Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 28

Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 28
28 13. desember 2003 LAUGARDAG Módel IS 1000 3+1+1 verð áður 265.000,- Verð nú 198.000,-stgr. 3+2+1 verð áður 285.000,- Verð nú 219.000,-stgr. Litir: Koníaksbrúnt, Antik-brúnt og ljóst Einnig til sem horn- sófar, svefnsófar og hornsófar með svefnsófa. gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-17 sunnudaga 13-17 Stórglæsileg ítölsk leðursófassett 67.000,- króna afsláttur Það eru 69 örmyndasögur íþessari bók, alveg eins og í þeirri fyrri. 69 er nefnilega svo fyndin tala,“ segir Hugleikur Dagsson um bók sína Drepið okk- ur sem er sjálfstætt framhald af Elskið okkur sem kom út fyrir síð- ustu jól. Hugleikur hefur safnað saman kaldhæðnum örmyndasög- um sínum í þessar bækur sem hafa vakið nokkra athygli. Elskið okkur var til að mynda mest selda myndasagan í versluninni Nexus fyrir jólin í fyrra og hefur nú selst í 300 eintökum. „Það seldust um 200 bækur fyrir jólin í fyrra og svo hafa hundrað til viðbótar selst á árinu.“ Elskið okkur hefur því ekki selst í minna magni en ljóðabók sem nýtur velgengni og Hugleik- ur segir tenginguna við ljóð held- ur ekki vera alveg út í hött þar sem segja megi að sögur bóka sinna séu lítil myndljóð. Situr og heftar Hugleikur heftar bókina sjálf- ur saman og situr því sveittur við að koma fyrsta upplagi Drepið okkur saman. „Ég er á fullu í þessu núna en rafvirkinn sem skrifar innganginn aðstoðar mig stundum en ég stæri mig af því að þessi bók inniheldur mitt eigið, blóð, svita, tár, bros og takkaskó.“ Hugleikur þótti beinskeyttur í Elskið okkur í fyrra en titill þeirr- ar bókar er þó öllu mildari en á nýju bókinni þannig að það er kannski ekki von á góðu? „Fólk hefur sagt mér að því finnist þessi bók eiginlega svartari og grimmari og jafnvel grófari en sú fyrri. Ég er samt ekki að ögra neinum og er eins einlægur og ég get verið. Ég er ekkert að reyna að vera pólitískur og er ekki að deila viljandi á neitt. Það er ekki þar með sagt að ég verði fúll ef fólk sér einhverja þjóðfélags- gagnrýni í þessu. Ef bækurnar eru lesnar með því hugarfari að þær séu einhvers konar ádeila þá eru þær örugglega gífurlega sterk samfélagsádeila.“ Selur fólki persónulega Hugleikur segist byggja á teikniaðferð sem hann datt á þegar hann var staddur Seyðisfirði í fyrra. „Ég átti f af litlum blöðum og byrjað því að teikna tvo kalla á þeirra. Hugmyndirnar fædd síðan á færibandi og mér fan þetta djöfulli skemmtilegt.“ Þeir sem vilja kynnast g glettni Hugleiks betur ættu geta gengið að Drepið okk vísri í myndasögubúðinni N us. „Þeir eru duglegastir selja hana og panta mest. Bó fæst líka í Búðinni á Laugav og í 12 Tónum sem er fráb búð. Elskið okkur fékkst lík Máli og menningu á Laugave fyrra og ég reikna með að ko Drepið okkur þar inn líka. S er ég líka alltaf með hana á m og sel hana á förnum vegi. Þ er alltaf skemmtilegast að se fólki hana persónulega.“ thorarinn@frettablad Hugleikur Dagsson hefur selt góðan slatta af örmyndasagnasafni sínu Elskið okkur sem kom út í fyrra. Hann fylgir bókinni nú eftir með Drepið okkur sem þykir enn grimmari og jafnvel grófari en fyrri bókin. Ómeðvituð samfélagsgagnrýni MYNDLJÓÐ Höfundurinn hefur engu við þessa sögu að bæta. Honum datt hún í hug og hún rataði beint á blað í framhaldinu. HUGLEIKUR DAGSSON „Ég reyni helst að teikna sögurnar um leið og mér detta þær í hug þannig að ef ég er að labba þegar ég fæ hugmynd þá teikna ég hana um leið og ég kemst í pappír,“ se Hugleikur sem útskrifaðist af myndlistabraut Listaháskóla Íslands vorið 2002. Fólk hefur sagt mér að því finnist þessi bók eiginlega svartari og grimmari og jafnvel grófari en sú fyrri.. ,, Hann kom heim úr skólanum umsexleytið þennan vordag og kall- aði mamma, mamma, eins og tíu ára svangir strákar gera. Ekkert svar. Þá ráfaði hann inn í svefnherbergið hennar. Kannski að hún hefði lagt sig. Hún var oft eitthvað svo þreytt eftir að hún hætti með þessum manni, þessum Luis Julio sem ekki var pabbi