Fréttablaðið - 30.11.2003, Qupperneq 28
27NNUDAGUR 30. nóvember 2003
Ragnhildur Richter hefur rannsakað íslenskar ævisögur um árabil:
Greinilega í tísku
Uppgjör konu var alger met-sölubók og er ofsalega fín bók
að mörgu leyti,“ segir Ragnhildur
Richter, sem hefur rannsakað ís-
lenskar ævisögur um árabil, um
ævisögu Höllu Linker sem kom út
fyrir jólin 1987. Ragnhildur úti-
lokar ekki að með bók Höllu hafi
orðið ákveðin þáttaskil í ævi-
sagnaritun á Íslandi.
„Bókin fékk nú mjög blandna
pressu og það var talsvert talað illa
um hana, mjög óverðskuldað að
mínu mati,“ segir Ragnhildur, sem
hefur meðal annars notað Uppgjör
konu til kennslu í námskeiðum um
ævisagnaritun. „Bók Steinunnar
Sigurðardóttur um Vigdísi Finn-
bogdóttur, Ein á forsetavakt,
rokseldist árið eftir þannig að það
er alveg ljóst að ævisögur kvenna
eru góð söluvara.“
Ragnhildur er ekki frá því að
konur séu líklegri til að gera til-
finningalíf sitt upp í ævisögum
sínum en karlar, sem oftar en ekki
gera upp við menn og málefni að
loknum löngum stjórnmálaferli.
„Það er nú samt svo merkilegt að
konur skrifa kannski meira um
annað fólk en sjálfar sig í ævisög-
um sínum og nú virðast þær mik-
ið vera að skrifa um mennina sína.
Karlar hafa svo líka vissulega
skrifað allt mögulegt um vanda-
mál sín, sálarangist og kvíða.“
Karlagrobb á undanhaldi
Ragnhildur segir að það geti vel
verið að einhver tískusveifla búi að
baki vinsældum bóka um fólk sem
sigrast á alkóhólisma og öðrum and-
legum og líkamlegum meinum enda
er þessi umræða síður en svo bund-
in við bækur og er afar áberandi í
sjónvarpi. „Fólk, sem á við ákveðin
vandamál að glíma, hefur líka talað
um að það sæki uppörvun í að lesa
um einhvern sem hefur staðið í
sömu sporum og náð að rífa sig upp.
Það er greinilegt að þetta er í tísku
og það er til fullt af þessu. Fyrir
nokkrum árum síðan voru karla-
grobbsbækur í tísku og þessi tegund
ævisagna hefur kannski bara leyst
þær af hólmi. Ég hef fyrir mína
parta engan áhuga á að velta mér
upp úr eymd annarra en mér finnst
þessar bækur samt áhugaverðari
lesning en yfirborðslegt karla-
grobbið, þó alkabækur geti auðvitað
líka verið yfirborðslegar.“ ■
RAGNHILDUR RICHTER
Telur áhuga fólks á lífsreynslusögum fyrst og fremst ráðast af viðleitni þess til að spegla
sjálft sig í sögunum. „Þessar bækur svala líka forvitni að einhverju leyti og það er mjög
gott. Ég held samt ekki að fólk sé almennt að hnýsast þó það sé sjálfsagt tilgangur ein-
hverra lesenda.“
Það er greinilegt að
þetta er í tísku og
það er til fullt af þessu.
,,
ið heppinn með tímasetningu.
vennabaráttan var í hámarki
fólk hafði áhuga á sögu þessar-
alþýðukonu sem reyndi að
mast á toppinn og beið ósigur
andslagið breyttist eftir þetta.
isögur höfðu hingað til að
stu verið bundnar við karla og
ekki síst stjórnmálamenn en
isögur kvenna festust í sessi
m góð söluvara í kjölfar bókar-
ar.“
Halla Linker sló hressilega í
gn með Uppgjöri konu fyrir jól-
987 og er velgengni hennar og
ið sem greip um sig í kringum
na enn í minnum haft og ári síð-
seldist bók Steinunnar Sigurð-
óttur, Ein á forsetavaktinni,
Vigdís Finnbogadóttur feiki-
a vel.
