Fréttablaðið - 14.12.2003, Page 4
4 14. desember 2003 SUNNUDAGUR
Stóðu stjórnvöld við öryrkja-
samkomulagið með lögum sem
samþykkt voru á Alþingi?
Spurning dagsins í dag:
Ertu búin(n) að kaupa allar jóla-
gjafirnar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
56,7%
25,0%
Nei
11,6%Veit ekki
Já
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Háhyrningurinn Keikó veiktist og drapst:
Synti á land til að deyja
HÁHYRNINGUR Frægasti háhyrning-
ur allra tíma, Keikó, er allur.
Hann lést úr bráðalungnabólgu á
föstudag.
„Auðvitað brá mér við að heyra
tíðindin því skepnan hafðist mjög
vel við og var við hestaheilsu í
Noregi,“ segir Hallur Hallsson,
talsmaður Free Willy-Keikó
Foundation á Íslandi. „Á miðviku-
dag virtist hann fá einhverja
kvefpest, sem hafði gerst áður, og
var ekki lystugur á fimmtudegin-
um. Á föstudaginn var greinilegt
að það var mjög af honum dregið
og síðdegis synti hann á land.
Hann vissi greinilega sjálfur hvað
var á ferðinni því háhyrningar
synda á land til þess að deyja
drottni sínum.“
Keikó var 27 ára og telst full-
orðinn af háhyrningi að vera.
Meðalaldur þeirra í hafinu er þó
um 35 ára. „Þessi frétt hefur farið
um allan heim,“ segir Hallur og
líkir stemningunni í búðum stofn-
unarinnar við það þegar fólk
missir gæludýr. „Allir helstu
fréttamiðlar hafa fjallað um þetta
og það hefur verið gríðarlegur
fjöldi fjölmiðlamanna við Taknes-
fjörð í Noregi.“
Ýmsar hugmyndir hafa verið á
lofti um hvað skuli gera við
skrokkinn. Til dæmis hafi það ver-
ið rætt að jarða hann á landi, í sjó
eða setja beinagrind hans á safn. ■
Viðræður
sigldu í strand
Viðræðum um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins var slitið eftir að
Pólverjar og Spánverjar neituðu að samþykkja endurskoðað ákvæði um
atkvæðisrétt, sem gerir ráð fyrir jafnara vægi atkvæða.
BRUSSEL Leiðtogum Evrópusam-
bandslandanna mistókst að ná
samkomulagi um drög að nýrri
stjórnarskrá Evrópusambandsins
á stormasömum fundi í Brussel í
gær. Viðræðurnar sigldu í algjört
strand eftir að Pólverjar og Spán-
verjar neituðu að samþykkja end-
urskoðað ákvæði um atkvæðis-
rétt, sem gerir ráð fyrir auknu at-
kvæðavægi miðað við íbúafjölda,
en samkomulag um það hafði
náðst á leiðtoga-
fundi í Nice í
Frakklandi fyrir
þremur árum.
Silvio Berl-
usconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu,
sem nú fer með
leiðtogahlutverkið
innan ESB, sagði að
ósamkomulagið hefði verið al-
gjört um atkvæðisréttinn en
bandalagsþjóðunum fjölgar úr 15
í 25 á næsta ári og því var talið
nauðsynlegt að ná samkomulagi
um málið á þessum fundi.
Miðað við ágreininginn á fund-
inum og skörp orðaskipti milli
sumra leiðtoganna má ætla að
erfitt verði að ná sáttum, en
stjórnarskrá ESB þarf samþykki
allra 25 aðildarlandanna til þess
að hljóta lagalegt gildi.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagðist hafa verið sam-
mála því að slíta viðræðunum þar
sem málið hefði verið komið í al-
gjöran hnút. „Menn þurfa nú að
gefa sér tíma til þess að fara bet-
ur yfir málið og finna réttu lausn-
ina,“ sagði Blair.
Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, sagði að miðað
við stöðuna í dag væri ólíklegt að
framhald yrði á viðræðum um
stjórnarskrána fyrr en árið 2005
og að næsta skref væri að fá Íra,
sem taka við leiðtogahlutverkinu í
janúar, til að boða til framhalds-
viðræðna svo hægt verði að kom-
ast að samkomulagi.
