Fréttablaðið - 14.12.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 14.12.2003, Síða 12
■ Andlát Ásgeir P. Ágústsson, frá Stykkishólmi, Aflagranda 40, lést á líknardeild Land- spítala Íslands, Landakoti, fimmtudaginn 11. desember. Kristjana Benediktsdóttir, dvalarheimil- inu Hvammi, Húsavík, andaðist á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, fimmtudaginn 11. desember. Sigríður Kristjánsdóttir, frá Ási, Breið- dalsvík, lést á elliheimilinu Grund mið- vikudaginn 10. desember. Deb Kumar Gurung, Blöndubakka 6, lést á aðfaranótt laugardagsins 6. des- ember. ■ Afmæli Hannes Pétursson ljóðskáld, 72 ára. Guðrún Pétursdóttir líffræðingur, 53 ára. Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöf- undur, 52 ára. Með taktinn í lagi 12 14. desember 2003 SUNNUDAGUR George Washington, fyrsti for-seti Bandaríkjanna, lést úr bráðri barkabólgu þennan dag árið 1799. Hann var 67 ára. George Washington var fæddur árið 1732. Fjölskylda hans var bændafólk í Westmoreland-sýslu í Virginíu. Hann hlaut sína fyrstu herþjálfun í nýlendustríði Virginíu árið 1754, þegar hann stýrði litlum herflokki í frelsisbaráttu gegn Frökkum. Tveimur árum seinna tók hann við stjórn varnarmála í Vestur-Virginíu. Eftir stríðið sagði hann skilið við herinn og sneri aft- ur til bóndalífsins. Skömmu síðar settist hann í ríkisstjórn Virginíu. Næstu tvo áratugi barðist Washington gegn sköttum og und- irokun Breta. Árið 1774 var hann málsvari Virginínu á sambands- ríkjaþingi. Þegar bandaríska bylt- ingin braust út árið 1775 var Wash- ington valinn sem yfirmaður hins nýstofnaða sambandsríkjahers. Með lítt reyndum og illa búnum hermönnum leiddi Washington ár- angursríkan hernað gegn breskum her í Bandaríkjunum. Í október 1781 sigraði Washington helsta herforinga Breta, Charles Cornwalli. Cornwalli hafði stýrt einum sterkasta her Breta í Banda- ríkjunum. Eftir stríðið settist Washington að í Mount Vernon en árið 1787 svaraði hann kalli um að snúa sér aftur að stjórnmálum. Ári seinna var hann einróma kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna. Hann var endurkjörinn árið 1792 en fjórum árum síðar hafnaði hann boði um að leiða stjórnina þriðja kjörtíma- bilið í röð. Árið 1797 fékk Washington loks að setjast í helgan stein. Hann dó tveimur árum síðar. ■ Ég verð að vinna í dag en ætliég geri svo ekki eitthvað ró- legt í kvöld,“ segir Gísli Galdur, plötusnúður og tónlistarmaður, sem er 21 árs í dag. Þessa dagana er hann að vinna í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarhljóðmaður í Dýrun- um í Hálsaskógi og er ekki í nein- um vafa um hvert sé uppáhalds- atriðið sitt í því fræga barnaleik- riti. „Það er bakarasenan. Hún er einstaklega fyndin í þessari upp- setningu.“ Auk þess er Gísli Galdur að spila mikið, þannig að tónlist og hljóð eru aldrei langt undan í hans lífi. „Ég er að fara að spila síðustu tónleikana mína með Quarashi næsta laugardag,“ segir hann en með þeirri hljómsveit hefur hann verið að spila undanfarin tvö ár. Fyrir þremur vikum síðan hætti hann til að snúa sér að öðrum verkefnum en ætlar að taka þessa lokatónleika. „Svo er ég búinn að vera að spila með Skyttunum frá Akureyri og huga að eigin tón- list.“ Það hefur greinilega lengi ver- ið taktur í Gísla. „Ég byrjaði að banka takt í sætið hans pabba í bílnum þegar ég var tveggja ára. Þegar ég var fjögurra ára var ég farinn að raða pottum og pönnum eins og trommusetti og vakti pabba svo á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum með því að slá á pönnurnar með sleifum.“ Það hef- ur því hentað vel að senda strák- inn í tónlistarskóla þegar hann var sex ára til að fá útrás fyrir taktinn og þar er Gísli Galdur enn að læra á slagverk eins og hann hefur gert í mörg ár. Eftirminnilegasta afmælið var þegar hann varð 18 ára og var í fyrsta skipti í Bandaríkjunum. „Þetta var í fyrsta túrnum með Quarashi og ég ætlaði að gera svo mikið. En strákarnir voru í viðtöl- um allan þennan dag, þannig að það endaði með því að ég var einn á rölti allan daginn og allt kvöldið þarna í New York. Öll plönin sem ég hafði fóru út um þúfur.“ ■ Afmæli GÍSLI GALDUR ÞORGEIRSSON ■ er 21 árs í dag. Eftirminnilegasta afmælið var að væflast einn í New York þegar hann varð 18. CLIFF WILLIAMS Bassaleikari AC/DC fæddist þennan dag árið 1949. 14. desember ■ Þetta gerðist 1503 Nostradamus kemur í heiminn. 1911 Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen er fyrstur manna til að komast á suðurpólinn. Hann kemur á leiðarenda 35 dögum á undan Robert F. Scott. 1918 Konur, yfir þrítugt, taka í fyrsta sinn þátt í kosningum hérlendis. 1959 Makarios erkibiskup er kjörinn fyrsti forseti Kýpur. 1995 Alnæmisjúklingurinn Jeff Getty fær beinmergsgjöf úr apa. 1998 Hundruðir foringja Palestínu- manna lýsa aftur yfir að Ísraelsríki skuli vera eytt. 1999 Bandarískir og þýskir samninga- menn samþykkja að koma á fót 5,3 milljarða dollara sjóði til stuðnings fórnarlömbum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. GEORGE WASHINGTON Fyrsti forseti Bandaríkjanna lést þennan dag árið 1799. GEORGE WASHINGTON ■ fyrsti forseti Bandaríkjanna lést þennan dag. 14. desember 1799 ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Gjafabréf Útilífs hentar öllum. jólagjöf Hugmynd að SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Var einn af flutningsmönn- um frumvarps til laga um eftir- laun þing- manna, en dró stuðning sinn til baka í gær. ??? Hver? Þingmaður Frjálslynda flokksins. ??? Hvar? Ég er staddur í símaklefa á Alþingi. ??? Hvaðan? Úr miðbænum á Sauðárkróki og Reyk- holti, fræðasetri Skagafjarðar. ??? Hvað? Dró stuðning minn til baka við frumvarp til laga um eftirlaun þingmanna. ??? Hvernig? Ég vildi leggja fram breytingartillögu þess efnis. Þegar það var ljóst að ekki var vilji til þess dró ég stuðning minn til baka. ??? Hvers vegna? Greiðslur til formanna stjórnmálaflokk- anna eiga ekki rétt á sér, ég vildi að þetta yrði dregið til baka. ??? Hvenær? Í gær. ■ Persónan Dánardagur George Washington Hundasnyrting . Klipping. Þvottur. Klóklipping. Reyting Hunda - spa Njálsgata 28 sími: 898 7770 Erna Andreassen Faglærð GÍSLI GALDUR ÞORGEIRSSON Er að fara að spila síðustu tónleikana sína með Quarashi næsta laugardag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.