Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 6

Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 6
6 13. desember 2003 LAUGARDAG GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73,44 -0,30% Sterlingspund 128,42 0,00% Dönsk króna 12,08 0,31% Evra 89,91 0,37% Gengisvísitala krónu 124,77 -0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 306 Velta 4.327 milljónir ICEX-15 2.78 0,55% Mestu viðskiptin Pharmaco hf. 302.593.179 Flugleiðir hf. 95.920.953 Landsbanki Íslands hf. 77.541.268 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn hf. 7,69% Nýherji hf. 7,14% Þorbjörn Fiskanes hf. 4,76% Mesta lækkun Hampiðjan hf . -8,06% Þormóður rammi-Sæberg hf. -6,76% Medcare Flaga hf. -4,58% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.031,9 0,2% Nasdaq* 1.942,2 0,0% FTSE 4.347,6 0,4% DAX 3.860,1 0,0% NK50 1.301,6 -0,0% S&P* 1.072,1 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir forvörðurinn sem vill látaeyða fölsuðum málverkum í málverka- fölsunarmálinu? 2Hversu oft hefur Juventus unnið 7-0 íEvrópukeppnum? 3Hversu langan fangelsisdóm fá fimmKínverjar og maður frá Singapúr fyrir að koma hingað til lands án vegabréfs? Svörin eru á bls. 62 Formaður smábátafélagsins Kletts í Eyjafirði: Vill úrsögn úr stóru samtökum sjómanna LÍNUÍVILNUN „Mér finnst eðlilegt að okkar menn gangi úr aðildarfélög- um Sjómannasambandsins, Vél- stjórafélagsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ályktun þessara félaga, í samfloti með út- vegsmönnum, staðfestir að smá- bátasjómenn eru þessum félögum ekki þóknanlegir. Þeir vilja ekkert af þeim vita,“ segir Pétur Sigurðs- son, formaður Kletts, félags smá- bátaeigenda við utanverðan Eyja- fjörð. Alls eru skráðir 130 bátar í Klett og er það annað stærsta fé- lagið innan vébanda Landssam- bands smábátaeigenda. Sjómenn á þessum bátum eru ekki í öllum tilvikum eigendur bátanna sem þeir róa, heldur eru þeir í einhverjum tilvikum í félög- um sem eiga aðild að heildarsam- tökum sjómanna og greiða iðgjöld til félaganna. Pétur hvetur þá menn til að endurskoða aðild að aðildarfélögum stóru sjómanna- samtakanna. „Menn geta deilt um réttmæti línuívilnunar en þetta er kosn- ingaloforð og við það eiga menn að standa,“ segir Pétur. Hann segir stjórnarfund áformaðan í Kletti fyrir jól og þar verði ívilnunin án efa rædd. ■ VARNARMÁL Sendinefnd frá banda- rískum stjórnvöldum kom hingað til lands til að ræða við íslenska ráðamenn um framtíð varnar- samningsins og fyrirhugaðar breytingar á herafla Bandaríkj- anna. Fyrir nefndinni fór Douglas Feith, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna. „Þetta voru mjög góðar við- ræður. Þær voru hreinskilnar og gagnlegar. Við erum þakklátir fyrir þær upp- lýsingar sem við höfum feng- ið,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra að lokn- um fundi í Ráð- herrabústaðn- um í gær. Hall- dór sagði að engar ákvarð- anir hefðu ver- ið teknar að þessu sinni en stefnt væri að áframhaldandi viðræðum um þessi mál á nýju ári. Douglas Feith sagði að fundar- menn hefðu skipst á hugmyndum og sendinefndinni hefði gefist tæki- færi til að útskýra fyrir íslenskum ráðamönnum það ferli sem hefur verið í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins á síðustu árum. Feith ítrekaði mikilvægi þess að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ynnu saman að því að endur- skipuleggja varnakerfi NATO með hliðsjón af breyttri stöðu heims- mála. „Heimurinn hefur breyst mikið síðan kalda stríðinu lauk. Við viljum tryggja að við séum með herafla okkar á réttum stöðum í heiminum,“ sagði Feith. Á fundinum í gær var ekki far- ið út í einstök atriði varðandi breytingar á herstöðinni á Kefla- víkurflugvelli. Aðspurður sagði Feith að það væri ljóst að banda- menn Bandaríkjanna hefðu áhyggjur af því hvernig breytt varnarskipulag ætti eftir að koma til framkvæmdar á hverjum stað. Hann lagði áherslu á að mörkuð yrði heildarstefna í varnarmálum út frá hernaðarlegu sjónarmiði áður en byrjað yrði að líta til hug- mynda ráðamanna og efnahags- legra hagsmuna hvers ríkis. „Fljót- lega á næsta ári munum við byrja að ræða við bandamenn okkar um einstök atriði sem kunna að hafa áhrif á þeirra lönd,“ sagði Feith. