Fréttablaðið - 13.12.2003, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 13. desemberí 2003
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
Það vantaði í bæinn fjölbreytnivarðandi dans og hreyfingu,“
segir Hafdís Árnadóttir, rekstrarað-
ili Kramhússins, sem nú fagnar 20
ára starfsafmæli sínu. „Húsið var
stofnað með það fyrir augum að
blanda saman alls konar menning-
arstraumum í leiklist, dansi og tón-
list.“
Í tilefni starfsafmælisins verður
efnt til jólagleði í Íslensku óperunni
í kvöld klukkan átta. „Við höfum
haldið jólagleði í öll þessi ár,“ segir
Hafdís. „Við vöndum til verka þetta
árið og erum komin í Óperuna því
það eru svo margir sem taka þátt.“
Kennarar hússins munu koma fram
ásamt um hundrað nemendum og
sýna fjölbreytta dansa. „Næst á döf-
inni er að við fáum kennara ættaðan
frá Búlgaríu til að kenna balkanska
dansa og svo erum við að fá fyrsta
karlmanninn til að kenna magadans
en það er gestakennari frá Egypta-
landi,“ segir Hafdís. ■
Leikstjórinn Reynir Lyngdal fórtil Berlínar í síðustu viku til að
fylgjast með Evrópsku kvik-
myndaverðlaununum. Stuttmynd
hans Kissing var sýnd áður en
áhorfendaverðlaun voru afhent á
hátíðinni. „Þetta var mjög stór há-
tíð og fjöldi fólksins var það mik-
ill að ég náði ekki einu sinni að
hitta alla Íslendingana sem voru á
hátíðinni,“ segir Reynir, sem sat
framarlega og fylgdist vel með
öllu sem fram fór. „Hrafn Gunn-
laugsson kynnti ein verðlaunin á
hátíðinni og leysti það verk vel úr
hendi. Ég hafði mjög gaman af að
vera þarna og myndinni var mjög
vel tekið.“
Reynir hefur haft það notalegt
síðan hann kom heim. „Ég er bara
búinn að vera að dunda mér við að
gera lengri útgáfu af Kissing. Svo
fann ég jólagjöf handa konunni
minni, Elmu Lísu, í vikunni og það
er mikill léttir. Þá er allt jólastress-
ið eiginlega búið,“ segir Reynir en
hann heldur uppi fjörinu á Leikhús-
kjallaranum í kvöld ásamt félaga
sínum Jóa B. ■
Lárétt: 1 vegvísirinn, 6 borða,
7 sérhljóðar, 8 tveir eins, 9 ærði, 10 lík,
12 ættföður, 14 skrökva, 15 hreyfing,
16 á fæti, 17 flana, 18 unnur.
Lóðrétt: 1 lasin, 2 maki, 3 sólguð,
4 ríkidæmið, 5 askur, 9 gruna, 11 ílát,
13 stétt, 14 verkfæri, 17 tveir eins.
Lausn:
Lárétt: 1varðan,6eta,7uó,8ii,9óði,
10hræ,12afa,14ýki,15ið,16 tá,
17ana,18alda.
Lóðrétt: 1veik,2ati,3ra,4auðæfin,
5nói,9óra,11skál,13aðal,14ýta,
17aa.
Jólastressið búið
REYNIR LYNGDAL
Er búinn að finna jólagjöf handa konunni og verður í jólaskapi á Leikhúskjallaranum í
kvöld.
Vikan sem var
REYNIR LYNGDAL
■ var staddur á Evrópsku kvikmynda-
verðlaunum í Berlín í síðustu viku.
YESMINE OLSSON OG NEMENDUR
Einkenni Kramhússins hefur verið fjöl-
breytni í dansi og hreyfingu og boðið hef-
ur verið upp á margar nýjungar.
Gróðurhús menning-
arstrauma í dansi
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Ólafur Ingi Jónsson.
Fjórum sinnum, þar á meðal Val.
Einn mánuð.
2-63 (58-59) Fólk 12.12.2003 19:50 Page 3