Fréttablaðið - 30.11.2003, Page 29
28 30. nóvember 2003 SUNNUDAG
Líklega eru þeir ekki margirsem vita það, en um það bil
helmingur af öllu vatni sem notað
er til húshitunar á svæði Orku-
veitu Reykjavíkur á höfuðborgar-
svæðinu kemur frá Mosfellsbæ,
nánar tiltekið úr Reykjaveitu. Í
dag eru liðin 60 ár frá því að þessi
merkilega uppspretta hita og yls
tók til starfa.
Upphafið má rekja til þess að
hinn 30. nóvember árið 1943 var
heitu vatni hleypt á hitakerfi húss-
ins Hnitbjarga, sem er listasafn
Einars Jónssonar á Skólavörðu-
holti. Vatnið kom úr Reykjaveitu.
„Sá dagur var áfangi á langri og
erfiðri leið, því stríðsástand hafði
sett mikið strik í reikninginn,“ seg-
ir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor-
maður Orkuveitu Reykjavíkur.
„Efni til veitunnar tapaðist í
striðsátökum á hafinu eða vegna
hráefnisskorts og bæjarbúar í
Reykjavík máttu sætta sig við upp-
grafnar götur og skurði mánuðum
saman. En dagurinn var líka áfangi
á leið Hitaveitu Reykjavíkur, sem
án efa er eitt mesta þjóðþrifafyrir-
tæki borgarbúa og raunar lands-
manna allra, því sá þjóðhagslegi
sparnaður og stórbættu lífsgæði
sem hitaveitunni fylgdu, og fylgja í
dag, verða seint mæld til fulls.“
Sex þúsund tonn af vatni
Því hefur stundum verið haldið
fram að ef Orkuveitan þyrfti að
nota olíu til orkuvinnslu þyrfti til
þess um 360 þúsund tonn af olíu á
ári, með tilheyrandi umhverfis-
mengun. Slíkt magn kostar um níu
milljarða. Ef Orkuveitan notaði
kol til orkuöflunar þyrfti til þess
um 560 þúsund tonn árlega. Það er
haugur sem er á stærð við Öskju-
hlíðina. „Framsýni þeirra sem
stóðu að Reykjaveitunni er því
eins og nærri má geta ómetanleg
fyrir þær kynslóðir sem komu í
kjölfarið,“ segir Alfreð.
Á seinni hluta 19. aldar tók fólk
í Reykjahverfi að nýta sér ylvolga
moldina til matjurtaræktar.
Snemma á 20. öld ræktaði Óskar
Halldórsson tómata á svæðinu,
fyrstur Íslendinga, og árið 1923
var fyrsta gróðurhús landsins
reist í Reykjahverfi. Haustið 1933
tóku menn svo til óspilltra mál-
anna og boruðu eftir heitu vatni í
landi Reykja og Reykjahvols.
Vatnið sem upp kom var 82-87
gráða heitt og ljóst að það væri
svo mikið að hægt yrði að leiða
það til höfuðborgarinnar.
Steinsteyptur stokkur var lagð-
ur frá Dælustöðinni, gegnum
endilanga Mosfellssveit og í hita-
veitutankana í Öskjuhlíð. Stokk-
urinn var mikið mannvirki, rúm-
lega 15 km langur, og þurfti með-
al annars að leggja hann yfir
fimm vatnsföll. Tvær 14 tommu
stálpípur lágu í stokknum
fluttu 250 sekúndulítra af he
vatni.
Heildarmagn úr þeim 34 b
holum sem nú eru á Reykjasvæ
inu og Reykjahlíðarsvæðinu
um sex þúsund tonn á kluk
stund. Á köldum vetrardegi
dælt um tólf þúsund tonnum
heitu vatni til borgarbúa á hve
klukkustund, frá Reykjum
Reykjahlíð, Nesjavöllum og l
hitasvæðunum innan borg
markanna. ■
Hann hefur sterka viðveru oger glæsilegur á velli. Hann er
vel gefinn en umdeildur. Hann
hefur lag á því, með fari sínu, að
þröngva mönnum til að taka af-
stöðu til sín og þá mjög afgerandi
afstöðu,“ segir Birgir Guðmunds-
son, blaðamaður og kennari við
Háskólann á Akureyri, um þann
mann sem um er spurt að þessu
sinni. Birgir bætir því við að
framganga hans geti virkað sjálf-
birgingsleg en fyrir innan brynj-
una sé hann síður en svo þessi
hrokagikkur sem margir virðist
telja hann vera.
Guðrún Gunnarsdóttir söng-
kona þekkir þann sem um er spurt
mætavel og hún notar þessi orð til
að lýsa manninum: „Vinur vina
sinna. Ráðagóður, ákveðinn,
skemmtilegur sögumaður og of-
boðslega góður kokkur. Mörgum
konum finnst hann kynþokkafull-
ur og það hefur ekkert breyst þó
að gráu hárunum hafi fjölgað í
seinni tíð. Hávaxinn og gustar af
honum. Það fer ekki framhjá nein-
um þegar hann mætir í salinn.“
„Hann kemur mér fyrir sjónir
sem óvenjulega heiðarlegur mað-
ur og hreinskiptinn. Fólk veit
hvar það hefur hann. Ég held hann
sé ekki góður í baktjaldamakki.
Og svo er hann óumdeilanlegt
glæsimenni,“ segir Kristrún
Heimisdóttir lögfræðingur. H
segir hann eiga við nýja tegu
vanda að stríða, sem sé ímynd
vandamál. En munur er á p
sónulegri viðkynningu og svo f
miðlaímynd.
Og nú er einfaldlega spu
Hver er maðurinn? Svar á s
30. ■
ÁKVEÐINN
Það gustar af honum hvar sem hann
og menn nánast neyðast til að taka til
afstöðu, segja samferðarmennirnir
Hver er maðurinn?
Vel gefið glæsimenni
STOKKURINN ÚR REYKJAVEITU
Steinsteyptur stokkur var lagður frá Dælustöðinni, gegnum endilanga Mosfellssveit og í hitaveitutankana í Öskjuhlíð. Stokkurinn var m
mannvirki, rúmlega 15 kílómetra langur og þurfti að leggja hann yfir fimm vatnsföll.
ALLS KYNS SÖGUR SPUNNUST
Mikið nýjabrum fylgdi heita vatninu og spunnust um það alls kyns sögur. Ein var á þá leið
að þegar opnað var fyrir leiðsluna í Reykjavík hafi Færeyingur skolast út með vatninu.
Flugufóturinn fyrir þessari sögu mun vera sá að þegar opnað var fyrir leiðsluna hafi verka-
mannabuxur eða önnur flík komið í ljós.
VERKAMENN AÐ STÖRFUM
Fjöldi manns vann við lagningu hitaveitustokksins og var vinnan kærkomin eftir sulta
tímabil kreppuáranna. Ekki voru allir hrifnir af vinnubrögðunum og Björn Bjarnarson
(1856-1951) bóndi í Grafarholti lét í sér heyra á prenti árið 1943: „Hinn skammi vinn
tími elur slæpingshátt hjá fjöldanum af verkamönnum. Þeir eyða kaupi sínu í skemta
og útslátt, til að létta af sér leiðindum og drepa tímann.“
Helmingur heita vatns-
ins kemur úr Mosfellsbæ
Í dag eru 60 ár liðin frá því að fyrsta húsið í Reykjavík
var hitað með heitu vatni frá Reykjaveitu í Mosfells-
bæ. Það var listasafn Einars Jónssonar. Síðan þá hefur
mikið vatn runnið til Reykjavíkur: