Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 1

Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 SUNNUDAGUR BIKARSTEMNING Sjö leikir fara fram í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. Hæst ber leiki KFÍ og Hauka, ÍR-inga og Grindvíkinga og Þórsara og Keflvíkinga. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÍS Í BRAUÐI EÐA HEITT KAKÓ Hvort ætli sé nú æskilegra í þessum brunagaddi sem á landinu er? Það hlýnar á morgun og verður víða farið að rigna seinnipartinn. Sjá síðu 6 14. desember 2003 – 312. tölublað – 3. árgangur ÁKVEÐI LAUN SÍN ÁRLEGA For- maður Frjálslynda flokksins vill að þing- menn ákveði á hverju hausti hvað þeir hafi í laun næsta ár frekar en að fela sig á bak við Kjaradóm. Sjá síðu 8 ALLT AÐ 440 MILLJÓNIR Lífeyris- greiðslur ráðherra, þingmanna og dómara geta lækkað um sjö milljónir og hækkað um 440 milljónir vegna eftirlaunafrumvarps samkvæmt útreikningum Talnakönnunar fyrir allsherjarnefnd Alþingis. Sjá síðu 2 SIGLDU Í STRAND Viðræður leiðtoga Evrópusambandsríkja um nýja stjórnarskrá sigldu í strand þegar ljóst þótti að engin sátt næðist um atkvæðisrétt aðildarríkjanna í stjórnkerfi Evrópusambandsins. Sjá síðu 4 ÚTBOÐ Á REKSTRI Ein þeirra hug- mynda sem stjórnarnefnd Landspítala- háskólasjúkrahúss ræðir til að ná fram nauðsynlegum sparnaði er að bjóða út rekstur deilda á geðsviði spítalans. Allar deildir verða fyrir niðurskurði. Sjá síðu 6 SJÁLFSTÆÐISVIÐLEITNI MÓTMÆLT Fólk í tugþúsundatali gekk um götur borgarinnar San Sebastian í Baskahéraði Spánar og mót- mælti áformum héraðsstjórnarinnar um að vinna héraðinu aukið sjálfstæði frá Spáni. Mótmælendur héldu á spjöldum þar sem áform- unum var líkt við fjárkúgun. Baskar skiptast í tvo álíka fjölmenna hópa í afstöðu sinnar til sjálfstæðis frá Spáni. Segir ráðherra vera hálfdrættinga í launum Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vísar á bug gagnrýni á hið umdeilda frumvarp um lífeyrisréttindi forsætisráðherra og laun flokksformanna. Spyrjið verkalýðsleiðtog- ana hvað þeir hafa í laun, segir Guðni. KJARAMÁL „Ég vil segja við þá menn sem nú hafa hæst og eru að segja sig úr Samfylkingunni eða Vinstri grænum vegna þessa frumvarps: Spyrjið verkalýðsleið- togana hvað þeir hafa í laun og spyrjið líka hvaða laun og ráðn- ingasamningar gilda við fram- kvæmdastjóra lífeyrissjóða fólks- ins sem þeir bera ábyrgð á,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, í viðtali við blað- ið í dag. Hann vísar á bug allri gagnrýni á hið umdeilda frum- varp um laun og lífeyrisréttindi alþingismanna. „Að þessu frum- varpi og þessari tillögu standa all- ir þingflokkarnir og formenn allra flokka urðu sammála um þetta svona,“ segir Guðni. „Þetta er ekki tillaga um að hækka laun þingmanna enda heyrir það undir kjaradóm, aðeins að formenn stjórnmálaflokka fái álag, einn og hálfan hlut. Hafa ekki skipstjórar til dæmis tvo hluti og jafnvel þrjá í tilfelli loðnuskipstjóra? Svo snýr þetta mál mest að því að hækka iðgjöld á alþingismenn úr fjórum prósentum í fimm prósent. Líf- eyrisréttur maka skerðist veru- lega, en enginn ræðir um það, þannig að þetta er aðeins öðruvísi en fram hefur komið. Ef við lítum á forystumenn í íslensku samfé- lagi, til dæmis bæjarstjóra og for- stjóra, þá hafa alþingismenn og raunar einnig ráðherrar verið hálfdrættingar þessara manna. Kjör stjórnmálamanna verða að vera þannig að menn vilji taka að sér þessi störf.“ ■ Nánar á síðum 22 og 23 Aðventuspil Fréttablaðsins Fréttablaðið býður lesendum sínum upp á heimatilbúið teningaspil fyrir jólin. Leikmenn eru í hlutverki miðaldra karlmanns og lenda sem slíkir í ýmsum hremmingum sem tengjast árstíðinni. Markmiðið er að lifa af amstrið sem fylgir jólum og áramótum. Spilið er eitt af fáum sem jafnframt er hægt að lesa sér til ánægju. SÍÐUR 24 og 25 ▲ Skrattinn, Elvis, klassík og drama Leikhúsin æfa nú jólastykkin. Meistarinn og Margaríta, Eldað með Elvis, Sporvagninn Girnd og Jón Gabríel Borkmann eru meðal þess sem verður á fjölunum á höfuðborgarsvæðinu. Flugfélagið Atlanta hefur vaxið hratt og er nú stærsta félag sinnar tegundar í heimi. Hafþór Hafsteinsson forstjóri segir flugfélagið stefna enn hærra. SÍÐUR 26 og 27 ▲ SÍÐUR 16 og 17 ▲ Hækkar flugið Opið til kl. 22 í kvöld 10 dagar til jóla Keikó allur ANDLÁT Háhyrn- ingurinn Keikó drapst, öllum að óvörum, úr bráða- lungnabólgu við Taknesfjörð í Nor- egi. Hann var 27 ára gamall. ■ Nánar á síðu 4 KEIKÓ Bráðalungnabólga dró hann til dauða. Kynferðisbrot á börnum: Tölur benda til aukningar MISNOTKUN Vigdís Erlendsdóttir, forstöðumaður Barnahúss, segir að mál sem varða kynferðislega mis- notkun á börnum og vísað hefur verið á Barnahús séu orðin á þriðja hundrað á þessu ári. Þetta er um- talsverð aukning miðað við fyrri ár. Upplýsingar frá Stígamótum benda einnig til þess að misnotkun sé að verða algengari, í öllu falli sýnilegri. Nánar á síðum 28 og 29

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.