Fréttablaðið - 30.11.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 30.11.2003, Síða 19
18 30. nóvember 2003 SUNNUDAG ■ Viðskipti Kastljósið beindist að kjörumstjórnenda þegar tilkynnt var um valréttarsamninga stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka. Kjör æðstu stjórnenda hafa verið á uppleið um allan heim. Sú þróun hefur teygt anga sína til Íslands. Bandaríkin hafa farið fremst í flokki og leitt þessa þróun, eins og á svo mörgum sviðum viðskipta- lífsins. Tímariti Economist hefur fylgst með þróun launa stjórn- enda um áratugaskeið. Blaðið hef- ur verið gagnrýnið á þessa þróun; bæði hvað varðar laun stjórnenda, svo og kauprétti þeirra í fyrirtækj- um. Valréttarsamn- ingar stjórnenda hlutafélaga náðu líklega hámarki í t æ k n i b ó l u n n i miklu í lok tíunda áratugarins. Vaxt- arfyrirtæki í t æ k n i g e i r a n u m sáu sér hag í því að greiða stjórnend- um sínum í formi kaupréttar í stað hærri launa. Væntingar til þess- ara fyrirtækja voru miklar og í sumum tilvikum varð eignaaukn- ing forstjóranna gríðarleg, á pappírunum að minnsta kosti. Þessi þróun smitaði út frá sér. Í maíhefti Economist árið 1999 er spurt hvort nokkur forstjóri geti verið 200 milljón dollara virði, hversu góður sem hann annars kunni að vera. Verðbréfabólan var í hámarki og stjórnendur fyr- irtækja tóku inn stórar summur í kaupaukum ýmiss konar. Mel Karmazin, yfirmaður CBS-sjón- varpsstöðvarinnar, þénaði 200 milljónir dollara, á annan tug milljarða, árið 1998. Launin hans og bónusar voru 9,8 milljónir doll- ara, um 700 milljónir. Restina fékk hann í gegnum valréttar- samninga. Hann var þó ekki nema hálfdrættingur á við starfsbróður sinn hjá Walt Disney sem hafði 576 milljónir dollara upp úr krafs- inu. „Það hefur aldrei verið betra að vera forstjóri,“ sagði Economist árið 1999 og gagnrýndi það að stjórnendur fláðu feitan gölt á kostnað hluthafa. Meðal þeirra sem töldu kaupréttarsamn- inga vond býti var hinn kunni fjárfestir Warren Buffet, sem taldi þá skila litlu og vera dýra fyrir hluthafa. Formælendur nýja hagkerfis- ins voru á öðru máli. Kaupréttar- samningar gerðu til að mynda Jeff Bezos forstjóra Amazon.com kleift að stela fimmtán manns úr tæknideild verslunarrisans Wal- Mart. Stemning var í kringum Amazon þó mikill halli væri á rekstri þess. Wal-Mart var hins vegar arðsamt fyrirtæki. Hækk- un hlutafjár þess sagði aðra sögu. Bréf Amazon hækkuðu um 995% árið 1998 á meðan bréf Wal-Mart hækkuðu um 83%. Þetta átti þó eftir að breytast. Græðgi fellir þjóðhetju Kaupréttir stjórnenda komust í hámæli í kjölfar hneykslismála á Wall Street. Enron-hneykslið og bókhaldsbrellur World.com skuku stoðir hlutafjármarkaðarins á Wall Street og rýrði traust stjórn- enda stórfyrirtækja. Græðgi þeirra og kaupréttur höfðu leitt þá í freistni þess að láta rekstur fyrirtækjanna líta betur út en raun var, allt í þeim tilgangi að halda gengi bréfanna háu í stað þess að birta raunverulegt gengi fyrirtækjanna. Hagsmunir stjórn- enda af því að gengi bréfa héldist hátt voru að mati margra orðnir of miklir. Þær upphæðir sem voru í spilunum gera valréttarsamn- inga stjórnenda Kaupþings Bún- aðarbanka að skiptimynt í saman- burðinum. Hitt sjónarmiðið er að kaup- réttarsamningar tengi saman hag hluthafa og stjórnenda. Almennt er það talið traustvekjandi þegar innherjar, stjórnendur, stjórnar- menn og eigendur kaupa bréf í fyrirtækjum. Það er til marks um trú þeirra á framtíð fyrirtækisins. Til eru þeir almennir fjárfestar sem elta slík kaup og sumir vænt- anlega með ágætum árangri. Hins vegar verja samningar, eins og þeir sem gerðir hafa verið hér á landi, stjórnendur fyrir því að tapa á samningnum. Að margra mati er slíkt áhættuhvetjandi og til þess fallið að skammtímasjón- armið verði ofan á í rekstri fyrir- tækjanna, fremur en langtíma- sjónarmið. Skammtímasjónarmið- in eru í mótsögn við þá almennu ráðgjöf á fjármálamarkaði að hlutabréf séu langtímafjárfest- ing. Það eru ekki bara valréttar- samningar sem valda deilum. Í Bandaríkjunum og víðar eru margir sem telja að stjórnendur séu orðnir frekir til fjárins. Auk þess að hagnast verulega á vel- gengni fyrirtækjanna eru þeir jafnframt vel tryggðir, afþakki eigendurnir frekari þjónustu