Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 10
ALÞINGI Ekki tókst að afgreiða hið umdeilda frumvarp um eftirlaun æðstu embætta ríkisins í gær eins og stefnt var að, en málið verður tekið til annarrar um- ræðu í dag og líklega afgreitt á mánudag. Þingfundi var þar af leiðandi ekki frestað í gær eins og starfsáætlun gerði ráð fyrir og ljóst að þingmenn fara ekki í jólafrí fyrr en eftir helgi. Leita hefði þurft afbrigða frá þing- sköpum Alþingis ef önnur um- ræða um frumvarpið hefði farið fram í gær, en aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja það, tvo þriðju viðstaddra, og sá meiri- hluti var ekki til staðar. Allsherjarnefnd Alþingis fundaði lengi um málið í gær og lagði hún til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breyt- ingum, meðal annars þeim að hrófla ekki við 15% álagi vara- forseta þingsins, formanna þing- nefnda og formanna þingflokka, en í upphafi stóð til að álagið yrði hækkað í 20%. Nefndin taldi einnig rétt að athuga hvort bæri að fela Kjaradómi að ákvarða álag á þingfararkaup þing- manna. Mikill titringur hefur verið á Alþingi frá því eftirlaunafrum- varpið var lagt fram á miðviku- dagskvöldið, en meðflutnings- menn að því komu úr öllum stjórnmálaflokkum. Vegna gríð- arlega harðra viðbragða hófst atburðarás sem endaði með því að bæði Sam- fylkingin og F r j á l s l y n d i f l o k k u r i n n ákváðu í gær að draga stuðning sinn við frum- varpið til baka. Össur Skarp- héðinsson, for- maður Sam- fylkingarinnar, segir að menn hafi ætlað að af- greiða málið í sátt og þess vegna hafi ver- ið lagt upp úr því af hálfu stjórnarliða og s t j ó r n a r a n d - stöðu að reyna að ná samkomulagi um hæfileg- ar breytingar. Erfið álitamál „Afstaða Samfylkingarinnar var sú að það væri margt jákvætt í þessu frumvarpi, en það komu upp erfið álitamál, meðal annars þau að sumir töldu að kostnaður vegna breytinganna kynni að vera meiri en höfundar frumvarpsins stað- hæfðu. Í þingstörfum er það góð starfsvenja að rannsaka mál út í hörgul og ef upp koma álitamá þessu tagi er það hefð í þinginu skoða þau vel og kalla til sérfr inga til að útreikningar geti le fyrir. Það hefur ekki verið vilj hálfu stjórnarliða að verða við s um óskum og innan míns flo eru mjög sterkar og eðlilegar ós um að útreikningar liggi fyrir á en hægt verður að ganga frá m inu. Af þessum sökum getum ekki stutt afgreiðslu málsins,“ s ir Össur og bætir því við að staða sem upp er komin sé e óþægileg fyrir hann. Össur se mikla samstöðu um það innan þi flokksins að láta ekki bjóða vinnubrögð af þessu tagi og h lítur svo á að hótanir verkalýðs kólfa um að yfirgefa flokki styðji hann eftirlaunafrumvar hafi verið sagðar í hita leiks Það sé eðlilegt að menn skafi e utan af hlutunum. Þrátt fyrir orð Össurar um s stöðu í þingflokknum um að sty ekki við málið að svo stöddu hyg Guðmundur Árni Stefánsson, e flutningsmanna frumvarps fylgja því til enda. Sigurjón Þó arson, starfandi þingflokksform ur Frjálslynda flokksins, sagði Fréttablaðið að hann væri ósát við þróun málsins. Ég var hafður að fífli „Ég taldi að það yrði hægt fella út úr frumvarpinu álag ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær frumvarp heilbrigðisráðherra um aldurstengdar örorkubætur og verður það sent ríkisstjórninni sem lög. 27 þingmenn stjórnar- flokkanna samþykktu frumvarp- ið, en 25 þingmenn stjórnar- andstöðuflokkanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og 11 þing- menn voru fjarverandi þegar at- kvæði voru greidd. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði við atkvæða- greiðsluna að verið væri að stíga stórt skref í réttindabaráttu ör- yrkja, en frumvarpið væri þó dapurlegur vitnisburður um svik- in kosningaloforð Framsóknar- flokksins. Ágúst Ólafur Ágústs- son, Samfylkingunni, sagði að flokkurinn fagnaði þeim kerfis- breytingum sem fælust í ald- urstengingu örorkubóta, en ítrek- aði að ekki hefði að fullu verið staðið við loforð gagnvart öryrkj- um. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef allir þingmenn hefðu gert eins og stjórnarandstaðan og setið hjá við atkvæðagreiðslu hefðu öryrkjar ekki fengið bætur. ■ 10 13. desember 2003 LAUGARDAG Öryrkjafrumvarp samþykkt á Alþingi: Stjórnarandstaðan sat hjá Þykkvabæjar Alltaf góðar, allavega! Tilbúnar á örfáum mínútum – brúnaðar, gratíneraðar, steiktar á pönnu, brytjaðar í salat eða einfaldlega hitaðar í potti eða örbylgjuofni. Leiðbeiningar á umbúðunum. A B X / S ÍA 9 0 2 1 8 0 0 Stjórj nmáll á laugarl degii „Ef menn hefðu til að mynda í þessum efnum áhyggjur af þeim sem hér stendur get ég þeim til huggunar sagt að báðir afar hans dóu fyrir sextugt og faðir hans dó 63ja þannig að menn geta bara borið góðar vonir í brjósti um að hann verði ekki mjög þungur baggi á framtíðinni.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra um útreikn- inga á lífeyrisréttindum sínum. Ummæli á Alþingi ALÞINGI Frumvarp heilbrigðisráðherra um aldurstengdar örorkubætur hefur verið samþykkt og sent ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. Happdrætti HÍ: Einkaleyfið framlengt ALÞINGI Alþingi hefur samþykkt s lög einkaleyfi Háskóla Íslands ti reka peningahappdrætti til 1. jan 2019 og taka lögin þegar gildi. Bj Bjarnason dómsmálaráðherra fl frumvarp um málið, en því er æ að tryggja happdrættið sem f hagslegan bakhjarl háskólans. G mundur Hallvarðsson, Sjálfstæ flokki, taldi frumvarpið skj skökku við þar sem það væri a stætt markmiðum samkeppnislag Forsvarsmenn SÍBS og DAS t skipulag á happdrættismarkaði ú og segja að áframhaldandi einkal HHÍ til að reka peningahappdræ hindri starfsemi þeirra. ■ Titringur vegna eftirlaunafrumvarps Ekki er útlit fyrir að þverpólitísk samstaða náist um umdeilt frumvarp um eftirlaun æðstu embætta ríkisins eftir að Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn drógu stuðning sinn við frumvarpið til baka. ALLSHERJARNEFND Nefndin fundaði lengi um málið í gær og lagði hún til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breytingum. „Ég taldi að það yrði hægt að fella ákveðin atriði út úr frum- varpinu en nú er komið í ljós að stjórnar- flokkarnir eru ekki til viðtals um slíkar breytingar og mér finnst ég hafa verið hafður að fífli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.