Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 13.12.2003, Síða 46
42 13. desember 2003 LAUGARDAG Söngfjelagið, kór Félags eldriborgara, er með tónleika í Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í dag. Á dagskránni eru hefðbundin jólalög, en tónleikarnir eru allt annað en hefðbundnir þar sem börn, tengda- börn og barnabörn kórmeðlima stíga á svið og taka lagið, ýmist með kórnum eða í minni einingum. „Þetta verður afar fjölbreytt,“ segir Kristín Pétursdóttir, stjórn- andi kórsins. „Þarna verða dúettar, einsöngur og hljóðfæraleikur og Bragi Hlíðberg verður með harm- onikkuna sína og spilar jólasyrpu. Þá tekur þátt í skemmtuninni gesta- kór frá Félagi eldri borgara í Garðabæ, Garðakórinn.“ Kristín segir að einu sinni áður hafi kórinn efnt til tónleika þar sem fjölskyldur kórmeðlima tróðu upp með þeim. „Þá vorum við með þátt- takendur á aldrinum fjögurra ára til níræðs. Í ár er sá yngsti 12 ára og sá elsti kominn fast að níræðu.“ Um 60 manns syngja með Söng- fjelaginu, sem lagðist í ferðalög í sumar og fór meðal annars til Finn- lands og Rússlands. „Þá var nafnið ákveðið,“ segir Kristín, „og ákveðið að stafsetja nafnið upp á gamla mátann.“ Tónleikarnir í dag eru sannköll- uð fjölskyldusamvera á aðventu Kristín hvetur fólk til að koma taka lagið með kórunum og velu urum þeirra. Tónleikarnir hefj klukkan 16. ■ Jólatónleikar Söngfjelags eldri borgara: Börn og barnabörn syngja með FRÁ ÆFINGU SÖNGFJELAGSINS Kórinn heldur tónleika með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. HÁRGREIÐSLUSTOFA / SÍÐUMÚLA 34 – 511 4005 Kidda Silja Brynja Fannar Mörkinni 3 • s: 588 0640 Opið mán.- föst. kl. 11 til 18 laugard. kl. 11 - 15 www.casa.is Frábærar jólagjafir Hársport Allt fyrir hárið og föt í stíl Hraunbæ 102, s. 567 3530 Opið 9-18 virka daga - 10-16 laugardaga Mikið er um að vera fyrir jólinog hárgreiðslustofur eru engin undantekning. „Það er nátt- úrlega tryllt álag,“ segir Gosi, hársnyrtir á hárgreiðslustofunni Mojo. „Það eru kannski örfáir sem fá sér áramótaklippingu, en ann- ars fá sér allir jólaklippingu,“ seg- ir hann. Fjöldinn á hárgreiðslu- stofunum er í samræmi við það og Gosi segir að mjög mikið sé að gera. „Það er alveg bókað frá átta á morgnana til tíu á kvöldin.“ Gosi segir að þrátt fyrir að álagið sé mikið stoppi það ekki jólaskapið. „Maður kemst náttúr- lega í jólagírinn,“ segir hann þótt það sé vissulega brjálað að gera og stofan full frá morgni til kvölds. „Það kemur svona viss stemning,“ bætir hann við. Þótt jólin séu vissulega v sælt umræðuefni í stólnum t ekki alveg allir um þau. „Fólk samt mikið að tala um hvort sé búið að kaupa pakkana svona,“ segir Gosi, og bætir að fólk sé líka mikið að velta f ir sér hvar sé hægt að kau rjúpu. ■ Gosi á Mojo: Kemst í jólagírinn GOSI Á MOJO Viss stemning fylgir fjöldanum á hárgreiðslu- stofunum í desember. Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða kros Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar up bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menni Giljagaur var annar með grá hausinn sinn - Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn Hann faldi sig í básnum og froðunni stal meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal Til byggða í nót FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.