Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 31
31MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003  Leiðrétting Að gefnu tilefni skal það tekið fram að nýtt vísatímabil byrjar ekki 18. nóvember. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ÞRÁINN OG 43JA TOMMU SJÓNVARP Hér á árum áður þótti 22ja tommu sjón- varp vera nokkuð stórt og 28 tommu hreinar öfgar. Stærsta jólagjöfin SJÓNVARP „Þetta er það sem selst mest hjá okkur af þessum stóru sjónvörpum en þau fara alla leið upp í rúmar 70 tommur,“ segir Þráinn Bj. Farestveit hjá Einari Farestveit og co. en þar seljast risasjónvörp grimmt fyrir jólin og sjónvarpið á ljósmyndinni kostar litlar 298 þúsund krónur. „Það eru auðvitað margir sem leggja mikið upp úr því að hafa stór viðtæki en það eru samt ekki framleidd stærri sjónvörp með venjulegum lampa en 38 tommu. Einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt. En þessi stærri sjón- vörp eru með myndvarpa og spegli sem framkallar mynd á skjánum,“ segir Þráinn og bendir á að þróunin hvað stærðina varðar sé ekkert óeðlileg því fyrir 10 árum hafi 22ja tommu sjónvarp þótt mjög stórt en slíkt sé með minni sjónvörpum í dag.  Lárétt: 1 hrun, 5 sár, 6 rot, 7 tveir eins, 8 krá, 9 fæðum, 10 keyri, 12 hrópa, 13 stæl..., 15 fjölnota smáorð, 16 nabbi, 18 karlfugl- ar. Lóðrétt: 1 saman í bíl, 2 for, 3 í röð, 4 fyrirmaður, 6 versla, 8 andvara, 11 ástfólgin, 14 hreyfast, 17 rykkorn. Lausn: Lárétt: 1fall, 5aum, 6ko, 7rr, 8bar, 9 ölum, 10ek, 12æpa, 13gæi, 15að, 16 arða, 18arar. Lóðrétt: 1farþegar, 2aur, 3lm, 4for- maður, 6kaupa, 8blæ, 11kær, 14iða, 17 ar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Þrátt fyrir að mörg ár séu liðinfrá því að Ríó Tríó stökk- breyttist í fimm manna hljóm- sveit, og Tríó-nafninu því klippt aftan af, eru þeir félagar Ágúst Atlason, Ólafur Þórðarson og Helgi Pétursson aðeins þrír á kápu nýrrar plötu þeirra, Utan af landi. „Við erum uppistaðan í sveit- inni og það varð niðurstaðan að við yrðum bara þrír,“ segir Helgi en aðrir liðsmenn eru titlaðir aukahljóðfæraleikarar. „Við höf- um þó notið lengi samvinnu við Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen. Gunnar semur t.d. öll lögin á plötunni og Jónas Frið- rik Guðnason alla textana nema einn, sem er eftir Þorstein Egg- ertsson.“ Ríó hefur ekki gefið út plötu með nýjum lögum síðan 1996, fyrir sjö árum síðan, þegar Ungir menn á uppleið kom út. „Síðan þá höfum við alltaf ver- ið svona hálfstarfandi. Undanfar- in tvö ár höfum við spilað mjög mikið og sérstaklega síðastliðið ár. Við höfum haldið tónleika um allt land frá því í október í fyrra,“ segja þeir en það var einmitt þá sem safnplata með vinsælustu lögum Ríó frá upphafi kom út. Hún seldist eins og heitar lummur og blés nýju lífi í sveitina. „Við ætluðum að fylgja henni eftir með tónleikum í Salnum en það vatt svo upp á sig og við erum ennþá að. Þessi plata kom undir í því samstarfi þegar menn eru að keyra langar leiðir og gista á hót- elherbergjum. Við fundum að við vorum með aðra plötu í maganum. Við vorum mjög ákveðnir í því að hafa hana einfalda. Við erum þarna fimm í grunninum og svo bætast við mandólín, fiðla, harm- onikka og smá slagverk sem skraut.“ Það vekur svo athygli að gömlu brýnin eru enn beitt í textasmíð- um. Á plötunni má m.a. finna lag- ið Þorpin (Icelandic Dummy Show) sem fjallar um kvótakerfið. „Jónas hefur alveg frjálsar hendur og þess vegna erum við að syngja um það sem er að gerast í kringum okkur. Við fjöllum um landsbyggðarvandann og græðgina sem tröllríður öllu svo fátt eitt sé nefnt. Okkur hefur alltaf fundist sjálfsagt að nota þetta tæki til þess að vekja athygli á aðstæðum þjóðfélagsins í kring- um okkur,“ segir Helgi að lokum. biggi@frettabladid.is RÍÓ Sveitin heldur útgáfutónleika sína í Austurbæ á fimmtudag en svo skemmtilega vill til að 30 ár eru liðin síðan sveitin hélt tónleika þar síðast. Tónlist RÍÓ  Vinirnir þrír í Ríó gáfu á dögunum út nýja breiðskífu, Utan af landi. Þeir eru opinskáir í textum og fjalla m.a. um kvóta- kerfið og flótta fólks af landsbyggðinni. Syngja um landsbyggðavarndann

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.