Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 4
4 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Ertu sátt(ur) við frammistöðu
Íslendinga í landsleikjunum
við Pólverja?
Spurning dagsins í dag:
Á að rannsaka þátt stjórnenda í
grænmetissamráðinu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
34,8%
65,2%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Lögreglufréttir
Lögreglufréttir
VR býður félagsmönnum á námskeið:
Kennt að semja um laun
KJARAMÁL Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur stendur fyrir nám-
skeiði fyrir félagsmenn sína í
næstu viku þar sem farið er yfir
aðferðir til þess að ná sem best-
um árangri út úr samnings-
bundnum launaviðtölum.
Stefanía Magnúsdóttir, vara-
formaður VR, segir að við breyt-
ingu á samningsfyrirkomulagi
félagsmanna úr heildarkjara-
samningum í markaðslauna-
samninga hafi rétturinn til ár-
legs launaviðtals verið tryggður.
Hún segir að sýnt sé að launþeg-
ar njóti góðs af því fyrirkomu-
lagi sem nú er við lýði og að sér-
staklega hafi komið í ljós að
þetta fyrirkomulag gagnist kon-
um og að árangur þeirra í launa-
viðtölum sé betri en karla.
„Þetta er ekki bara hugsað til
þess að kenna fólki að gera ein-
hverjar kröfur heldur einnig að
hjálpa því að auka virði sitt sem
starfsmenn,“ segir Stefanía, sem
hvetur félagsmenn að nýta sér
launanámskeiðið sem félags-
mönnum er boðið endurgjalds-
laust.
Óvissa á Seyðisfirði
ATVINNUMÁL Jón Ingi Kristjánsson,
formaður Starfsgreinasambands
Austurlands, er áhyggjufullur
yfir stöðu mála á Seyðisfirði eftir
að allri starfsemi í frystihúsinu
Dvergasteini var hætt nú um
mánaðamótin með þeim afleiðing-
um að á fimmta tug
starfsmanna missti
vinnuna. Tryggvi
Harðarson bæjar-
stjóri er þó bjart-
sýnni og segist
vera sæmilega vongóður um að
viðunandi lausn náist í þessum
málum.
„Menn eru bara ennþá að skoða
þá hluti og við erum í þreifingum
við aðila sem eru að skoða hvort
þeir treysti sér til að fara af stað
með vinnslu þarna aftur. Við höf-
um verið í sambandi við ÚA og
nýja stjórnendur en það er ekkert
komið haldfast í þeim efnum,“
segir Tryggvi. Hann vill ekkert
segja um hvenær mál taki endan-
lega að skýrast, umleitanir taki
sinn tíma.
Jón Ingi segir að um 45 starfs-
menn hafi misst vinnuna og að
það sé ekkert fram undan fyrir
það fólk. Hann segir að því hafi
verið haldið fram að mál væru í
vinnslu allt frá því óvissa um
rekstur Dvergasteins hafi skap-
ast. Þrátt fyrir þetta hafi engin
haldbær niðurstaða fengist.
„Við erum vopnlaus hvað þetta
varðar. Þetta er það sem er að ger-
ast í sjávarbyggðunum þó víða
hafi tekist að snúa þessu við eftir
einhvern tíma,“ segir Jón Ingi.
Hann segir að ástæðu vandans á
Seyðisfirði megi rekja til kvóta-
kerfisins og hlutabréfavæðingar-
innar. „Í dag skiptir maðurinn
ekki máli, hvort hann hefur vinnu
eða ekki. Fyrirtækið skal skila
arði hvað sem það kostar. Þetta er
bara kvótakerfið og hlutabréfa-
væðingin í sinni svörtustu mynd,“
segir hann. „Í upphafi var kvóta-
kerfið hugsað sem veiðistjórnun-
artæki en í dag er það fyrst og
fremst notað sem hagstjórnar-
tæki þar sem fólk í hinum dreifðu
byggðum skiptir ekki máli,“ segir
Jón Ingi.
Jón Ingi segir að forysta verka-
lýðshreyfingarinnar á Austur-
landi muni setja sig í samband við
bæjaryfirvöld og forsvarsmenn
fyrirtækja eftir helgi til þess að
ræða hugsanleg viðbrögð við því
ástandi sem nú hefur skapast.
thkjart@frettabladid.is
SLAGSMÁL Á HÚSAVÍK Lögregl-
an á Húsavík var í tvígang köll-
uð út í fyrrinótt eftir að tilkynnt
var um slagsmál. Erill var hjá
lögreglunni um nóttina. Einn var
tekinn vegna ölvunar við akstur
og rétt fyrir fimm fór bíll út af
veginum við Laugar í Reykjadal.
Engin slys urðu á fólki.
DYRAVÖRÐUR SKALLAÐUR
Dyravörður á skemmtistaðnum
Hvíta húsinu á Selfossi fékk
heldur óþægilega kveðju frá
einum gestinum þegar sá skall-
aði hann. Lögreglan á Selfossi
var kölluð til og færði árás-
armanninn í fangelsi. Svaf hann
úr sér áfengisvímuna og var
sleppt í gær eftir að tekin var
af honum skýrsla.
UTANRÍKISRÁÐHERRARNIR
Utanríkisráðherra Sýrlands, Farouk Sharaa
(hægri), ræðir við utanríkisráðherra Sádi-
Arabíu, al-Faisal, um stöðu mála í Írak á
fundinum í gær.
