Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 54

Fréttablaðið - 13.12.2003, Page 54
50 13. desember 2003 LAUGARDAG SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA Hörkutólið Vinnie Jones, sem áður lék með Wimbledon, var í gær dæmdur til að starfa við samfélagsþjónustu í 80 tíma fyrir að lemja flugfarþega. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S L B I 2 3 0 6 2 1 2 /2 0 0 3 Taktu þátt í skemmtilegum lei BOX Stærsta kvöld ársins í hnefa- leikaheiminum fer fram í Atlantic City í kvöld. Þá verður boðið upp á hvorki meira né minna en fimm tit- ilbardaga en slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Fyrstir í hringinn eru Alejandro Garcia og Travis Simms en báðir eru þeir menn á uppleið og hefur hvor- ugur þeirra lent í striganum á sínum ferli. Fast á hæla þeirra fylgja Zab Judah og Jamie Kangel en þetta verður væntanlega ójafnasta viður- eign kvöldsins enda er Judah talinn mun sterkari bardagamaður. Næstir eru stóru strákarnir í þungavigtinni, Hasim Rahman og John Ruiz. Báðir hafa náð á toppinn en fallið þaðan síðustu mánuði og því er bardaginn gríðarlega mikil- vægur fyrir framtíð beggja box- ara. Ricardo Mayorga og Cory Spinks heyja næstsíðasta bardaga kvöldsins en í húfi eru öll beltin í veltivigtinni. Þetta verður gríðar- lega jafn og skemmtilegur bardagi, rétt eins og bardagi Bernard Hopk- ins og William Joppy en þeir ljúka kvöldinu væntanlega með stæl, þar sem bardaga þeirra hefur verið beðið lengi. ■ FÓTBOLTI Meistarar Bay München leika gegn toppliði St gart í 16. umferð þýsku Búndes unnar í dag. Á sama tíma heims ir Werder Bremen, næstefsta fé deildarinnar, Bayer Leverkusen Bæjarar eru sex stigum á e Stuttgart, sem hefur ekki tapað í þýsku deildinni frá því það b 2-1 ósigur fyrir Bayern í vor. St gart verður án Zvonimir Soldo, s tekur út leikbann vegna fimm gu spjalda. Bochum leikur á heimavelli g Eintracht Frankfurt og gerir boltaritið Kicker ráð fyrir því Þórður Guðjónsson verði me varamanna eins og í undanförn leikjum. ■ FÓTBOLTI Liverpool leikur við búlg- arska félagið Levskí frá Sófíu í 3. umferð UEFA-bikarkeppninnar. Liverpool hefur þegar slegið út tvö félög frá austurhluta Evrópu í keppninni, Olimpija Ljubljana frá Slóveníu og rúmenska félagið Steaua Búkarest. Newcastle leikur gegn norska félaginu Vålerenga og verður fyrri leikurinn á Ullevaal-leik- vanginum í Osló. Kjetil Rekdal, þjálfari Vålerenga, segir að Newcastle verði erfiður andstæð- ingur og hafi forskot vegna þess að deildakeppnin á Englandi sé í fullum gangi en ekki sú norska. Hann bendir samt á að það verði að spila leikina áður en möguleik- ar Vålerenga verði afskrifaðir. Celtic leikur gegn tékkneska félaginu FK Teplice sem hefur slegið Kaiserslautern og Feye- noord út úr keppninni og Barcelona keppir við Brøndby en Danirnir unnu Schalke í síðustu umferð. Franska félagið Bordeaux leikur gegn Pólverjunum í Groclin Dyskobolia sem unnu Her Berlín og Manchester City í fy umferðum. ■ LEIKIR 3. UMFERÐAR UEFA-BIKARSINS Brøndby - Barcelona Parma - Genclerbirligi Benfica - Rosenborg Olymp. Marseille - Dnipro Dnipropetrovsk Celtic - Teplice Perugia - PSV Eindhoven Groclin Grodzisk Wiel. - Bordeaux Valencia - Besiktas Galatasaray - Villareal Club Brugge - Debreceni Sochaux - Inter Liverpool - Levski Sofia Spartak Moskva - Mallorca Gazientepspor - Roma Auxerre - Panathinaikos Vålerenga - Newcastle Fyrri leikirnir fara fram 26. febrúar og þeir seinni 3. mars. LIVERPOOL Leikur gegn félagi frá austurhluta Evrópu í þriðja sinn á leiktíðinni. Liverpool gegn Levskí Risakvöld í boxinu: Fimm titilbardagar í Atlantic City KLÁRIR Í SLAGINN Skipuleggjandinn Don King heldur hér í hendurnar á þungavigtarboxurunum Hasim Rahman og John Ruiz en þeir mætast í kvöld. Þýska Búndeslígan: Toppslagur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.