Fréttablaðið - 03.11.2003, Qupperneq 15
15MÁNUDAGUR 3. nóvember 2003
Samræmd
próf til stúd-
entsprófs
Tinna Eik Jóhannesdóttir framhaldsskóla-
nemi skrifar:
Seinasta vetur kom sú hugmyndfram á sjónarsviðið að allir
framhaldsskólanemar sem ætli
sér að útskrifast sem stúdentar
þurfi að taka eins konar sam-
ræmd próf. Í vor verður í fyrsta
s k i p t i
m ö g u l e g t
að taka eitt
af þessum
prófum.
Þ r á t t
fyrir að yf-
irvöld hafi
haft tæpt ár
til að út-
skýra fyrir
framhalds-
skólanem-
um af hverju þessi samræmdu
próf verða skylda hefur þeim ekki
tekist að skýra ástæðuna fyrir
neinum sem ég þekki. Ástæðurn-
ar sem ég hef heyrt finnst mér
ógerlegt að taka gildar. Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðherra
gaf þær ástæður, þegar hann kom
í skólann minn seinasta vor, að
prófin væru svo hægt yrði að bera
saman framhaldsskólana á land-
inu. Persónulega sé ég enga
ástæðu til þess því skólarnir í
landinu eru ólíkir. Mér finnst ekki
sanngjarnt að meta þá jafnt með
mælikvarða eins og samræmdu
stúdentsprófi í örfáum greinum;
þ.e. íslensku, ensku og stærð-
fræði.
Tómas gaf líka þá ástæðu að í
framtíðinni gætu háskólarnir á Ís-
landi notað útkomu úr þessum
prófum sem einhvers konar inn-
tökuskilyrði. Spurning er sú hvort
háskólarnir hafi einhvern tímann
beðið um svona próf til þess að
miða við og hvort þeir geti þá ekki
haft þau á sínum vegum. Sjálf tel
ég að aðalástæðan fyrir þessum
prófum sé að auka á virðingu bók-
námsskólanna. Þær forsendur eru
gefnar fyrir fram að þeir skólar
fái hærri meðaleinkunnir en fjöl-
brauta- og verkmenntaskólarnir.
Það hlýtur að vera hægt að
finna betri leið til að nota sem inn-
tökuskilyrði í háskóla. Eitthvað
betra kerfi en það sem krefst þess
af námsmönnum að eiga allar
bækur í íslensku, stærðfræði og
ensku sem þeir notuðu í allri
framhaldsskólagöngu sinni og
geta þess vegna ekki skipt þeim á
skiptibókamarkaði. Ég er t.d. búin
að selja allar bækurnar sem ég
notaði á fyrsta ári í þessum fögum
og hvað á ég og aðrir sem svipað
er um að gera? Mér dettur ekki í
hug að fara og kaupa þessar bæk-
ur aftur.
Af því sem ég hef heyrt finnst
mér framhaldsskólanemar hér á
Íslandi almennt ekki sáttir við
þessi próf, sérstaklega ekki vegna
þess hve mikill skortur er á upp-
lýsingum um þau og vegna þess
að enginn virðist geta svarað
spurningum okkar um þessi próf.
Ekki einu sinni sjálfur mennta-
málaráðherra, sem ætti að vera
alfróður hvað þetta efni varðar.
Bréf til blaðsins
Með breytingum sem gerðarvoru í sumar á námi við
læknadeild Háskóla Íslands þurfa
nemar á þriðja ári að þreyta 42
einingar í vetur en samkvæmt
lögum nr. 41 um Háskóla Íslands
frá árinu 1999 telst 30 eininga
nám á námsári að jafnaði sem
fullt nám og Lánasjóður íslenskra
námsmanna miðar m.a. við þann
einingafjölda í útreikningum sín-
um á námslánum. Tólf eininga
rannsóknarverkefni, sem undan-
farin ár hefur verið hluti af náms-
efni fjórða árs, hefur nefnilega
verið sett inn í námsefni þriðja
ársins án þess að þar verði nokkuð
slakað á klónni frá því sem verið
hefur. Þetta eitt og sér er forkast-
anlegt en þar með er ekki öll sag-
an sögð. Nemendur þriðja ársins
fá nefnilega aðeins 33 einingar
fyrir veturinn!
Engin svör að fá
Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir
og fyrirspurnir læknanema hafa
engin afdráttarlaus viðbrögð eða
svör fengist frá forsvarsmönnum
læknadeildar. Á fundi nemenda
með Kristjáni Erlendssyni,
kennslustjóra og varaforseta
deildarinnar, 30. september sl.
svaraði hann litlu sem engu. Þeir
nemendur sem fóru á fundinn
með þá von að verða einhvers vís-
ari urðu vægast sagt fyrir von-
brigðum. Hver er gulrótin fyrir
umrædda nemendur? Kannski að
útskrifast nokkrum mánuðum
fyrr? En eru þeir sem tilfæring-
unum stjórna vissir um að nem-
endum þykir það eftirsóknarvert?
Getur verið að hugmyndafræðin
að baki þessu snúist fyrst og síð-
ast um að koma ódýru vinnuafli
fyrr inn á heilbrigðisstofnanir
ríkisins þar sem ómanneskjulega
langar vaktir, sér í lagi unglækn-
um til handa, tíðkast?
Læknanemum mismunað
Nokkuð sem læknanemar hafa
heyrt er sú fullyrðing að önnur
lögmál gildi um læknadeild en
aðrar deildir HÍ. Er hugsanlegt að
litið sé á læknanema sem þegna
íslenska heilbrigðiskerfisins
fremur en ungt fólk sem er að
fjárfesta og öðlast menntun sjálfs
sín vegna? Eru læknanemar hér á
landi látnir líða fyrir að ekki skuli
vera samkeppni á slíkri menntun
hérlendis? Ef svo, er það heilla-
vænleg þróun?
Til þess að bæta gráu ofan á
svart var þriðja árs nemum til-
kynnt nýlega að þeir skyldu
þreyta 50% próf í níu eininga kúrs
5. janúar nk. Eiga læknanemar
ekki rétt á jólafríi eins og aðrir
nemendur? Í þessu sambandi má
benda á að í verklagsreglum HÍ
kemur fram að kennarar við skól-
ann hafa viku lengri frest til að
fara yfir haustmisserispróf nem-
enda, sem að jafnaði fara fram í
desember. Jafnframt er heimilt að
gefa enn lengri skilafrest á ein-
kunnabirtingu í „fjölmennum
prófum“ eins og það er orðað.
Læknanemar hafa hingað til
ekki fengið fullnægjandi svör við
spurningum sínum frá þeim sem
ber að veita þau. Vonandi fer að
verða breyting þar á.
Umræðan
KRISTJÁN
HRAFN
GUÐMUNDS-
SON
sambýlismaður
3. árs læknanema
skrifar um breyt-
ingar á lækna-
námi.
Breytingar á læknanámi, fyrir hvern?