Fréttablaðið - 03.11.2003, Page 30
Hrósið 30 3. nóvember 2003 MÁNUDAGUR
Hreyfingin mín
Ef menn vilja fremja glæp þá erbest að koma til Íslands,“ seg-
ir Jón W. Sewell, Breti sem búsett-
ur hefur verið hér um árabil og
segir farir sínar ekki sléttar. Jón
rak um hríð fyrirtækið Evrópskt
eldhús ehf. og seldi þá frönsk
„baguette“-brauð til veitinga-
staða. Nú hefur hann misst fyrir-
tækið og stendur eftir með kröfur
á nokkur veitingahús sem greiða
honum ekki fyrir brauðið. Brauð
sem gestirnir eru fyrir löngu bún-
ir að borða. Til dæmis á hann 600
þúsund krónur inni hjá veitinga-
manni sem nýverið hætti rekstri
veitingahúss við Vesturgötu og
opnaði annað við sömu götu: „Lög-
fræðingar mínir hafa reynt allt og
segjast ekki geta meira. Þessir
menn eru allir eignalausir en virð-
ast alltaf vera að opna nýja staði.
Þarna er einhver glufa í kerfinu
sem verður að stoppa upp í,“ seg-
ir Jón, sem skiljanlega er orðin
langþreyttur á hlaupum sínum á
eftir veitingamönnum sem borga
ekki fyrir brauð sem hann seldi
þeim: „Þó ég fái kannski aldrei
mitt lít ég svo á að ég hafi nú var-
að fólk við,“ segir Jón W. Sewell
dapur í bragði.
Veitingar
JÓN W. SEWELL
Seldi um árabil franskt brauð til
veitingastaða í Reykjavík. Segir Ísland
ákjósanlegt til glæpastarfsemi.
... fær Bubbi fyrir að þora að
segja þegar aðrir þegja.
Fréttiraf fólki
Brauðinu stolið
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Jónas Garðarsson.
Indriði G. Þorsteinsson.
Fredrikstad.
Ég bý í tveggja hæða húsi og fermikið upp og niður stigann,“
segir Stefán Karl Stefánsson leik-
ari. „Þessa dagana hreyfi ég mig
annars ósköp lítið en bráðum fer
ég að undirbúa mig fyrir upptökur
á Latabæ og þá sér Magnús Schev-
ing til þess að ég sé í fullu fjöri. Ég
fer reglulega í ræktina þegar ég
þarf að koma mér í gott form en er
enginn öfgamaður í hreyfingu
enda er allt best í hófi.“
Sex sætisólum var stolið úrFlugleiðavél á leið frá Keflavík
til Oslóar á dögunum. Grunur féll
strax á hóp sextíu ungmenna úr
Ringstabekk-skólanum sem voru
á heimleið úr Íslandsferð. Íslenski
flugstjórinn tilkynnti þegar flug-
málayfirvöldum á Gardemo-flug-
velli stuldinn og seinkaði brottför
vélarinar vegna þessa. Við leit
meðal ungmennanna fundust
strax fjórar sætisólar en tvær eru
enn ófundnar.
Norskir fjölmiðlar hafa fjall-
að um sætisólastuldinn og var
efnt til foreldrafundar í Ringsta-
bekk-skólanum í kjölfarið. Er
ljóst að málið er litið alvarlegum
augum af skólayfirvöldum en
nemendurnir voru hér á landi á
vegum ungmennastarfs Evrópu-
sambandsins sem gengur undir
nafninu Education and
Innovation og á að vera mennt-
andi. Sætisólaþjófnaðurinn hef-
ur varpað skugga á verkefnið og
verður allt gert til að sagan end-
urtaki sig ekki.
Stálu sætisólum úr Flugleiðavél
Það eru til alls kyns óskrifaðarreglur um klæðaburð þing-
manna en það stendur hvergi að
maður megi ekki vera í kúreka-
stígvélum,“ segir Katrín Júlíus-
dóttir, þingmaður Samfylkingar-
innar, en rauðu kúrekastígvélin
hafa vakið athygli á Alþingi. „Ég
hef aldrei fyrr fengið athygli fyr-
ir klæðaburð enda held ég að ég
klæði mig mjög hefðbundið miðað
við konu á mínum aldri. Mér
finnst allt í lagi að gera kröfur um
að fólk sé snyrtilegt til fara á
þingi en það kemur verr niður á
körlunum en okkur konunum. Það
er töluvert erfiðara að skilgreina
snyrtilegan klæðnað kvenna en
karlarnir eru skikkaðir til að vera
í jakka og með hálstau. Mér finnst
persónulega að karlmenn geti
verið alveg jafn fínir í jakkafötum
og snyrtilegum bol en ætla þó
ekki að vera með neina uppreisn á
nýja vinnustaðnum alveg strax.“
Katrín hefur ekki gert miklar
breytingar á eigin fatastíl eftir að
hún varð þingmaður: „Maður get-
ur verið fínn í svo mörgu en í bili
er ég þó búin að leggja gallajakk-
ann og gallabuxurnar á hilluna og
ég myndi til dæmis ekki mæta í
gallapilsi á þingfund. Utan þings-
ins klæðist ég svo bara því sem
mér líður best í.“
FLUGLEIÐAVÉL
Brottför seinkaði vegna þjófnaðar.
JÓN W. SEWELL
Brauðreikningar komnir til lögfræðinga sem standa ráðþrota.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Unglingar
FLUG
Sex sætisólar hurfu úr Flugleiðaþotu
sem flutti meðal annara 60 manna hóp
norskra ungmenna heim eftir Íslands-
dvöl. Hefur málið vakið athygli í norskum
fjölmiðlum.
Tíska
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Þingmaðurinn ungi hefur vakið
athygli fyrir rauðu kúrekastígvélin
sem hún klæðist á Alþingi en óskráðar
reglur þingsins gera kröfur um
snyrtilegan klæðnað.
Þingmaður í
kúrekastígvélum
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Lagði gallafötin á hilluna en hefur að öðru
leyti ekki gert miklar breytingar á fatastílnum
eftir að hún gerðist þingmaður.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM
Þrátt fyrir að Samfylkingarfólksamþykkti á þingi sínu um helg-
ina að gera ætti kaup á vændisþjón-
ustu refsiverða var setn-
ing þess efnis felld út úr
ályktun um mannrétt-
indamál í vinnuhópi um
mannréttindi, jafnrétti
og kvenfrelsi. Þetta olli
mikilli reiði meðal forystumanna
hópsins, sem lögðu áherslu á að lýsa
stuðningi við lagabreytingarfrum-
varp Kolbrúnar Halldórsdóttur og
þingkvenna úr öllum flokkum sem
nú liggur fyrir Alþingi. Kunnu þær
andstæðingum breytingarinnar litl-
ar þakkir og þótti víst sem hugsun-
arháttur þeirra væri forn.