Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 45

Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 45
41LAUGARDAGUR 13. desember 2003 Jólalest Coca-Cola: Fimm skreyttir trukkar á ferð Jólalest Coca-Cola fer sinn ár-lega hring um höfuðborgar- svæðið í dag, 13. desember. Fimm jólaskreyttir Coca-Cola trukkar mynda lestina ásamt fleiri farartækjum og 30 skátar sjá til þess að allir geti notið jóla- lestarinnar á sem hættuminnst- an hátt. Ekið verður frá höfuðstöðvum Vífilfells við Stuðlaháls klukkan 16, um Grafarvog, niður Lauga- veg og út á Seltjarnarnes. Þaðan verður farið í Hafnarfjörð og Garðabæ og lýkur ferð lestarinn- ar við Smáralind klukkan 18 þar sem slegið verður upp jólaballi. Þetta er í áttunda sinn sem ekið er um höfuðborgarsvæðið á skreyttum Coca-Cola bílum í des- ember. Til gamans má geta þess að trukkarnir eru skreyttir með yfir 2.000 metrum af jólaseríum og meira en 20 þúsund perum, sem taka álíka mikið rafmagn og 16 íbúða blokk. Það tekur 15 starfsmenn um sólarhring að koma ljósunum fyrir á trukkun- um. Hljóðkerfið sem notað er til að spila jólatónlistina er að jafn- aði notað í Laugardagshöll á stór- tónleikum. Bílarnir fimm í lest- inni aka samtals 500.000 kíló- metra á ári, sem jafngildir því að hringvegurinn sé farinn á hverj- um degi eða ekið sé meira en 12 sinnum kringum jörðina. ■ JÓLALESTIN Á ferðinni í áttunda sinn. Happdrætti Bókatíðinda: Vinningsnúmer Bókatíðinda Vinningsnúmer í happdrættiBókatíðinda vikuna 6.-13. des- ember. Númerin eru innan á bak- síðu heftisins. 6. des. 097614 7. des. 065041 8. des. 086508 9. des. 087844 10. des. 054913 11. des. 079379 12. des. 076565 13. des. 004703 Í dag verður haldið jólabingó íMosfellsbæ á vegum framsókn- arfélaganna í bænum. Ákveðið hefur verið að allur ágóði af bingóinu renni til styrktar Ásdísi Jónsdóttur og syni hennar Birki Emil, sem er þriggja ára og þjáist af Goldenhar-heilkenni. „Framsóknarfélagið hefur ákveðið að sýna þeim mæðginum stuðning í verki en fjölmörg fyrir- tæki hafa gefið vinninga,“ segir Bryndís Bjarnarson, formaður Framsóknarfélagsins,. Jóla- bingóið verður í Háholti 14, 2. hæð, í sama húsi og tónlistarskól- inn er til húsa, og hefst klukkan 13. ■ Jólabingó Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ: Mæðgin styrkt 4-45 (40-41) Jólin koma 12.12.2003 14:55 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.