Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 4
4 13. desember 2003 LAUGARDAG Hvað finnst þér um fyrirhugaða kjarabót þingmanna? Spurning dagsins í dag: Stóðu stjórnvöld við öryrkjasamkomu- lagið með lögum sem samþykkt voru á Alþingi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 63,6% 14,7% Svívirðileg 4,6%Veit ekki Ósanngjörn 17,1%Sanngjörn Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Norðurlönd Forstjóri Tryggingastofnunar: Aðgerðir verður að samræma HEILBRIGÐISMÁL „Auðvitað er það þannig, að þegar skrúfað er fyrir á einum stað, þá sér þess gjarnan merki annars staðar,“ sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, um fyrirhugaðan niðurskurð á þjón- ustu Landspítala - háskólasjúkra- húss vegna viðblasandi fjárhags- vanda. „Svona aðgerðir verður að gera með samræmdum hætti.“. Karl Steinar kvaðst ekki vera búinn að sjá niðurskurðartillögur stjórnarnefndar Landspítalans, þannig að hann gæti ekki tjáð sig um þær sem slíkar, né farið nánar út í áhrif þeirra. Hann kvaðst enn- fremur myndu eiga samráðsfund með Magnúsi Péturssyni, for- stjóra Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, í næstu viku, þar sem farið yrði yfir stöðuna. „Að einhverju leyti leitar það sem niður verður skorið sér far- vegs á öðrum stöðum til dæmis hjá Tryggingastofnun svo og fleiri stöðum. Það má líkja þessu við blöðru, fulla af lofti, sem potað er í. Rúmmálið eykst bara annars staðar.“ ■ LOÐSKINN „Þetta er mikið áfall og fór á annan veg en maður vonaðist eftir. En það er líka bágt til þess að vita að þetta er að hluta til heimamönnum sjálfum að kenna. Þeir sváfu á verðinum fyrr á ár- inu, það voru tækifæri til þess að ganga frá þessu en það var ekki gengið í það,“ sagði Jón Karlsson, for- maður Öldunn- ar, verkalýðs- félags á Sauðár- króki í gær. Þá hafði b a n k a s t j ó r n Kaupþings-Bún- aðarbanka stað- fest þann kaup- samning sem undirritaður var í lok nóvember um sölu á öllu hlutafé Loðskinns á Sauðárkróki. Kaupandinn er Stök- ur ehf. á Akureyri, eigandi Skinnaiðnaðar á Akureyri. Eftir að sá samningur var und- irritaður, sendu heimamenn Kaupþingi-Búnaðarbanka, ítrek- un á fyrra tilboði sínu í verksmiðj- una. Það var að mati bankastjórn lakar en fyrirliggjandi samningur við Stökur á Akureyri. Starfsfólki Loðskinns var í gær gerð grein fyrir ákvörðun banka- stjórnar Kaupþings-Búnaðar- banka. Þeir 40 starfsmenn sem vinna hjá Loðskinni eru uggandi um framtíð sína. Ormarr Örlygsson, fram- kvæmdastjóri Staka, segir að fyrsta verk nýrra eigenda verði að freista þess að snúa við tap- rekstri sem verið hefur á starf- seminni undanfarin ár og endur- skipuleggja vinnslu fyrirtækisins. Reynt verði að ná fram ákveðinni hagræðingu og samlegðaráhrifum með samrekstri beggja rekstrar- eininganna að hluta. Þannig hefði verið ákveðið að ná strax fram hagræðingu með sameiginlegri framkvæmdastjórn og bókhalds- vinnu fyrirtækjanna. Ormarr seg- ir að Stökur hafi hins vegar engin áform uppi um annað en áfram- hald reksturs á Sauðárkróki. Óskað verður formlegra við- ræðna við Sveitarfélagið Skaga- fjörð og Skagafjarðarveitur ehf. um starfsumhverfi Loðskinns Sauðarkróki ehf. til framtíðar og mögulegt samstarf. the@frettabladid.is Snæfríður Baldvinsdótt Berst fyrir forræði FORRÆÐISDEILA Snæfríður Baldv dóttir, sem vann mál sem fyrrvera sambýlismaður hennar höfðaði g henni, vill að eftirfarandi komi fr vegna fréttar af máli hennar: „Þess misskilnings gætir í fr inni að Hæstiréttur hafi úrskurða ég hefði fullt forræði yfir dó minni. Svo er ekki. Hér var um ræða mál þar sem fyrrverandi s býlismaður minn krafðist afhend ar hennar til Mexíkó. Þeirri kröfu synjað.