þeirra. Gylltar fallhlífar er nafnið sem risavöxnum starfslokasamn- ingum hefur verið gefið. Staða forstjóranna er orðin þannig að mati margra að þeir græði hvern- ig sem fer. Sú umræða sem orðið hefur í íslensku samfélagi á sér samsvör- un víða um heim. Stjórnendur Skandia í Svíþjóð hafa staðið í ströngu eftir að kjör þeirra komust í hámæli. Í Bandaríkjun- um féll stjórnarformaður Kaup- hallarinnar í New York, Richard Grasso, af stalli þjóðhetju þegar í ljós kom að uppsafnaður kaupauki hans í ár næmi 140 milljónum dollara, rúmum 10 milljörðum króna. Grasso varð þjóðhetja þeg- ar hann kom hjólum markaðarins í gang á ný eftir 11. september. Á einni nóttu varð hann holdgerv- ingur græðgi bandarískra for- stjóra. Gagnkvæmar gælur Laun forstjóra í hlutfalli við flestar aðrar stærðir efnahags- lífsins eiga sér sínar skýringar. Ein skýring er það sem menn nefna árátta til að gera betur en meðaltalið. Fyrirtæki sem ráða til sín forstjóra vilja tryggja að hann fái ekki betra tilboð frá sam- keppnisfyrirtækjum. Menn reikna því út meðaltal þeirra og gera mun betur. Næsta ráðning tekur svo mið af því meðaltali sem hefur hækkað vegna síðustu ráðningar og þannig koll af kolli. Eftirsóttustu starfskraftar vinnu- markaðar njóta því þessara hækk- ana sem bíta í skottið á sér. Eng- inn vill borga stjóranum sínum minna en næsti maður. Menn vilja senda þau skilaboð að besti for- stjórinn hafi verið ráðinn. Afleið- ingin er að laun forstjóra eru komin úr öllu samhengi við aðra þætti viðskiptalífsins. Enn er fjárfestirinn kunni Warren Buffet kallaður til sög- unnar. Í bréfi sínu til hluthafa sjóðs hans, Berkshire Hathaway, segir Buffet þessa þróun ekki skrifast á slaka löggjöf, heldur fremur á það sem hann kallar „andrúmsloft stjórnarherbergj- anna“. Viðhorfið sé: „Ef þú klórar mér, þá skal ég klóra þér.“ Eigin- leg laun forstjóra hafa ekki hækkað í sama mæli og kauprétt- ur, aukagreiðslur og starfsloka- samningar. Þegar laun stjórn- enda eru ákveðin eru oftar en ekki kallaðir til rándýrir ráðgjaf- ar og segir Buffet þá ráðleggja háa valréttarsamninga. And- rúmsloft stjórnarherbergjan er þannig, segir Buffet, að þ væri eins og að ropa við matbo ið í fínu boði að reyna að fá þ nefndir fyrirtækjanna s ákvarða laun til að endursko forstjórasamningana. Straumurinn er gegn forstjó laununum. Í alþjóðlegum sam burði eru íslenskir forstjó hreinir ölmusumenn. Milljar forstjórarnir bandarísku stjó líka margfalt stærri fyrirtækj en þeir íslensku. Hluthafar stjórnmálamenn eru farnir spyrna við fótum. Raddir áhr mikilla fjármálamanna eins Warrens Buffets eru farnar að eyrum sífellt fleiri. Buffet se að í óefni stefni ef þessi þró haldi áfram. Launanefndir fy tækjanna verði að setjast teikniborðið og teikna upp á ný Það verði erfitt að finna þá stjó armenn í skjallbandalagi of launanna sem stigi fram og h þor til að brjóta ofurlaunaísinn haflidi@frettablad ÖLMUSUMENN Hávær umræða um stjórnendur Kaupþings Búnaðarbanka dró athygli að háum launum forstjóra. Bandaríkin hafa farið fremst í flokk harðsvíruðustu kapítalistar telja forstjóra stórfyrirtækja á svo svimandi háum launum að það taki engu tali. Við hlið milljarðaforstjóran eru íslenskir forstjórar hreinir ölmusumenn. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi New York 17.000 kr./100 kg m.v. flug frá JFK til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO Ofurlaunamennirnir Umræða um há laun forstjóra er ekki séríslensk. Hneykslismál ofurlaunaforstjóra hafa oft skot upp kollinum í Bandaríkjunum. Forstjórar stórfyrirtækja taka tugmilljarða á ári í aukagreiðslu og kauprétti. Jafnvel hörðustu kapítalistum þykir nóg um og vilja snúa þessari þróun við. WARREN BUFFET Andrúmsloft stjórnarherbergjanna e þannig, segir Buffet, að það væri eins að ropa við matborðið í fínu boði a reyna að fá þær nefndir fyrirtækjann sem ákvarða laun til að endurskoða f stjórasamninganna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Eftirsóttustu starfskraftar vinnumarkaðar njóta því þess- ara hækkana sem bíta í skottið á sér. Enginn vill borga stjóran- um sínum minna en næsti maður. Menn vilja senda þau skilaboð að besti forstjórinn hafi verið ráð- inn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.