Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 12

Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 12
12 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR KÍNAKÁL Kínverskir kaupmenn bíða eftir viðskipta- vinum á grænmetismarkaði í Peking. Bandaríkjastjórn krefst þess að kínversk yfirvöld lækki álögur á bandarískar vörur og hleypi bandarískum bönkum og fjarskiptafyrirtækjum inn á kínverskan markað. SJÁVARÚTVEGUR Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra, sakaði umhverfisverndarhópa um efnahagsleg hryðjuverk í ræðu á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Hann sagði umhverfisverndarsamtök eyði- leggja samfélög sem lifa á því sem náttúran gefur, og nefndi í því tilliti frumbyggjasamfélög á Grænlandi sem nýttu selastofna áður en Græn- friðungar kipptu stoðunum undan atvinnu íbúanna. Að hans sögn er barátta umhverfisverndarsinna oft til hins verra fyrir náttúruna. „Sérstakur þáttur í þessu hvala- rugli öllu saman er Keikó-málið, þar sem hundruðum milljóna króna hefur verið varið í leikaraskap,“ sagði Eiður. Hann líkti umhverfis- verndarsamtökum við breska heimsveldið á nítjándu öld, sem tróð lífsgildum sínum upp á menn- ingu annarra þjóða og gagnrýndi fyrirtæki og Hollywood-leikara fyrir að styrkja samtökin. „Þannig sá ég á dögunum að Starbucks kaffihúsakeðjan, sem nú er starf- rækt um því sem næst allan heim, styrkir Paul Watson og Sea Shepherd-samtökin, sem sökktu hvalveiðibátunum hér í höfninni. Það verður bið á því að ég fái mér kaffisopa þar.“ Eiður lagði til að næstu þrjú árin yrði 250 milljónum króna varið í kynningarstarf á sjálfbærri nýt- ingu Íslendinga á auðlindinni í þeim tilgangi að svara auglýsingaher- ferðum umhverfissamtaka, sem í auknum mæli beini spjótum sínum að fiskveiðum.  ÍRAK, AP Bandaríkjamenn urðu í gær fyrir mesta áfalli sínu í Írak frá því George W. Bush Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir fyrir hálfu ári síðan að meiriháttar átökum væri lokið. 15 hermenn, sem verið var að flytja til Bagdad á leið sinni í frí utan Íraks, létu líf- ið þegar stór flutningaþyrla hrap- aði til jarðar eftir að tveimur flug- skeytum hafði verið skotið að henni af jörðu niðri. 21 til viðbót- ar særðist. Það hefur einungis gerst einu sinni áður frá því innrásin í Írak hófst í mars að fleiri bandarískir hermenn hafi látið lífið á einum og sama deginum. Það var á þriðja degi stríðsins, 23. mars, þegar 28 hermenn létu lífið. Dagurinn er jafnframt sá fimmti blóðug- asti frá yfirlýs- ingu Banda- ríkjaforseta um lok helstu stríðs- átaka. Vitni að at- burðinum sögðu að tveimur flug- skeytum hefði verið skotið að þyrlunni, sem flaug samhliða annarri stórri þyrlu. Skömmu eftir að þyrlan hrapaði voru bandarískar her- sveitir komnar á vettvang til að bjarga særðum og leita að þeim sem grandaði þyrlunni. Átök hafa farið mjög vaxandi undanfarna daga og vikur. Í gær kom til bardaga milli Íraka og þungvopnaðra sveita bandarískra hermanna í vesturhluta Bagdad. Árásir hafa verið um og yfir 30 talsins að meðaltali dag hvern að undanförnu. „Í stríði eiga svona dagar sér stað. