Fréttablaðið - 09.11.2003, Qupperneq 39
39SUNNUDAGUR 9. nóvember 2003
„Tískan er í raun eitt form ljótleik-
ans - svo óþolandi að henni verður
að breyta á sex mánaða fresti.“
(Oscar Wilde, breskt skáld, 1854-1900.)
Tískan
Hugleiðing
Bland í poka og dýrin í Hálsa-koti, 20 ljóð og lög eftir Birgi
Svan Símonarson, er komin út.
Viðfangsefni bókarinnar eru dýr-
in sem okkur þykir vænst um.
Bókinni fylgja nótur og gítargrip
fyrir þá sem hafa gaman af spili
og söng. Kristín Arngrímsdóttir
myndskreytir. Samhliða útgáfu
bókarinnar er gefinn út geisla-
diskur með 16 lögum úr bókinni.
Dragdrottning Íslands, Ólaf-ur Helgi Ólafsson, hefur
nóg að gera í næstu viku: „Ég
verð á fullu að auglýsa út-
gáfupartí Kylie Minouge sem
verður haldið á Felix á laugar-
dagskvöldið og vona að sjón-
varps- og útvarpsstöðvarnar
taki mér vel. Ég vann titilinn
dragdrottning Íslands með lagi
eftir Kylie og upp frá því fékk
ég æði fyrir söngkonunni og hef
fylgst með því sem er að gerast
á heimasíðunni hennar. Ég tók
eftir því að hún er að senda frá
sér nýja plötu, Body Language,
og hugsaði með mér að það væri
gaman að heiðra söngkonuna
með því að halda útgáfupartí
hér á landi. Ég fékk leyfi til að
halda útgáfupartí á Felix og sé
um að skipuleggja skemmti-
atriðin en Skífan ætlar vonandi
að gefa nokkra geisladiska í
partíinu.
Það fer svo auðvitað einhver
tími í að æfa atriðið sem ég flyt
á kvöldinu.“
En hvernig koma skemmti-
atriðin til með að líta út í partí-
inu: „Ég er búinn að hafa sam-
band við nokkrar dragdrottn-
ingar og þær ætla að koma
í gervi Kylie og stæla ný
og gömul lög með Kylie.
Það á að koma á óvart
hvaða drottningar mæta á
svæðið en margar þeirra
eru þekktar í bransanum.
Ólafur segir Kylie
Minouge því miður ekki
komast í útgáfupartíið:
„Hún mætir ekki á svæðið
í eigin persónu þar sem
hún er með útgáfutónleika
sama kvöld í Hammer-
smith Appollo í London en
gestir kvöldsins munu án
efa finna fyrir nærveru
hennar í gegnum glæsileg-
ar drottningar.“ ■
Vikan sem verður
ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON
■ Dragdrottning Íslands Sabrína eða
Ólafur Helgi Ólafsson skipuleggur út-
gáfupartí til heiðurs söngkonunni Kylie
Minouge sem haldið verður á Felix á
laugardagskvöldið.
Skipuleggur
útgáfupartí fyrir
Kylie Minouge
Nú er komin út minningabókinEins og ég man það eftir El-
ínu Pálmadóttur en hún á að baki
einstakan feril bæði heima og er-
lendis og hefur
um áratuga
skeið verið
blaðamaður. Í
fréttatilkynn-
ingu útgefanda
segir að Elín
hafi ung tekið
þátt í störfum
Sameinuðu
þjóðanna í
New York í árdaga samtakanna
og kynnst listalífi Parísar á sjötta
áratugnum með Gerði Helgadótt-
ur myndhöggvara. Svo gisti hún
flóttamannaeyju í Asíu, varð
bensínlaus í afskekktum skógi í
Afríku og steig fyrst kvenna fæti
á íseyju norður í höfum og fór á
átakasvæði heimsins með friðar-
gæsluliði Sameinuðu þjóðanna
allt fram á þetta ár þar sem hætt-
ur leyndust við hvert fótmál.
■ Nýjar bækur
■ Nýjar bækur
Út er komin hjá Máli og menn-ingu bókin Að baki daganna
sem hefur að geyma tvær ljóða-
bækur Péturs
Gunnarssonar í
einni. Þetta eru
bækurnar Að baki
daganna - ljóð og
textar (1974-2001)
og Splunkunýr
dagur (1973). Pét-
ur hefur ekki gef-
ið út ljóðabók í 30
ár, en fyrsta bók hans, Splunku-
nýr dagur, er löngu uppseld og
hefur verið með öllu ófáanleg í
áratugi. Þá er í bókinni formáli
Péturs um aðdraganda og tilurð
Splunkunýs dags.
■ Leiðrétting
Í samtali við Ásgerði Flosadóttur í blaðinu á
fimmtudag kom fram kom að ágóði af sölu
geisladisks sem Gerður G. Bjarklind hefur val-
ið lögin á, rynni óskiptur til Mæðrastyrks-
nefndar. Hið rétta er að ágóðinn skiptist jafnt
á milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðra-
styrksnefndar.
ÍSLENSK KYLIE MINOUGE
Ólafur Helgi Ólafsson kom sá og
sigraði dragkeppni Íslands í gervi
Kylie Minouge. Hann skipuleggur
nú útgáfupartí fyrir drottninguna.
Það hefur loksins fengist stað-fest að breska rokkhljómsveit-
in Muse heldur tónleika hér á
landi í næsta mánuði. Þeir fara
fram í Laugardalshöll miðviku-
daginn 10. desember.
Þremenningarnir í Muse hafa
reyndar komið hingað að minnsta
kosti einu sinn áður en þá tók
sveitin upp myndband á svörtum
söndum Hólasands fyrir norðan.
Talsmenn Örlygs, umsjónar-
manna Airwaves-hátíðarinnar
sem flytja sveitina inn, segja þá
Matthew Bellamy söngvara og fé-
laga hans hafa viljað koma hingað
í lengri tíma. Ekki hefur náðst að
setja Íslandstónleika inn á anna-
sama áætlun þeirra fyrr en núna.
Vinsældir nýjustu breiðskífu
þeirra Absolution, sem er sú þrið-
ja í röðinni, hafa verið gífurlegar
og hefur sveitin leikið á um 40
tónleikum víðs vegar um heim á
síðustu tveimur mánuðum.
Miðasala á Muse-tónleikana
hefst í verslunum Skífunar á
næsta föstudag, 14. nóvember. ■
Tónlist
■ Hljómsveitin Muse heldur tónleika
hér á landi í næsta mánuði..
Muse staðfesta
komu sína
MUSE
Þremenningarnir í Muse eru á leiðinni. Tónleikarnir verða í Laugardalshöllinni, miðviku-
daginn 10. desember.