Bertie Ahern, forsætisráðherra
Írlands, sagðist ætla að gefa skýrslu
um stöðuna á næsta leiðtogafundi,
sem haldinn verður í mars.
Ákvörðun um að slíta viðræð-
unum mun hafa verið tekin eftir
að Frakkar neituðu að ræða hugs-
anlegar málamiðlanir.
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti sagði eftir viðræðuslitin í gær
að hann vildi að hópur sex stofn-
ríkja sambandsins, sem væru
samstíga, kæmi sér nú saman um
sameiginlega yfirlýsingu um
skjóta sameiningu Evrópu. „Með
því sýnum við fordæmi sem við
þurfum til þess að láta hjólin snú-
ast hraðar,“ sagði Chirac. ■
Hlíðarfjall:
100 fóru í
brekkurnar
SKÍÐI „Það mættu í kringum eitt
hundrað manns. Meirihlutinn var
brettakrakkar sem eru hvað harð-
astir af sér en ansi kalt var í hlíð-
unum,“ segir Linda Björk Páls-
dóttir, starfsmaður skíðasvæðis-
ins í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Opið var í fjallinu í gær í fyrsta
skiptið á þessum vetri. Linda seg-
ir það ekki gerast oft á þessum
árstíma en bjartsýni ríkir með
framhaldið. Enn vantar töluvert
upp á snjóinn í fjallinu en að sögn
Lindu er skíðafæri ágætt. Þá hafi
dagurinn í gær verið áfallalaus.
Opið verður í dag frá ellefu til
fjögur. ■
Þjófnaður:
Stal ref
INNBROT Maður braust inn í Upplýs-
ingamiðstöð Siglufjarðar í fyrrinótt
og hafði á brott með sér uppstopp-
aðan ref með rjúpu í kjaftinum.
Lögreglan segir að það hafi
ekki verið erfitt að góma þjófinn.
Mjög rólegt hefur verið í bænum
að undanförnu og þess vegna
beindust spjótin fljótt að skipverj-
um á aðkomubáti sem lá í höfn-
inni. Kom í ljós að þjófurinn var
einn skipverja. ■
Skagstrendingur:
Heimamenn
vilja kaupa
VIÐSKIPTI Adolf Berndsen, oddviti
Höfðahrepps, segir að það sé enn
ásetningur bæjarins að kaupa út-
gerðarfélagið Skagstending ef
Eimskipafélagið ákveður að selja
það. Stjórn Eimskips hyggst selja
sjávarútvegshluta sinn, Brim,
sem Skagstrendingur er hluti af.
Adolf er fullviss um að bankinn
muni ræða við fulltrúa sveitarfé-
lagsins um hugsanleg kaup og
gefa bænum ráðrúm til að leita
fyrir sér um aðila sem gæti tekið
þátt í kaupunum.
„Það er allt í húfi. Byggðin er
undir,“ segir Adolf. ■
Eldsvoði á Bárugötu:
Vöknuðu við
reykskynjara
ELDUR Íbúar á fyrstu hæð í stein-
húsi við Bárugötu vöknuðu við
reykskynjara gærmorgun. Eldur
var laus í húsinu, ekki þó í íbúð
fólksins heldur í íbúð á annarri
hæð hússins sem var mannlaus.
Íbúarnir sem vöknuðu við
reykskynjarann létu vita af eldin-
um. Þegar slökkvilið kom á vett-
vang loguðu eldtungur út um
glugga. Eldurinn hafði kraumað
lengi að sögn lögreglu og er íbúð-
in og innbú mikið skemmt. ■
Snarpar umræður um Landspítalann á þingi:
Þingmenn láti geðbrigði sín í ljós
ALÞINGI Margrét Frímannsdóttir,
Samfylkingunni, spurði Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra um það
í utandagskrárumræðu á Alþingi í
gær hverju það sætti að ætla að
skerða þjónustu Landspítalans, með
þeim afleiðingum að um 200 manns
yrði sagt upp störfum. Jafnvel
óbætanlegt tjón myndi blasa við.