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki hafa áhyggjur af hugsanleg- um breytingum á starfi banda- ríska varnarliðsins hér á landi að svo komnu máli. „Það er alveg ljóst að það er varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og það er þessi samningur sem veitir okkur öryggi. Þeir hafa fullvissað okkur um að þeir muni standa við þann samning og verja Ísland, það er aðalatriði málsins,“ sagði utan- ríkisráðherrann. bb@frettabladid.is Landhelgisgæslan: Óðinn siglir stað Ægis VIÐGERÐ Unnið er að endurný pústkerfis aðalvéla í varðsk inu Ægi og verður varð- skipið Óðinn gert út á með- an. Skipið var gert haffært í vor til að geta komið í stað hinna skip- anna ef á þyrfti að halda. Farið verð- ur yfir akkeris og dráttarvindur Ægis, auk þ sem í hann verður settur n gervihnattafjarskiptabúnað sem býður upp á að skipið g verið sítengt Netinu með hraðatengingu við innra Landhelgisgæslunnar. ■ EKKI ÞÓKNANLEGIR STÓRU SAMTÖKUNUM Formaður Kletts, svæðisfélags smábátasjó- manna í Eyjafirði, undrast viðbrögð stóru samtaka útgerðarmanna og sjómanna við línuívilnunarfrumvarpinu. BANDAMENN Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Douglas Feith, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddu við blaðamenn að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum. „Fljótlega á næsta ári munum við byrja að ræða við bandamenn okkar um ein- stök atriði sem kunna að hafa áhrif á þeirra lönd. Hungursneyð í Eþíópíu: Kallað eftir aðstoð EÞÍÓPÍA, AP Eþíópískir embættis- menn hafa beðið þjóðir heims um sem svarar yfir 28 milljörðum ís- lenskra króna í fjárhagsaðstoð til að geta dreift mat og lyfjum til lands- manna. Hungursneyð blasir við yfir sjö milljónum Eþíópíumanna á næsta ári ef ekki verður brugðist við í tíma. Á síðasta ári þjáðust þrettán milljónir Eþíópíumanna af hung- ursneyð. Fjöldi fátækra bænda- fjölskyldna hefur orðið að treysta á matargjafir í að minnsta kosti áratug. Í Eþíópíu búa um 70 milljónir manna og er landið með þeim fá- tækustu í heiminum. Meðalárstekj- ur íbúanna nema um 7.500 íslensk- um krónum. ■ BEST MERKT Í KRINGLUNNI Um 72% verslana í Kringlunni vo með óaðfinnanlegar verðmer ingar í sýningargluggum í by un desember samkvæmt kön un Samkeppnisstofnunar. Í Smáralind var þetta hlutfall 62% og á Laugavegi 57%. Á Skólavörðustígnum vantaði h vegar mikið upp á því þar vo aðeins 33% verslana með ver merkingar í lagi. Í HÆRRI KANTINUM Á ÍSLANDI Hlutfall matar og drykkjar í samræmdri vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis er 16,6% á Íslandi. Meðaltalið í löndunum innan Evrópska efnahagssvæ isins er 14,7%. Hæsta hlutfal er á Spáni, 21,5%, en lægsta Bretlandi, 10,8%. Á Norður- löndunum er hlutfallið frá 13,6% upp í 16,6%. ■ Vísitölur ■ Verslun ÆGIR Undirstöðum fy loftnetskúlur kom fyrir. Skipst á hugmyndum um varnarsamstarfið Engar ákvarðanir voru teknar um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkj- anna og endurskipulagningu herafla Bandaríkjanna í gær. Stefnt er að því að frekari viðræður fari fram snemma á næsta ári. Evrópusambandið: Samið um varnarmál BRUSSEL Leiðtogar aðildarrí Evrópusambandsins komust fundinum sem nú stendur yf Brussel að samkomulagi um au samstarf í varnar- og öryggism um. Leiðtogarnir samþykktu áæ un Breta, Frakka og Þjóðverja að koma á fót sérstakri skipula deild fyrir heri sambandsins í h uðstöðvum Nató í Belgíu. Þó að samkomulag hafi ná um varnarmálin eru ýmis ágre ingsmál varðandi drög að ný stjórnarskrá enn óleyst. Á fund um í Brussel hefur einkum ve deilt um vægi atkvæða í ákva anatöku Evrópusambandsins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.