Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 48

Fréttablaðið - 13.12.2003, Side 48
44 13. desember 2003 LAUGARDAG Græðgi og yfirborðsskapur Hér áður fyrr gaf GunnarHjálmarsson út þrjár smáskíf- ur undir listamannsnafni sínu dr. Gunni. Sú tónlist var „bara trommu- heili, öskur og gól,“ samkvæmt hans eigin lýsingu. Nafnið hefur frá því setið fast á honum. Síðustu tvö ár hefur dr. Gunni þó verið fjögurra manna sveit og fyrsta platan, Stóri hvellur, er komin í búðir. „Ég gerði þetta bara til þess að losna við nöldrið í Grími bassaleik- ara,“ segir Gunni. „Hann var alltaf að pína mig til þess að fara í hljóm- sveit með sér og ég læt undan. Kristján trommari og Gummi gítar- leikari eru strákar sem ég kynntist í gegnum eiginkonu mína sem er frá Ísafirði eins og þeir.“ Það er þó alveg greinilegt hver er í stýriklefanum. „Maður nennir ekkert að vera í lýðræðislegri hljómsveit. Þeir fá samt sitt frelsi. Gummi gítarleikari fléttir frá eigin brjósti ofan á þetta. Þeir spila allir inn í þann ramma sem ég er búinn að setja.“ Nýja lagið Homo Sapiens gefur góða vísbendingu um innihald plöt- unnar. Pönkað rokk, með glettnum textum, og er þannig afturhvarf Gunna í rætur sínar. „Ég þarf alltaf að pína sjálfan mig á lokasprettin- um við að semja textana,“ viður- kennir Gunni. „Þetta er engin þema- plata eða konseptverk. Ég er að fjalla um það sem hæst ber í þjóðfé- laginu, græðgi og yfirborðsskap. Svo er eitthvað af heimspekilegum pælingum. Það rúmast allt í Stóra hvelli, endir og upphaf alls. Ég reyndi að lesa bókina eftir Stephen Hawking, Söguna um tímann, en skildi ekkert í henni. Mér fan það mjög merkilegt að hann s hjólastól og hálfgert grænm Svona miðað við að ég skuli ekk skilja í því sem hann er að skrifa Tónlist DR. GUNNI ■ Er nú orðin hljómsveit en þó undir harðstjórn skipstjórans Gunnars Hjálmarssonar. Fyrsta platan, Stóri hvellur, er loksins komin í búðir eftir langa og erfiða fæðingu. DR. GUNNI Fyrsta breiðskífa dr. Gunna minnir um margt á fyrstu hljómsveit Gunnars Hjálmarsson S/H Draums. Pondus eftir Frode Øver Má ég giska? Eftir spennuþrungna leit, þar sem 200 lögreglubílar, flokkur af þyrlum og þungvopn- aðar sérsveitir koma við sögu, endar þetta samt á bardaga með berum hnefum... ...milli „hetjunnar“ og „illmennis- ins“, helst í gamalli verksmiðju eða uppi á þaki! Craig Schwartz: There’s a tiny door in that empty office. It’s a portal, Maxine. It takes you inside John Malkovich. You see the world through John Malkovich’s eyes, then, after about fifteen minutes, you’re spit out into a ditch on the side of the New Jersey Turnpike. Maxine: Sounds delightful. Who the fuck is John Malkovich? Leikbrúðulúðinn Craig og skrifstofuskutlan kaldlynda Maxine leggja á ráðin um að gera leikarann heimsfræga að féþúfu í Being John Malkovich frá árinu 1999. Bíófrasinn BEING JOHN MALKOVICH HE’S U P ON THE R OOF! LEAVE HIMALONE! HE’SMINE! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.