Fréttablaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 8
8 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Ekkert heimsveldi?
„Við mundum
aldrei koma
okkur upp her-
afla til árása á
önnur lönd. En
við þurfum hins
vegar að huga
að okkar vörn-
um og innra ör-
yggi.“
Björn Bjarnason skýrir hugmyndir sínar um
íslenskt varnarlið. DV, 1. nóvember.
Ekki benda á mig
„Virðist þessi umræða nokkuð
bundin við stjórnmálamenn sem
hafa átt erfitt með að sætta sig
við stöðu sína eða ekki náð til-
ætluðum árangri í stjórnmálum,
fólki sem er meira framboð af
en eftirspurn.“
Huginn Freyr Þorsteinsson um hugsanlega,
væntanlega forsetaframbjóðendur. Morgun-
blaðið, 1. nóvember.
Orðrétt
Rúmar 300 milljónir til hjálparstarfs í Írak:
Leggjum okkar
af mörkum
HJÁLPARSTARF Stjórnvöld gera ráð
fyrir að verja 120 milljónum
króna næstu þrjú árin í sam-
starfssamning við stoðtækjafyr-
irtækið Össur sem tryggja á að
minnsta kosti 700 Írökum gervi-
limi á næstu árum. Að auki hafa
stjórnvöld heitið 114 milljónum
króna í uppbyggingarstarf í Írak
í framhaldi af framlagaráðstefnu
í Madríd fyrir nokkru. „Þannig
leggjum við okkar af mörkum til
uppbyggingar í Írak,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra. Þetta bætist við 95 millj-
óna króna neyðaraðstoð strax að
átökum loknum.
Íslensk stjórnvöld hafa áður
verið í samstarfi við Össur um
aðstoð við íbúa eftir stríðsátök.
Það gerðist í kjölfar borgara-
stríðsins í Júgóslavíu á síðasta
áratug.
„Það var tekið mjög eftir því
hvað við gerðum í Bosníu á sín-
um tíma. Það gekk mjög vel,“
segir Halldór og bætir við: „Við
teljum rétt að nýta þá reynslu í
Írak. Þar er mikil þörf. Þar er
mikið af fólki sem þarf á hjálp að
halda.“
BÆJARSKRIFSTOFAN Á SELFOSSI
Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að
þiggja ekki 70.000 króna ávísun frá endur-
skoðanda bæjarins sem vildi láta fjárhæð-
ina ganga til Latabæjar og Orkubókarinnar.
Bæjarráð Árborgar:
Afþakkaði
styrkinn
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarráð Ár-
borgar hefur endursent 70.000 kr
ávísun frá endurskoðanda bæjar-
ins, en ávísunin var gjöf hans til
sveitarfélagsins með skilyrði um
að upphæðin færi í styrk til Lata-
bæjar vegna Orkubókarinnar.
Áður hafði bæjarráð hafnað
styrkbeiðni Latabæjar.
Í bókun bæjarráðs segir að
skoðunarmönnum eigi að vera
ljóst að fjármunum úr sveitar-
sjóði verði ekki ráðstafað eftir
fyrirmælum einstakra íbúa sveit-
arfélagsins. Þá segir að íbúar eigi
einnig kröfu á því að sveitarfé-
lagið skapi skoðunarmönnum
eðlileg starfsskilyrði, meðal ann-
ars með því að greiða þeim sann-
gjörn laun fyrir sína vinnu. Með
þetta í huga telji bæjarráð sér
ekki fært að verða við erindi
Hlöðvers Arnar Rafnssonar og
feli bæjarstjóra að endursenda
kreditreikning og tékka að fjár-
hæð 70.000 krónur.
Þess má geta að Hlöðver hefur
þegar fengið ávísunina endur-
senda og ætlar sjálfur að styrkja
orkuátak Latabæjar.
Fyrrum ráðherra
samgöngumála:
Tekinn fyrir
hraðakstur
KAUPMANNAHÖFN, AP Fyrrum sam-
göngumálaráðherra Danmerkur
sagði sig úr þingnefnd um um-
ferðaröryggi eftir að hann var
tekinn fyrir of hraðan akstur.
