Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 10

Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 10
10 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR  Lögreglufréttir SKEMMTIGARÐUR Í skemmtigarðinum Aiins World í Buchon í Suður-Kóreu geta gestir virt fyrir sér gríðar- stór líkön af heimsfrægum byggingum á borð við Tvíburaturnana, Empire State og Chrysler-bygginguna í New York. Sjónvarpsmenn mynduðu skotárás: Skaut á lögmann sinn LOS ANGELES, AP Bandarískur lög- fræðingur særðist í skotárás sem fest var á filmu af sjónvarps- mönnum sem staddir voru fyrir utan dómshús í Los Angeles. Fréttamennirnir voru að fylgjast með réttarhöldunum yfir leikar- anum Robert Blake, sem ákærður er fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Á myndbandsupptökum af árásinni sést lögfræðingurinn Gerry Curry reyna að skýla sér á bak við tré á meðan maður að nafni William Strier beinir að hon- um byssu og skýtur ítrekað að honum af stuttu færi. „Fyrst hélt ég að þetta væri grín því það kom enginn reykur. En skothvellirnir voru mjög háværir. Þetta var mjög óhugnanlegt,“ sagði ljós- myndarinn Steve Grayson, sem varð vitni að árásinni. Þegar Strier lét byssuna síga skjögraði Curry frá trénu og hneig niður í grasið. Strier var yf- irbugaður af lögreglunni, hand- tekinn og ákærður fyrir morðtil- raun. Curry var fluttur á sjúkra- hús en áverkar hans eru ekki tald- ir alvarlegir. Curry var lögfræðingur fjár- haldsmanns Striers. Heimildir herma að Strier hafi verið ósáttur við það að lögfræðingurinn skyldi fá greitt fé úr sjóði í hans eigu.  Vestfirðingar vilja háskólasamfélag Nefnd iðnaðarráðherra sem leitar leiða til að styrkja vestfirska byggð er á fullri ferð. Bæjarstjóri Ísfirðinga segir mikla möguleika liggja í nýsköpun á sviði háskólamála og rannsókna. BYGGÐAMÁL „Að mínu mati liggja mestu möguleikar Vestfirðinga í nýsköpun á sviði háskólamála og verkefna á því sviði,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sem er einn þriggja ráðherraskip- aðra nefndarmanna í atvinnumála- nefnd sem ætlað er að gera tillögur til iðnaðarráðherra um leiðir til þess að styrkja byggð á Vestfjörð- um. Nefndin hefur þegar haldið þrjá fundi um atvinnu- málin og sjálfur er Halldór bæjarstjóri nýkominn frá Finn- landi þar sem hann heimsótti borgina Oulu. Þar er mikið háskólasamfélag sem vakti Halldór til umhugsunar um möguleikana á Vestfjörðum. „Þarna hafa fleiri þúsund manns atvinnu við þróun og rann- sóknir. Sem dæmi má nefna að 4.000 manns vinna í þróunarvinnu fyrir Nokia í tengslum við öflugan tækniháskóla. Ég sé fyrir mér að við byggjum á okkar þekkingu og sérstöðu í sjávarútvegi. Hér gæti orðið miðstöð veiðarfærarann- sókna og farið yrði í viðamiklar rannsóknir á því sviði sem og á sviði rannsókna á þorskeldi,“ segir Halldór. Hann bendir á að Ísfirðingar eigi öflug tæknifyrirtæki á borð við 3X stál og Póls. Aðspurður um það hvort Vest- firðingar hafi ekki áhuga á stór- iðju segist hann persónulega vilja fara allt aðra leið. „Ég vil frekar horfa allt öðru- vísi á hlutina og leggja áherslu á að við erum umhverfisvænt samfélag sem byggir á þekkingu og mat- vælaframleiðslu og myndi leggja áherslu á umhverfismálin. Úti um allan heim er mikil eftirspurn eftir þekkingu á sviði umhverfismála,“ segir Halldór. Hann segir að nefndin sé þegar komin á fulla ferð í starfi sínu. „Við höfum óskað eftir því að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leggi okkur til starfskraft til að halda utan um tillögur og starfið. Síðan ætlum við að fá aðstoð frá heimamönnum til að móta betur þær tillögur sem settar verða fram til ráðherra,“ segir Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri. „Nefndin á að vinna hratt því við munum leggja fram tillögur til ráðherra í ársbyrjun 2004,“ segir Halldór að lokum. rt@frettabladid.is FRAMHALDSSKÓLANEMAR Félagsþjónustan, Áfengis- og vímuvarnar- ráð, Íþrótta- og tómstundaráð, Rauði kross Íslands og Rannsókn og greining stóðu að rannsókninni. 