Ýmsir tóku til máls og gagnrýndu
stjórnvöld fyrir að taka ekki á mál-
inu af ábyrgð. Margrét gagnrýndi
stjórnvöld fyrir að bregðast ekki
við fjárþörf spítalans, eðlilegra
hefði verið að miða fjárveitingar
við áætlanir stjórnenda hans, þar til
pólitískar ákvarðanir lægju fyrir
um hlutverk og starfsemi stofnun-
arinnar.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra benti á að ákvörðun um fjár-
veitingar til Landspítalans væri í
fjárlögum og að spítalinn yrði að
laga sig að þeim fjárveitingum.
Ráðherra spurði hvar þeir þing-
menn Samfylkingarinnar væru nú
sem ræddu um það á landsfundi
flokksins að nægir peningar væru
til í heilbrigðiskerfinu sem þyrfti
bara að ráðstafa betur.
Umræðurnar voru svo snarpar
á tímabili að Halldór Blöndal, for-
seti þingsins, sá ástæðu til þess að
segja að sér þætti sjálfsagt að
leyfa þingmönnum að láta geð-
brigði sín í ljós. ■
ALÞINGI
Snarpar umræður fóru fram um fjárhagsvanda Landspítalans á Alþingi í gær.
KEIKÓ
Þjálfarar Keikó voru við hlið hvalsins á
dánarstundinni.
MÁLIN RÆDD Í BRUSSEL
Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði eftir viðræðuslitin í gær að hann vildi að hópur sex
stofnríkja ESB, sem væru samstíga, kæmi sér nú saman um sameiginlega yfirlýsingu um
skjóta sameiningu Evrópu.
■
Miðað við
ágreininginn á
fundinum og
skörp orða-
skipti milli
sumra leiðtog-
anna má ætla
að erfitt verði
að ná sáttum.
HB á Akranesi:
Fjölskyldan
hefur áhuga
ATVINNUMÁL Haraldur Sturlaugs-
son, framkvæmdastjóri Haraldar
Böðvarssonar á Akranesi, segir að
áhugi fjölskyldu hans á kaupum á
félaginu frá Eimskips hafi legið
fyrir frá því að bréf þess efnis var
sent stjórnarformanni Eimskips
23. september.
Haraldur segir að í ljósi yfir-
lýsinga stjórnar Eimskips hafi
áhugi fjölskyldunnar verið ítrek-
aður. Hann segir að viðræður séu
þó ekki hafnar en það megi reikna
með því að málið komist á hreyf-
ingu eftir helgina. ■
ÞREFALDUR NÆST Í LOTTÓ Eng-
inn var með fimm tölur réttar í
Lottóinu í gær. Vinningstölurnar
voru 13, 14, 29, 32 og 35. Bón-
ustalan var 37. Tveir voru með
fjórar tölur réttar og bónustölu
og fær hvor þeirra 155.100 í sinn
hlut. Einn fékk fullt hús í jó-
kernum og fær 1,5 milljónir í
sinn hlut. Tölurnar í jókernum
voru 0 - 5 -7 - 9 - 4.
6,7%Alveg sama
Kjörkassinn
EGYPTAR LÝSA VONBRIGÐUM
Stjórnvöld í Egyptalandi hafa
lýst vonbrigðum sínum með þá
ákvörðun Kenýamanna að segja
upp Nílarsamningnum frá árinu
1929, en samningurinn takmarkar
notkun Kenýamanna á vatni úr
Viktoríuvatni, sem er helsta
vatnsforðabúr Nílar.
HRÆÐAST BÓLUEFNIÐ Leiðtogar
múslíma í Kano-héraði í Nígeríu
hafa hafnað því að íbúar héraðs-
ins verði bólusettir við mænusótt
af ótta við að búið sé að blanda
ófrjósemislyfjum í bóluefnið, sem
Alþjóða heilbrigðisstofnunin legg-
ur til. Bólusetningin sé hluti af
áætlun Bandaríkjamanna um að
fækka fólki í þróunarlöndunum.
■ Afríka
■ Lottó