Fréttablaðið - 30.11.2003, Page 20
19
Ekki gleyma þínu fólki í útlöndum um jólin
Jólapakkar með DHL á tilboðsverði – sama verð um allan heim*
Lítill pakki: 3.950 kr. (33x31x17 sm – Hámarksþyngd 10 kg) Stór pakki: 9.950 kr. (42x35x26 sm – Hámarksþyngd 30 kg)
Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa utan Evrópu er 15. desember.
Síðasti dagur til að senda jólapakka til landa innan Evrópu og til Bandaríkjanna er 18. desember.
Pakkamóttaka opin alla virka daga frá 8.00 til 16.30.
DHL á Íslandi, Skútuvogi 1e. Sími: 535 1100.
Hafið samband við þjónustudeild DHL í síma 535 1122 fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðisins.
*Verð miðast við staðgreiðslu og staðlaða stærð kassa sem DHL útvegar þér að kostnaðarlausu – Tilboðið gildir til 1. janúar 2004.
D
H
L
FÆR IR Þ ÍNUM
JÓLIN
UMALLAN
HE
IM
NNUDAGUR 30. nóvember 2003
Virk gjaldeyrisstýring geturbætt ávöxtun erlendra
na íslenskra lífeyrissjóða um
prósentustig. Þetta er með-
þess sem kom fram á ráð-
fnu Landsbankans um virka
ldmiðlastjórnun lífeyris-
ða.
Lífeyrissjóðirnir hafa verið
auka erlendar eignir sínar á
danförnum árum og algengt
að þær séu milli 15 og 30 pró-
t heildareigna þeirra. Mikill
nur er almennt á hlutfalli
ndaríkjadala í erlendum
num sjóðanna, sem er oft um
%, og hlutfalli dollara í geng-
ísitölu Seðlabankans, sem er
25%. Þetta tvennt veldur
að erlendar eignir sjóðanna
u mjög viðkvæmar fyrir
ytingum á nafngengi krón-
nar og styrk dollarans.
Á ráðstefnunni var rakið með
aða hætti megi lágmarka
ngisáhættu sjóðanna og um
ð bætt ávöxtun þeirra um-
svert til lengri tíma, lífeyris-
gum til hagsbóta.
Arnar Jónsson, forstöðumað-
gjaldeyris- og afleiðuvið-
pta Landsbanka Íslands,
gði gengisbreytingar geta
t mikil áhrif á ávöxtun ís-
skra lífeyrissjóða og því ætti
líta á virka gjaldeyrisstýr-
u sem nauðsynlegan hluta
rfsemi þeirra. Hann sagði
ran hluta af flökti erlendra
ta- og skuldabréfa í raun
kt á gjaldmiðlum. Reynsla
ndsbankans sýndi að auka-
ati af virkri stýringu á gjald-
miðlasafni næmi að jafnaði einu
prósentustigi á ári. Sem dæmi
um ábata af gjaldmiðlastjórnun
tók Arnar dæmi af lífeyrissjóði
með 10 milljarða króna í erlend-
um eignum. Á árunum 2001 til
2003 hefði virk gjaldeyris-
stjórnun skilað sjóðinum 334
milljónum króna betri afkomu.
Spáð fyrir um sveiflur
Þar til fyrir nokkrum árum
beittu íslensk fyrirtæki skulda-
stýringu í litlum mæli. Arnar
líkti umræðunni nú við umræð-
unna 1997, þegar skuldastýring
fyrirtækja þótti nýstárleg. Nú
þykir sjálfsagt að íslensk fyrir-
tæki njóti sérfræðiráðgjafar til
þess að beita skuldastýringu.
Erlendir gestir ráðstefnunn-
ar voru Gavin White, gjaldeyr-
issérfræðingur hjá Royal Bank
of Scotland, og Robert Meijer,
ráðgjafi í gjaldeyrisstýringu.
Gavin White fjallaði um nýtt
gengislíkan sem banki hans hef-
ur þróað og spáir fyrir um
sveiflur í gengi. Hann benti á að
þrátt fyrir að til langs tíma litið
jafnaðist gengisáhætta út, leiði
miklar skammtímasveiflur í
gengi gjaldmiðla til þess að
hægt sé að ná talsverðum ár-
angri með því að nota þetta nýja
líkan. Sjóður með 14 gjaldmiðla
körfu sem stýrt hefur verið eft-
ir líkaninu hefur skilað 11 pró-
sent ávöxtun á undanförnu ári.
Robert Meijer hjá Meijer
Consultancy fjallaði um stýr-
ingarviðmið lífeyrissjóða og
aðferðafræði við val og út-
færslu á þeim. Rannsókn sem
Meijer hefur unnið sýnir að
með því að gengisverja sjóði
með stýringaviðmiðum eykst
ávöxtun þeirra um eitt pró-
sentustig og áhættan minnkar
sem nemur einu og hálfu pró-
sentustigi. Í máli Meijers kom
einnig fram að hann telur að
gengisstýring lífeyrissjóða eigi
að vera aðskilin frá hefðbund-
inni eignastýringu þeirra og
voru fleiri sem tóku undir það
sjónarmið. ■
HÆGT AÐ BÆTA
Arnar Jónsson, Sigurjón Þ. Árnason, Gavin White og Robert Meijer fjölluðu um hvernig lífeyrissjóðir geta bætt sig enn frekar með því að
beita virkri gjaldmiðlastýringu.
Bætt afkoma með virkri stýringu
Lífeyrissjóðir dreifa áhættu fjárfestinga sinna með erlendri fjárfestingu. Henni fylgja hins vegar sveiflur í gengi gjald-
miðla. Samkvæmt sérfræðingum á ráðstefnu Landsbankans er hægt að nýta sér virka stýringu til að hagnast á gjaldeyris-
þætti fjárfestingarinnar.