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því,“ sagði Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, að- spurður um árásirnar. „Þeir dagar koma þegar mikill fjöldi fólks deyr. Stríð snúast um það,“ bætti Rumsfeld við en sagði árásina ekki hafa afgerandi áhrif á veru Bandaríkjahers í Írak. Vinsældir George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa minnkað mjög frá því þær urðu mestar í kjölfar hryðjuverkaárásanna á World Trade Center í New York og varnarmálaráðuneytið í Wash- ington í september 2001. Í nýrri könnun Washington Post og ABC- sjónvarpsstöðvarinnar sem birt var í gær eru 56% sátt við frammistöðu forsetans, 42% ósátt og tvö prósent óákveðin. Könnun- in leiðir hins vegar í fyrsta skipti í ljós að innan við helmingur er sáttur við frammistöðu hans í Íraksmálum. Í Washington Post er þó bent á að í sögulegu samhengi geti for- „Í stríði eiga svona dagar sér stað. Það er nauðsyn- legt að við gerum okkur grein fyrir því. EFTA-dómstóll: Málflutningi lokið DÓMSMÁL Málflutningi í fyrsta ís- lenska málinu sem kemur til kasta EFTA-dómstólsins í Brussel er lokið. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið fyrir hönd ríkis- l ö g r e g l u - stjóra, segir að niðurstöðu sé að vænta innan fárra vikna. M á l i ð varðar meint f j á r s v i k þriggja Ís- l e n d i n g a sem fluttu út fisk til landa Evrópusambandsins. Héraðsdóm- ur Reykjaness bað EFTA-dómstól- inn um ráðgefandi álit á því hvaða reglur giltu um upprunavottorð afurða sem fluttar eru inn á mark- aði ESB. Um er að ræða 80 tonn af rússafiski sem Valeik ehf. í Hafn- arfirði hafði flutt inn, Sæunn Ax- els á Ólafsfirði unnið og Valeik svo flutt út undir þeim merkjum að um íslenska afurð væri að ræða. Ríkislögreglustjóri ákærði tvo fyrrum framkvæmdastjóra Sæ- unnar Axels og framkvæmda- stjóra Valeikur fyrir að hafa sam- mælst um að falsa útflutnings- skjöl til að sleppa við að greiða tæpar 60 milljónir króna í tolla á mörkuðum Evrópusambandsins. Málið þykir flókið þar sem túlkun á upprunareglum og viðskipta- kjörum getur skipt miklu við nið- urstöðu íslenskra dómstóla.  RAINBOW WARRIOR Eiður Guðnason, fyrrum umhverfisráð- herra, leggur til 250 milljóna króna áróð- ursherferð Íslendinga til að svara efna- hagslegum hryðjuverkum umhverfisvernd- arsinna. Hann ætlar ekki að drekka kaffi á næstunni hjá Starbucks, sem styrkir Sea Shepherd-samtökin. Mesta mannfall frá stríðslokum í Írak Fleiri bandarískir hermenn féllu þegar þyrla sem flutti þá var skotin niður en hafa látist á einum degi í Írak frá þriðja degi innrásarinnar sem hófst í mars. Dagurinn er sá fimmtu blóðugasti frá stríðslokum. Komið hefur til bardaga milli bandar síðustu þremur sólarhringum. Íbúar á bandarískir herme MANNSKÆÐUSTU DAGAR FRÁ STRÍÐSLOKUM 29. ágúst 85 falla í sprengjuárás á mosku í Najaf. 27. október 40 falla í sjálfsmorðsárásum í Bagdad. 19. ágúst 23 látast í árás á bækistöð Sam- einuðu þjóðanna. 7. ágúst 19 látast í sprengjuárás á jórdanska sendiráðið. 2. nóvember 15 hermenn látast þegar þyrla er skotin niður. Heimild: AP ÞORSKUR Í ÍS Þess er nú beðið að Evrópudómstóllinn komist að niðurstöðu í fyrsta íslenska málinu. Fyrrum umhverfisráðherra gagnrýnir verndarsamtök: Efnahagsleg hryðjuverk umhverfisverndarsinna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.