“ Snæfríður segir ónákvæ hafa gætt í nokkrum efnisatrið öðrum en sér ekki ástæðu til að re þau frekar og óviðeigandi að fj um málarekstur sem sé ólokið. ■ Í LÆKNINGASJÓÐ Ásdís mun leggja ágóðann af jólabingó í sérstakan sjóð til að fjármagna fyrirh aðar lækningaferðir Birkis Emils til útla Jólabingó: Ágóðinn til mæðgina FÉLAGSMÁL „Ég mun leggja þe peninga í sjóð fyrir Birki Em segir Ásdís Jónsdóttir um það fr tak Framsóknarfélaganna í M fellsbæ að láta allan ágóða af j bingói sínu renna til hennar og l sonar hennar, Birkis Emils, sem með goldenhar-heilkenni. Féla málayfirvöld í Mosfellsbæ hafa farið hafnað tímabundinni fjárha aðstoð við mæðginin. Jólabingóið verður haldið í klukkan 13 að Háholti 14, 2. hæ Mosfellsbæ, í sama húsi og tónl arskólinn. Ásdís sagði, að sjóður yrði notaður til að fjármagna fer þær sem Birkir Emil litli þyrft fara til lækninga erlendis, min þrjár á ári. ■ MOHAMED ELBARADEI ElBaradei segir að kjarnavopn veiti aðeins falskt öryggi. ElBaradei hvetur Ísraela: Vill eyðingu kjarnavopna ÍSRAEL, AP Mohamed ElBaradei, yf- irmaður Alþjóða kjarnorkumál- stofnunarinnar, hefur skorað á Ísraelsmenn að eyða meintum kjarnavopnum sínum til þess að ryðja brautina fyrir varanlegan frið í Mið-Austurlöndum, eins og Suður-Afríkumenn gerðu árið 1989. Þetta kom fram í viðtali El- Baradeis við ísraelska dagblaðið Haaretz. Ísraelar hafa aldrei viðurkennt að vera eitt af kjarnorkuveldun- um en eru taldir ráða yfir kjarna- vopnum. Í þessu fyrsta viðtali sínu við ísraelskt dagblað sagði ElBaradei einnig að Ísraelsmenn ættu skil- yrðislaust að undirrita alþjóða- sáttmálann gegn útbreiðslu gjör- eyðingarvopna. ■ Reykjavík: Reykur í strætó VETNISSTRÆTÓ „Það bráðnaði sla tengd hitara og út frá því kom no ur reykur,“ segir Steindór St þórsson, deildarstjóri í akstursd Strætó bs., um mikinn reyk s varð vart í vetnisstrætisvagni í g Steindór segir enga hættu h stafað af reyknum, hann hafi e komið upp nærri vetninu sem toppi vagnsins. Hann segir bilun eins geta hafa átt sér stað í sa konar dísilvagni. Vetnisvagn verður leystur af þar til gert he verið við bilunina. ■ Bruni í Þórufelli í Breiðholti: Íbúðin talin ónýt eftir brunann BRUNI „Íbúarnir voru heima og son- urinn var að horfa á sjónvarpið þeg- ar kviknaði í því,“ segir Þorvaldur Geirsson, hjá slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, um bruna sem var í íbúð á efstu hæð í Þórufelli rétt fyr- ir klukkan þrjú í gærdag. Þorvaldur segir móðurina hafa strax orðið vara við eldinn enda íbúðin í minni kantinum. Eldurinn breiddist fljótt út, sjónvarpið stóð á hillusamstæðu, eldurinn í gardínur og rúður sprungu. Mikill reykur myndaðist og barst út á stigagang- inn og inn í næstu íbúð. Mikill viðbúnaður var vegna brunans og voru þrír stigagangar rýmdir. Slökkvistarf gekk vel og var því lokið um þremur korterum eftir að tilkynnt var um eldinn. Íbúðin er talin ónýt vegna elds og reyk. Þá eru skemmdir vegna sóts í stigagangi og næstu íbúð. Þorvaldur vill beina því til fólks að búa sig vel með reyk- skynjurum og bendir á sjónvarps- slökkvitæki sem komin eru markað. ■ SKYNDIVERKFALL Í FINNLANDI Tugir þúsunda Finna lögðu niður vinnu í fimmtán mínútur til að mótmæla yfirvofandi fjöldaupp- sögnum í landinu. Allt var lokað, bankar, pósthús og fjöldi versl- ana, á meðan á verkfallinu stóð. Stéttarfélög segja að um 150.000 manns eigi það á hættu að missa vinnuna á næstu misserum og saka atvinnurekendur um að virða að vettugi gildandi samn- inga. TRYGGINGASTOFNUN Aukast útgjöld hennar í samræmi við fyrir- hugaðan niðurskurð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi? ELDURINN BREIDDIST HRATT ÚT Eldurinn kviknaði út frá sjónvarpi á meðan verið var að horfa á það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Heimamenn misstu af Loðskinni Kaupþing Búnaðarbanki seldi Stökum á Akureyri sútunarverksmiðju Loðskinns á Sauðárkróki. Verkalýðsleiðtogi á Sauðárkróki segir söluna áfall en heimamenn geti sjálfum sér um kennt. „Þeir sváfu á verðinum fyrr á árinu, það voru tækifæri til þess að ganga frá þessu en það var ekki gengið í það. SKINNAIÐNAÐUR ALLUR Á EINNI HENDI Bankastjórn Kaupþings-Búnaðarbanka hefur staðfest samning sem gerður var við Stökur á Akureyri um kaup á sútunarverksmiðjunni Loðskinni á Sauðárkróki. Nýir eigendur hyggj- ast leita samstarfs við bæjaryfirvöld um rekstur verksmiðjunnar og starfsumhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.