sjóðsins sagði Gísla hafa veitt í heimildarleysi.  Norðurlönd: Átak gegn sýkingum HEILBRIGÐISMÁL Norrænir sýkla- fræðingar og smitsjúkdómalækn- ar telja nauðsynlegt að ráðist verði í samnorrænt átak vegna þess vanda sem stafar af ört vaxandi fjölda sýkinga af völdum fjöló- næmra staphylokokka. Þetta kom fram á 20. ársþingi þeirra í Óðins- véum. Lögð var áhersla á að þörf væri á stuðningi heilbrigðisyfir- valda og stjórnmálamanna. Fram kom að sýkingum af þess- um völdum hefur farið ört fjölg- andi á evrópskum sjúkrahúsum en nú þurfi einnig að hafa áhyggjur af því að sýkinga verði vart í auknum mæli úti í samfélaginu.  MORGUNBLAÐIÐ Moggamenn efndu til veislu í gær í tilefni 90 ára afmælis blaðsins. 90 ára afmæli: Blásið til veislu FJÖLMIÐLAR Morgunblaðið fagnaði í gær 90 árum frá því að blaðið kom fyrst út, 2. nóvember 1913. Í tilefni dagsins gaf blaðið út 32 síðna af- mælisrit þar sem lesendur fengu tækifæri á að skyggnast inn í Morgunblaðshúsið og kynnast starfseminni þar og starfsfólki. Einnig var blásið til veislu. „Við byrjuðum á því að bjóða starfsfólki, börnum og barnabörn- um á sýningu á Línu Langsokki í Borgarleikhúsinu,“ sagði Hallgrím- ur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufyrirtækis blaðs- ins. „Svo vorum við með kaffiboð bæði fyrir starfsmenn og þá sem eru hættir vegna aldurs.“ Hallgrímur segir blaðið hafa tekið miklum breytingum á af- mælisárinu, ekki síst útgáfu á mánudögum. Einnig hafa verið gerðar breytingar á útsíðum auk þess sem nýtt blað, Fólk, fylgir nú með á föstudögum. „Það sem við ætlum að gera næst er að breyta sunnudagsútgáf- unni. Það verður tímarit sem mun fylgja aðalblaði Morgunblaðsins á sunnudögum. Þetta er á teikni- borðinu ennþá og ekki alveg búið að ákveða á hvaða degi fyrsta blað- ið kemur út. Það verður þó líklega núna í nóvember,“ segir Hallgrím- ur að lokum og vill ekkert gefa upp um efnistök blaðsins.  LOKAÐUR PÓSTKASSI Hátt í 15.000 póstkassar hafa verið negldir aftur í Lundúnum og nágrenni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.