hans. Þau höfðu alltaf ver- ið að rífast undir lokin, voru alltaf að rífast ennþá því að hann var sí- fellt að koma í heimsókn þótt hún hefði sagt honum að fara fyrir mánuði. Það kvöld höfðu þau rifist rosalega. Eins og vanalega hafði hann flúið inn í herbergi til sín en heyrði samt í þeim fram- mi í eldhúsi. Hróp og öskur og svo var mamma farin að gráta, og ekki í fyrsta skipti. Hann var næstum því búinn að manna sig upp í að fara fram og berja Luis Julio, búinn að opna dyrnar í hálfa gátt, gægðist orðið út. En þá glumdi útidyrabjall- an. Mamma kom til dyra. Þetta var löggan. Líklega hafði einhver ná- granninn hringt út af látunum. Mamma reyndi að tala rólega við lögregluþjónana tvo sem skyggnd- ust inn grunsemdaraugum. Luis Julio sást hvergi og heyrðist hvergi. Hélt sig líklega í eldhúsinu og hélt kjafti. Drengnum heyrðist hún segja að þetta væri allt í lagi. Maðurinn hefði bara orðið svolítið æstur en væri orðinn rólegri núna. Síðan fór hún að tala um að þau hefðu verið saman í tvö ár og sagði svo eitthvað sem hann skildi ekki alveg: eitthvað um að hún hefði slitið sambandinu í kvöld. Þess vegna hefði fokið í hann. Löggurnar létu það gott heita en nefndu að hún gæti komið niður á stöð ef hún vildi: eitthvað um að kæra Luis Julio. Það hljómaði vel þótt drengurinn vissi ekki alveg hvað það þýddi. Þetta virtust vina- legir kallar þessar löggur. Hann opnaði svefnherberg- isdyrnar... Hann opnaði svefnherbergis- dyrnar. Jú, mamma lá í rúminu, sá hann þegar hann gægðist varfærn- islega inn. Skrýtið samt að hún skyldi vera í öllum fötunum, með pilsið upp á miðju læri og liggja of- an á rúmábreiðunni, svona upp í loft, einhvern veginn skæld, eins og brotin dúkka eða svona gamall madelman með beygjanlegum liða- mótum. Hann kallaði aftur: Mamma! Voðalega gat hún sofið fast. Rumskaði bara ekki. Best að banka í hana. Hann gekk nær. Þá fyrst tók hann eftir því að hún var með opin augun, starði beint upp í loftið en án þess að sjá og eitthvað svo blá í framan. Mamma hvíslaði hann og fann hræðsluna smjúga sér í merg og bein, tárin læðast fram í augnakrókana. Svo hljóp hann í of- boði út á gang, alla leið inn í stofu. Og var næstum því búinn að stökk- va beint á Luis Julio þar sem hann dinglaði í lausu lofti í miðju her- berginu, hangandi í reipi bundnu um hálsinn og upp í ljósakrónu- krókinn. Drengurinn starði fyrst steinilostinn á skrokkinn, svo á strítt bandið, svo á þrútið andlitið. Síðan hvolfdist skelfingin yfir hann. Löggan, löggan... var eina hugs- unin sem komst að í höfðinu á hon- um. Og áður en hann vissi af var hann hlaupinn út á götu áleiðis niður á stöð. Þetta höfðu verið vina- legir kallar þarna um daginn. 360 konur myrtar innan heimilis „Tíu ára drengur kom í gær síð- degis að móður sinni kyrktri í rúm- inu og fann fyrrverandi sambýlis- mann hennar hengdan í stofunni, í bænum Molina de Segura, í Múrs- íu,“ sagði í spænsku blöðunum dag- inn eftir. „Liðsmenn vísindalögregl- unnar gerðu fyrstu könnun á vett- vangi þangað sem vakthafandi dómari mætti til formlegrar lyft- ingar líkanna. Af fyrstu rannsókn má ráða að konan hafi veitt viðnám því að karlmaðurinn var með klór- rispu í andliti. Á hálsi hennar mátti sjá förin eftir fingur morðingjans. Lögregla telur hann hafa farið inn í stofu eftir að hafa kyrkt hana. Þar hafði hann allt til reiðu því að tveir reipisspottar fundust hjá líkinu. Annar var festur í krók í loftinu og um hálsinn á manninum sem heng- ingaról; með hinum hafði hann bundið hendur sínar fyrir aftan bak. Maðurinn hafði stigið upp á tvo hátalara sem hann sparkaði svo undan sér og hengdi sig.“ Síðustu fimm ár hafa um 360 konur verið myrtar á Spáni í heimilisofbeldisverkum, langflest- ar af fyrrverandi maka. ■ KRISTINN R. ÓLAFSSON skrifar frá Madríd. ■ Skámánifrá Spáni „ Af fyrstu rannsókn má ráða að kon- an hafi veitt viðnám því að karlmað- urinn var með klórrispu í andliti. Á hálsi hennar mátti sjá förin eftir fingur morðingjans. Mamma kyrkt í rúminu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.