Þessar tvær bækur skjóta iðu-
a upp kollinum þegar ævisög-
íslenskra kvenna eru til um-
ðu ásamt metsölubók Ingólfs
Maríu Guðmundsdóttur, ljós-
ndara og fyrirsætu, sem kom
árið 1995. María, konan á bak
goðsögnina seldist í 13.000
tökum sem þykir býsna gott
n þann dag í dag.
Velgengni bókanna um Maríu
Höllu er umlukin einhvers
nar ævintýraljóma sem gerir
að verkum að þær stöllur
a verið meginstoð þeirrar
nningar að litrík ævi íslenskra
enna, sem hasla sér völl er-
dis, séu traust söluvara. Bæk-
Reynis Traustasonar um Sonju
rilla og Lindu Pétursdóttur
a á undanförnum árum tekið
öll tvímæli um að ævisögur
kvenna eru vænlegar til
vinsælda.
litísk móðu-
rðindi karla
Karlmönnum virðist
ur gefið að selja líf
nema þeir séu baðaðir goð-
naljóma eins og Einar Ben.,
Sigurðsson og Stephan G.
phansson, eða umdeildir í póli-
eins og Sverrir Hermannsson í
Jón Baldvin Hannibalsson í
ra og Steingrímur Hermanns-
fyrir nokkrum árum. Þegar
ið er mið af ævibókalandslagi
ins í ár virðast reynslusögur
óhólista og þjóðþekktra ein-
klinga, ekki síst kvenna, hafa
st pólitíkusana af hólmi.
Þessi breyting er í takt við þjóð-
agsbreytingar en það þykir ekk-
athugavert við það lengur að
fólk beri tilfinningar sínar á torg.
Þetta sést einna best á nýjum
áherslum í framleiðslu sjónvarps-
efnis þar sem allt gengur út á það
að fanga einhvern óljósan raun-
veruleika og gefa áhorfendum
kost á að fylgjast með vonum og
ástarsorgum fólks í þáttum eins og
Survivor, The Bachelor og spjall-
þáttum Opruh Winfrey og dr. Phils.
Sárabót meðaljónsins
Kolbrún segir að öll umræða
um viðkvæm tilfinningamál hafi
galopnast á undanförnum árum
en telur þó aðrar ástæður liggja
að baki þessum miklu vinsældum
ævisagna sem fjalla um fíkni-
efnaneyslu og önnur vandamál
þjóðþekktra einstaklinga. „Áhugi
fólks á högum annarra, ekki síst
þeirra ríku og frægu, er eðlis-
lægur. Þetta fólk hefur verið öf-
undað og mér heyrist á fólki að
það fái aðallega eitthvað út úr því
að komast að því að líf ríka,
fræga og fallega fólksins er ekki
bara dans á rósum. Þetta róar dá-
lítið afbrýðisemi hins almenna
lesanda í garð þeirra sem hafa
náð lengra. Ég er ekki að segja að
fólk sé illgjarnt en þetta virðist
svolítið ganga út á þetta og bæk-
urnar virðast oft vera einhvers
konar sárabót fyrir þá sem eru
ekkert allt of ánægðir með sinn
feril.“
Kolbrún bendir einnig á að í
uppgjörsbókunum komi fram
gríðarleg þörf fyrir að segja allt.
„Það er mikið lagt upp úr því að
láta alla vita allt og draga fjöl-
skyldumeðlimi og annað fólk inn
í söguna, án þess jafnvel að það
kæri sig nokkuð um að láta fjalla
um sig. Ég finn alltaf dálítið til
með því fólki sem dregst inn í
svona bækur. Ég held líka hrein-
lega að það sé ekki alltaf hægt
að gera alla hluti upp. Sumt
verður aldrei gert upp og mér
finnst að fólk verði að sætta
sig við það að það geti ekki
klárað öll mál, sérstak-
lega ef annar að-
ilinn er ekki
tilbúinn til uppgjörs.
Ég held að þessi tilhneiging til að
gera hlutina upp í bókum frammi
fyrir alþjóð skilji oft eftir sig
dýpri sár en voru fyrir. Mér
finnst þessi þörf fyrir uppgjör
stundum komin út í hálfgerða
öfgar. Sumt verður bara að fá að
liggja kyrrt.“
thorarinn@frettabladid.is