Jakob Buksti, sem gegndi emb-
ætti samgöngumálaráðherra Dan-
merkur frá 2000 til 2001, var
stöðvaður af lögreglu þegar hann
ók á 175 kílómetra hraða á klukku-
stund eftir vegi þar sem hámarks-
hraðinn var 110 kílómetrar. „Þetta
var bjartur dagur og það voru
engir aðrir ökumenn á hraðbraut-
inni,“ sagði Buksti sér til
málsvarnar. Hann á yfir höfði sér
allt að 300.000 króna sekt.
Fyrr á þessu ári gagnrýndi
Buksti ríkisstjórnina fyrir að
breyta hámarkshraðanum á
helstu hraðbrautum Danmerkur
úr 110 kílómetrum í 130.
NEW YORK, AP Glæpatíðni í New
York hefur hríðlækkað á síðustu
árum og mælist nú sú lægsta frá
því á sjöunda áratug síðustu aldar,
samkvæmt tölum sem Bandaríska
alríkislögreglan, FBI, sendi frá
sér.
Michael Bloomberg, borgar-
stjóri New York, lýsti borgina þá
öruggustu í Bandaríkjunum þegar
hann kynnti tölur síðasta árs um
glæpatíðni í borginni.
Í fyrra voru framdir 3.100
glæpir í New York á hverja
100.000 íbúa, sem er 25% undir
landsmeðaltali. Í Bandaríkjunum
öllum eru framdir 4.119 glæpir
að meðaltali á hverja 100.000
íbúa.
Bloomberg borgarstjóri sagði
að glæpum hefði fækkað um 5%
frá árinu 2001 til ársins 2002.
„Öruggasta borg Bandaríkj-
anna verður sífellt öruggari. Með-
an almannarómur sagði að glæpa-
tíðinin myndi aukast vegna und-
anhalds og fjárhagsvandræða
hefur lögregla borgarinnar sýnt
og sannað að hún er sú besta í ver-
öldinni,“ sagði Bloomberg.
Glæpatíðni hefur snarlækkað í New York:
Öruggasta borg Bandaríkjanna
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
Nýtum reynsluna frá Bosníu við
aðstoð í Írak.
BESTA LÖGREGLULIÐ Í HEIMI
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York,
þakkar það lögregluliði sínu að glæpum
hefur fækkað stöðugt þar í borg. Glæpa-
tíðni í New York hefur ekki mælst lægri
síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.
Umferðarstofa og lögregla
ósammála um slysatíðni
UMFERÐARMÁL Embætti Ríkislög-
reglustjóra og Umferðarstofu eru
með sitt hvora niðurstöðuna hvað
varðar fjölda slysa í umferðinni í
Reykjavík. Í ársskýrslu Ríkislög-
reglustjóra eru alvarleg slys í um-
ferðinni í Reykjavík árið 2000 sögð
79 en Umferðarstofa segir þau
hafa verið 44.
Ríkislögreglu-
stjóri segir að
árið 2001 hafi
orðið hafi 79 al-
varleg slys orð-
ið en niðurstaða
Umferðarstofu
er sú að það ár
hafi mikil
meiðsl í umferð
borgarinnar að-
eins orðið 28
alls. Þessar nið-
urstöður eru
sérlega athygl-
isverðar í því
ljósi að gagna-
banki Umferð-
arstofu byggir á
skýrslum frá
lögreglunni en
ársskýrsla Rík-
islögreglustjóra
byggir á tölum
frá Umferðarstofu.