16-19 ára unglingar: Utanskóla líður ver RANNSÓKN Verulegur munur er á andlegri og líkamlegri heilsu ung- menna eftir því hvort þeir eru í framhaldsskóla eða ekki. Ung- menni utan skóla eru líklegri til að vera leið, gráta eða langa að gráta og 36% þeirra hafa verið einmana á móti 17% framhaldsskólanema. Þá telja þau ungmenni sem ekki eru í skóla heilsu sína vera sæmi- lega eða lélega á móti 21-25% ungs fólks í skóla. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð hefur verið á félagslegri stöðu ungmenna á aldrinum 16-19 ára sem ekki eru í framhaldsskóla í samanburði við framhaldss- skólanema.   „Úti um allan heim er mikil eftirspurn eftir þekkingu á sviði umhverfis- mála.“ Perfectil er einstök blanda 25 vítamína og steinefna sem talin eru mikilvæg og jafnvel nauðsynleg til að fegra og styrkja húð, hár og neglur. Perfectil er söluhæsta bætiefnablandan í Bretlandi og státar af sérstökum meðmælum frá Premier umboðsskrifstofunni fyrir fyrirsætur. Premier umboðsskrifstofan er m.a. með ofurfyrirsætur eins og Naomi Campell og Claudiu Schiffer á sínum snærum. Perfectil inniheldur hvorki lyf né hormóna. Fegurðin kemur innan frá Mest selda bætiefnablandan í Bretlandi fyrir hár, húð og neglur loksins fáanleg á Íslandi. Perfectil® vítamín- og steinefnablandan fegrar og styrkir húð, hár og neglur á náttúrulegan hátt. www.perfectil.com Gleymdu öllum fegrunaraðgerðum - Perfectil® dregur fram þína náttúrulegu fegurð! Fæst í öllum helstu apótekum og lyfjaverslunum. ÍSRAELSK JARÐÝTA Palestínsk ungmenni kasta grjóti að jarð- ýtu ísraelska hersins í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn: Fjarstýrðar jarðýtur JERÚSALEM, AP Ísraelski herinn ætl- ar að taka í notkun fjarstýrðar jarðýtur til að jafna við jörðu hús Palestínumanna á Vesturbakkan- um og Gaza-ströndinni. Talsmenn hersins segja að markmiðið með þessari tækninýj- ung sé að auka öryggi hermann- ana. Palestínumenn óttast aftur á móti að þetta muni leiða til þess að áhlaupum Ísraela á byggðir þeirra fjölgi og aukin harka fær- ist í átökin fyrir botni Miðjarðar- hafs. Jarðýturnar voru hannaðar af ísraelska hernum en framleiddar í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að taka þær í notkun á næstu vik- um.  VARSJÁ, AP Jolanta Kwasniewska, eiginkona Aleksanders Kwasni- ewskis Póllandsforseta, segist vera að íhuga að bjóða sig fram í embætti forseta þegar kjörtímabil manns hennar rennur út árið 2005. Nýlegar skoðanakannanir sýna að hún nýtur fylgis þriðjungs kjós- enda. Sá sem næstur henni kom mældist með 10% fylgi. „Ég mun takast á við þessa erf- iðu spurningu þegar frá líður. Það er of snemmt hér og nú. En eitt er víst að ef ég læt slag standa og býð mig fram, þá hefur enginn komið betur undirbúinn í þann slag en ég,“ sagði Jolanta. Eiginmaður hennar Aleksand- er Póllandsforseti er á sínu öðru kjörtímabili og má ekki sitja leng- ur. Ef Jolanta nær kjöri yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem hjón gegna forsetaembætti í heima- landi sínu.  Eiginkona Kwasniewskis, forseta Póllands: Íhugar forsetaframboð SKOTÁRÁS Lögfræðingurinn Gerry Curry reyndi að skýla sér á bak við tré þegar William Strier hóf að skjóta að honum. FORSETAHJÓNIN Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, og kona hans Jolanta Kwasniewska. HALLDÓR HALLDÓRSSON Vill að háskólasamfélag styrki byggð á Vestfjörðum. ÍSAFJARÐARBÆR Horft er til nýrra atvinnutækifæra. VALT ÚT Í SKURÐ Bílvelta varð á Hvalfjarðarvegi við Lambhaga um tvöleytið í gærdag. Bíllinn fór eina veltu og hafnaði úti í skurði. Tvennt slasaðist, maður og kona, og voru þau flutt á Landspítala til aðhlynningar. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi var engin hálka á vegum og er ekki vitað um tildrög slyssins. Málið er í rannsókn.  Lögreglufréttir VILDI SOFA LENGUR Lögreglan í Borgarnesi fékk tilkynningu um fjögurleytið í gærdag um að mað- ur væri hreyfingarlaus í kyrr- stæðum bíl í Skorradal. Bað lög- reglan þann sem tilkynnti að gá betur að manninum. Í ljós kom að hann hafði lagt sig um nóttina vegna þreytu eftir að hafa keyrt yfir Draghálsinn. Fór svo vel um manninn að hann rumskaði ekki fyrr en bankað var á rúðuna á bílnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.