Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 17
17MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003 Að láta lífið rætast – ástarsagaaðstandanda er titill bókar eft- ir Hlín Agnarsdóttur sem nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Bókin er einstök að því leyti að Hlín skyggnist af einlægni inn í líf sitt með Þorvaldi Ragnarssyni, sem glímdi við alkóhólisma öll helstu manndómsár sín: „Ég byrjaði að hugsa af alvöru um þetta efni og skrifa hjá mér punkta um áramótin 2000-2001 en mig hafði lengi langað til að skrifa um þetta samband og allar furð- urnar sem því tengdust,“ segir Hlín og bætir því við að það sé eitt að skrifa og annað að gefa út. „Það eru svo margir sem hafa dvalið í þessum heimi alkóhól- isma allt sitt líf án þess að fá nokkurn botn í hvað þar fór fram,“ segir hún og neitar að hún hafi haft í huga að skrifa bókina til hjálpar en það sé vissulega gott ef saga hennar geri það. Hlín játar að bókin sé hlífðar- laus skoðun og úrvinnsla á ákveðnu tímabili í lífi sínu. „Ég hafði hugsað mér að skrifa skáldsögu um þetta efni en þegar ég fór að hugsa nánar um það fannst mér það ekki henta efn- inu,“ segir Hlín og neitar að út- gáfa bókarinnar hafi gengið nærri henni eftir að hún var ákveðin, þótt hún neiti ekki að sjálf skrifin hafi reynt verulega á hana eins og kemur fram í eftir- mála bókarinnar. „Ég hefði aldrei haft þrek til að ljúka þessu verki ef ég hefði ekki grafist vandlega fyrir um orsakir og afleiðingar alls þess sem dreif á daga mína á meðan ég var í þessum skringilega heimi.“  Bókmenntir HLÍN AGNARSDÓTTIR  Sendir frá sér einlæga og hispurslausa bók um sextán ára samband. Viðbrögðin segja henni hve margir hafi staðið í hennar sporum. Ekki skrifuð til að sverta neinn  Nýjar bækur ADAM ANT Eða Stuart Leslie Goddard eins og hann heitir í raun og veru, er 51 árs í dag. Út er komin ljóðabókin Úrþagnar djúpum eftir Jón Hjörleif Jónsson, fyrrverandi skólastjóra Hlíðardalsskóla og prest Aðvent- kirkjunnar í Reykjavík. Bókin er gefin út í tilefni 80 ára afmælis höfundar. Jón hefur verið síyrkjandi frá barnsaldri og liggur eftir hann verulegt magn ljóða, en þeim hefur ekki verið safnað á bók fyrr en nú. Út- gefendur eru eiginkona hans, börn og systurdóttir ásamt mök- um. Bókin er 224 bls. Út er komin hjá Almennabókafélaginu skáldsagan Hrapandi jörð eftir Úlfar Þor- móðsson. Í fréttatilkynningu út- gefanda segir að Hrapandi jörð sé söguleg skáldsaga eins og þær gerast bestar og má glöggt sjá að mikil heimildavinna liggur að baki verkinu, enda hefur höf- undurinn, Úlfar Þormóðsson, margsinnis dval- ist í Norður-Afr- íku við rannsókn- ir. Miskunnar- laust Tyrkjarán- ið, ferðin suður í Barbaríið og nýtt líf í framandi heimi er meginvið- fangsefni þessarar skáldsögu. Súrefnisvörur Karin Herzog ...fegurð og ferskleiki... w w w .k a ri n h e rz o g .c h  Endurbyggja húðina  Vinna gegn öldrunareinkennum  Vinna á bólum og bólgum  Stinna og þétta húðina  Vinna á appelsínuhúð og sliti  Viðhalda ferskleika húðarinnar  Þær eru ferskir vindar í umhirðu húðar Kynningar á Akureyri: Þriðjudaginn 4. nóvember: Apótekarinn, Akureyri Fimmtudaginn 6. nóvember: Lyf & Heilsa, Glerártorgi, Akureyri Jóhann Friðgeir Valdimarsson,söngvari hjá Íslensku óper- unni, hefur verið ráðinn til að syngja við óperuhús í Þýskalandi í vetur. Á laugardag söng hann því á sínum síðustu tónleikaum í Ís- lensku óperunni að sinni. Jóhann Friðgeir segir það hafa komið sér í opna skjöldu að fá þetta boð. Hann hafi í sakleysi sínu verið að syngja í Macbeth þegar umboðsmaður hafi komið og hlustað á. Í framhaldi bauð hann honum að koma út og syngja og var hann ráðinn. „Ég bjóst ekki við þessu og var ekkert viss um að mig langaði neitt mikið til þess,“ segir hann og er ákveðinn í að flytja ekki út. „Ég ætla að halda áfram að vera Íslendingur og búa hér áfram. Hér á ég konu, börn og einn hund og kem heim eins oft og ég get. Líklega þarf ég að fá mér íbúð úti og konan og börnin koma þegar þau geta, en hundurinn ekki því hann kemst ekki svo glatt úr landi, eða réttara sagt heim aft- ur,“ segir Jóhann og hlær hraust- lega. Jóhann var við nám á Ítalíu í þrjú ár en kom heim og hefur síð- an sungið með Íslensku óperunni. Hann segist hafa verið sáttur við það en vissulega sé gaman að fá að reyna sig í Evrópu. „Það ríður enginn feitum hesti frá þessu til að byrja með. Það er ekki fyrr en eftir einhvern tíma ef vel gengur sem eitthvað fer að gerast í þeim efnum,“ segir hann og bætir við að það gerist fljótt ef vel gangi. Jóhann verður í Frankfurt en fyrsta sýningin verður í Madame Butterfly í byrjun janúar og eftir það ýmis önnur verk í öðrum óp- eruhúsum. „Umboðsmaðurinn er búinn að gera samning um 35 sýn- ingar á næsta ári en það vantar alltaf tenóra,“ segir Jóhann, sem kvíðir því mest að þurfa að vera um jólin úti við æfingar. En það kemur í ljós síðar.  HLÍN AGNARSDÓTTIR Skrifaði bók um samband sitt við Þorvald Ragnarsson, virkan alkóhólista. JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON Hann er búinn að ráða sig til vinnu í útlöndum en ætlar að búa heima þrátt fyrir það. Tímamót JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON  Jóhann er á leið til Wiesbaden til æf- inga og hættur í Íslensku óperunni. Á hér konu, börn og hund

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.