Samkvæmt skráningu Umferð-
arstofu á alvarlegum meiðslum í
umferðinni í borginni á árunum
1999 til 2001 hefur orðið gríðarleg
fækkun á meiðslum í umferðar-
slysum í Reykjavík á árunum
1999 til 2001. Í gagnabanka Um-
ferðarstofu er því lýst að árið
1999 urðu þrjú dauðaslys í um-
ferðinni í borginni en 75 manns
hlutu alvarleg meiðsl. Árið 2000
urðu enn þrjú dauðaslys en sam-
kvæmt skráningu í gagnabankann
hafði fjöldi þeirra sem slösuðust
mikið hrapað niður í 44. Þetta
bendir til þess að gríðarlegur ár-
angur hafi náðst með forvarnar-
aðgerðum. En árið eftir má lesa
enn ein stórtíðindin því þá hlutu
aðeins 28 manns mikil meiðsl og
hafði fækkað um nær tvo þriðju.
Hrefna Hagbergsdóttir, sem er
ein þeirra sem skrá slys hjá Um-
ferðarstofu, sagðist ekki hafa
neinar skýringar á þessari miklu
fækkun. Hún segir að skráð sé
eftir skýrslum frá lögreglu og
kannast ekki við að aðferðafræð-
inni hefði verið breytt.
Það sem hins vegar mælir gegn
þeirri niðurstöðu að stórtíðindi
hafi orðið er að samkvæmt sömu
upplýsingum hefur árekstrum og
öðrum umferðaróhöppum ekki
fækkað. Í gagnabanka Umferðar-
stofu eru skráð öll tjón sem verða
í umferðinni. Fæst umferðar-
óhöpp urðu 1999, þegar 4.087 til-
vik eru skráð hjá lögreglu. Þvert á
það sem gerist varðandi skráð
meiðsl urðu fleiri óhöpp í umferð-
inni næsta ár eða 4.234.
rt@frettabladid.is
Árekstrum í Reykjavík fjölgaði á árunum 1999 til 2001 en meiðslum fækkaði gríðarlega sam-
kvæmt gagnabanka Umferðarstofu sem byggður er á lögregluskýrslum. Ríkislögreglustjóri með
aðrar niðurstöður í ársskýrslu en vitnar í Umferðarstofu.
SLYSATÍÐNI
Reykjavík
Árið 1999
Dauðsföll: 3
Mikil meiðsl: 75
Lítil meiðsl: 463
Engin meiðsl: 3546
Samtals: 4087
Reykjavík
Árið 2000
Dauðsföll: 3
Mikil meiðsl: 44
Lítil meiðsl: 370
Engin meiðsl: 3820
Samtals: 4234
Reykjavík
Árið 2001
Dauðsföll: 2
Mikil meiðsl: 28
Lítil meiðsl: 297
Engin meiðsl: 3818
Samtals: 4145
UMFERÐARSLYS
Ekki er að sjá samræmi milli Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra hvað varðar fjölda þeirra sem slösuðust á árunum 1999 til 2001.
Mjólkurskákmótið:
Eitt stærsta
mót ársins
SKÁK Mjólkurskákmótið á Selfossi
heldur áfram og var fjórða um-
ferð þess tefld í gær.
Hrafn Jökulsson segir mótið
vera eitt stærsta skákmót ársins á
heimsvísu þar sem allir keppend-
ur séu stórmeistarar. Mótið er
einnig, að hans sögn, það fjórða
sterkasta í íslenskri skáksögu.
Fjöldi stórmeistara er á mót-
inu, meðal annarra Vladimir
Malakov sem er hér í brúðkaups-
ferð.
Rúta féll niður í gljúfur:
Á þriðja
tug fórust
BOMBAY, AP Að minnsta kosti 24 létu
lífið og þrjátíu slösuðust þegar rúta
fór út af fjallvegi og féll niður í 60
metra djúpt gljúfur á vestanverðu
Indlandi. Tvö börn voru meðal
hinna látnu.
Slysið átti sér stað skammt frá
ferðamannastaðnum Mahabalesh-
war, um 150 kílómetra suðaustur af
Bombay. Að sögn lögreglu var bíl-
stjórinn að reyna að ná krappri
beygju þegar hann missti stjórn á
rútunni með fyrrgreindum afleið-
ingum. Íbúar í nærliggjandi þorp-
um aðstoðuðu lögreglu við að flytja
farþegana þrjátíu sem lifðu slysið
af á sjúkrahús.