Árásir í Írak:
Nágrannar
fordæma
SÝRLAND, AP Utanríkisráðherrar
Sýrlands, Sádi-Arabíu, Írans og
Tyrklands fordæmdu í gær hryðju-
verkaárásirnar í Írak. Þeir hvöttu
svo bandaríska hermenn að bæta
öryggisráðstafanir og báðu Íraka
um að vinna með þeim að því.
Allir utanríkisráðherrar ná-
grannaríkja Íraks hittust í
Damaskus áður en þeir fóru á fund
Bashars Assads Sýrlandsforseta.
Utanríkisráðherra Íraks, Hoshyar
Zebari, afþakkaði boð um að mæta
þar sem hann var móðgaður yfir því
hversu seint það barst til hans.
Heathrow:
Hlaðmenn
í verkfall
LUNDÚNIR, AP Um þúsund starfs-
menn flugstöðvarinnar á Heath-
row-flugvelli lögðu niður störf sín í
gær. Áætlað er að verkfallið standi
yfir í tvo daga en það hefur veruleg
áhrif á starfsemi þeirra 20 flugfé-
laga sem gera út frá vellinum.
Burðar- og móttökufólk Swiss-
port UK og Swissport Cargo lagði
niður störf klukkan fjögur aðfara-
nótt sunnudags. Búist er við því að
flugfélögin Air China, Cyprus
Airways og Kuwait Airways finni
mest fyrir verkfallinu.
Fjögur börn fórust:
Sprengja
hjá barna-
skóla
ANKARA, AP Fjögur börn létu lífið
þegar sprengja sprakk í suðaust-
urhluta Tyrklands. Sjö börn voru
flutt með þyrlu á hersjúkrahús.
Börnin, sem voru á aldrinum
sjö til ellefu ára, fundu sprengj-
una skammt frá skólanum sínum í
þorpinu Andac í Sirnak-héraði. Að
sögn yfirvalda sprakk sprengjan
þegar börnin voru að leika sér
með hana.
Suðausturhluti Tyrklands var
aðalátakasvæði kúrdískra upp-
reisnarmanna og tyrkneska hers-
ins á síðasta áratug. Fjöldi tyrk-
neskra barna hefur látið lífið af
völdum sprengja sem skildar
voru eftir á víðavangi.
EKIÐ Á KIND OG LÖMB Ekið var
á kind og tvö lömb í Búðardal í
fyrradag þegar verið var að
reka dýrin yfir veginn. Blind-
bylur var þegar áreksturinn átti
sér stað. Að sögn lögreglunnar í
Búðardal er mikil hálka á veg-
um.
EKKERT BRIDDS Vegna óveðurs
þurfti að aflýsa briddsmóti sem
halda átti á Patreksfirði í gær.
Mikil hálka og snjóþekja var víða
á Vestfjörðum. Ekki var um nein
óhöpp að ræða. Í Hólmavík fóru
tveir bílar út af og mátti rekja
það til hálku.
BÍLVELTA Á REYKJANESBRAUT Bíl-
velta varð á Strandarheiði á
Reykjanesbraut um níuleytið í
gærmorgun. Einn maður var í
bílnum og var hann fluttur með
heilahristing á Landspítala. Til-
drög slyssins eru óljós en allt
bendir til að maðurinn hafi sofn-
að undir stýri.
TÍMAMÓT „Það er alveg ljóst að það
verða miklar breytingar á LÍÚ
með brotthvarfi svo öflugs leið-
toga sem Kristján er,“ segir
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Síldarvinnslunnar, sem kjörinn var
formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna á föstudag.
Hann tekur við af Kristjáni Ragn-
arssyni, sem hafði farið með for-
mennsku í 33 ár og starfað hjá LÍÚ
í 45 ár.
Sjálfur gerir Björgólfur ráð
fyrir að starfa áfram hjá Síldar-
vinnslunni. „Ég verð áfram stjórn-
andi hjá Síldarvinnslunni og mun
reyna að sinna stjórnarformennsk-
unni samhliða því. Við erum með
framkvæmdastjóra yfir samtök-
unum og margt gott starfsfólk sem
við ættum að geta nýtt í meiri
mæli.“
Björgólfur segir ekki miklar
líkur á því að hann slái Kristjáni
við í langlífi hjá LÍÚ. „Ég held að
menn hljóti að geta séð að þetta er
komið í þann farveg að aðilar í LÍÚ
skipti formennskunni reglulega á
milli sín. Það er ljóst að ég slæ
Kristjáni ekki við með 33 árin.“
Formaður Starfsgreinasambands Austurlands er svartsýnn á stöðuna á
Seyðisfirði. Þar hafa um 45 manns misst vinnuna. Bæjarstjórinn vonast
til að línur skýrist fljótlega og er bjartsýnni.
TRYGGVI HARÐARSON
Bæjarstjórinn á Seyðisfirði er ágætlega
vongóður um að einhver lausn finnist fljót-
lega í atvinnumálum bæjarfélagsins.
„Við erum
vopnlaus hvað
þetta varðar.“
STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR
Árangur kvenna er betri en árangur karla.
Fyrsti nýi formaður LÍÚ í 33 ár:
Slæ Kristjáni ekki við
BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON
Fyrsti nýi formaður LÍÚ í 33 ár gerir ekki ráð fyrir að sitja jafn lengi og forverinn.