Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 29
!"
#
$%%
%%&&
!""
#$%& '####(( ))) *
$+*,$%-./0123/.%45
$56-57/!$+%-5/8%
!""*95"5*9!:%
29MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003
Garry „hinn teygði“ Turner fráManchester í Bretlandi mis-
tókst að bæta heimsmet sitt í því
að festa þvottaklemmur á andlit
sitt. Hann komst á síður bókarinn-
ar í fyrra þegar hann náði að festa
153 þvottaklemmur á andlit sitt og
hafði vonast til þess að vera líka
með í næstu útgáfu. Honum til
mikillar óánægju tókst honum að
þessu sinni aðeins að festa 150
klemmur og verður því ekki á síð-
um bókarinnar í þetta skiptið.
Heimsmetabók Guinees er gef-
in út árlega og aðsóknin í hana er
orðin svo gífurleg að nú eru að-
eins prentuð ný heimsmet. Í
hverju upplagi er sagt frá um
1.000 heimsmetum og er hún
prentuð á 23 tungumálum.
Því miður er nú orðið of seint
að reyna að fá heimsmet sam-
þykkt í næsta upplag bókarinnar.
En ekki gefast upp! Nú er bara að
láta sér detta eitthvað sniðugt í
hug, undirbúa það í ár og sækja
um í bókina sem kemur út 2005.
Þvottaklemmu-
manninum mistekst Góðir
hálsar !!!
Pantið tíma í síma 511-1551
Hársnyrting Villa Þórs er komin á Krókháls 1
SJÓNVARP Útvarps- og sjónvarps-
maðurinn Heiðar Austmann
stjórnar Idol Extra á Popptíví, ít-
arlegum og skemmtilegum sjón-
varpsþætti sem kafar dýpra í
stjörnuleitina. „Það er ótrúleg
dramatík í þættinum í kvöld. Einn
keppandinn sem keppti síðastlið-
inn föstudag missti röddina rétt
fyrir keppnina og þurfti að fara
upp á spítala og þurfti að gera
ýmsar ráðstafanir til að reyna að
ná röddinni aftur til að geta verið
í sínu besta formi í keppninni. Svo
varð einn keppandinn mjög fúll út
í Bubba og í þættinum í kvöld
sjáum við Bubba svara fyrir sig.
Þátturinn er sýndur kortér í tíu á
Popptíví.
HEIÐAR AUSTMANN
Segir mikla dramatík í
Idol Extra í kvöld.
Bubbi svarar fyrir sig
Fyrir rúmu ári síðan var hljóm-sveitinni Graveslime spáð
töluverðri velgengni í íslensku
rokklífi. Nú hefur sveitin gefið út
breiðskífuna The Roughness and
Toughness sem verður því miður
eina afurð sveitarinnar en hún
neyddist til þess að hætta eftir ör-
lagaríkan sólarhring á Menning-
arnótt í fyrra.
„Sveitin kom fyrst til tals árið
2000 þegar við vorum nokkrir
strákar á fylleríi að reyna finna
besta hljómsveitarnafn sem við
gætum ímyndað okkur,“ segir Að-
alsteinn Möller um sveitina
Graveslime. „Þá kom nafnið upp
og við ákváðum að stofna bara
sveitina þar sem okkur fannst
þetta svona helvíti gott nafn og
gerðum það um leið og við fund-
um æfingarhúsnæði.“
Piltarnir voru iðnir við æfingar
og tónleikahald og fór strax gott
orð af sveitinni á tónleikum. Fljót-
lega voru þeir farnir að hita upp
fyrir erlenda gesti og nýttu sér
þau tækifæri vel sem gáfust þeg-
ar þeir hituðu upp fyrir Trans Am
og Fucking Champs á Gauknum.
„Við spurðum Tim Green, gít-
arleikara Fucking Champs, hvort
hann vildi ekki taka upp plötu með
okkur. Hann var til í það og kom
hingað til þess. Við bjuggum til
segulbandshljóðver í Veðurstof-
unni hjá Stjörnukisa í ágúst í
fyrra og kláruðum upptökur.“
Piltarnir urðu tilraunaglaðir í
hljóðverinu og fylltust sjálfs-
trausti þegar upptökum var lokið.
Svo mikil var spilagleðin að þegar
þrír aðilar óskuðu eftir sveitinni á
Menningarnótt samþykktu þeir að
koma fram á öllum tónleikunum.
Því hefðu þeir betur sleppt.
„Við byrjuðum á því að halda
noisetónleika, klæddir sundskýl-
um, á Skaparanum við Laugaveg.
Þar lékum við hálft lag og létum
svo gítarana „feedbacka“ á fullum
styrk í klukkutíma. Þetta voru
mjög góðir tónleikar fyrir utan það
að hávaðinn var það mikill að það
gat enginn verið þarna inni. Það
endaði svo með því að Kolbeinn
Hugi gítarleikari rústaði á sér
eyrunum.
Kolbeinn píndi sig í gegnum
hina tvo tónleikana en tilkynnti svo
liðsmönnum nokkrum dögum síðar
að hann hefði hlotið varanlegan
skaða í innri eyrum og gæti þess
vegna ekki starfað lengur með
sveitinni. Í hálft ár á eftir treysti
hann sér ekki einu sinni á rokktón-
leika og varð að leggja tónlistina á
hilluna. Síðan þá hefur hann reynt
að fá útrás fyrir sköpunargleði sína
í gegnum myndlistina.
biggi@frettabladid.is
Tónlist
GRAVESLIME
Þungarokksveitin Graveslime hefur
gefið út sína fyrstu plötu. Með útgáfu
hennar hefur sveitin einnig sungið sitt
síðasta því hún neyddist til þess að
leggja árar í bát eftir heldur óheppilega
uppákomu á Menningarnótt í fyrra.
Eyðilagði eyrun
á tónleikum
GRAVESLIME
Þar sem sveitin getur
ekki starfað lengur
neyðast liðsmenn til að
sinna öðrum
áhugamálum.
ÞVOTTAKLEMMUMAÐURINN
Það getur verið erfitt að brosa þegar þú
ert með 153 þvottaklemmur fastar á and-
liti þínu.
Skrýtnafréttin
ÞVOTTAKLEMMUR
Heimsmethafinn í því að festa þvotta-
klemmur á andlit sitt mistókst að bæta
met sitt fyrir útgáfu heimsmetabókar
Guinness á næsta ári.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT