Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 16
16 7. desember 2003 SUNNUDAGUR V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 12,5% -10,7% -6,8% -5,0% 7,7% 6,9% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. mán. þri. mið. fim. fös. Medcare Flaga hf. Þormóður rammi-Sæberg hf. Hampiðjan hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Íslandsbanki 3.156 milljónir Pharmaco 2.366 milljónir Opin kerfi 1.280 milljónir Fasteignalán • Ertu að huga að húsnæðis- eða sumarbústaðarkaupum? • Viltu minnka greiðslubyrði þína af núverandi lánum? • Viltu byggja eða breyta heima fyrir? ... eða bara nánast hvað sem er • Allt að 80% veðhlutfall • 50% afsláttur af lántökugjaldi* • 50% afsláttur af greiðslumati* • Allt að 30 ára lán • þú færð ókeypis verðmat fasteignar* ATH. Útlán eru háð útlánareglum SPH *tilboð gildir til 01.12.2003 ar gu s – 0 3- 04 85 440kr. Eitt verð fyrir alla jólapakka! Hámarksþyngd 20 kg, hámarksstærð 0,06 m3 (t.d. 30x40x50 sm) 03 -5 11 Líf hf. Líftæknisjóðurinn hf. Kögun hf. Sjöundi himinn er hæðin köll-uð þar sem móttaka og skrif- stofa forstjóra flugfélagsins Atlanta er á Höfðabakka. Þaðan er víður sjóndeildarhringur og gott útsýni. Passar vel flug- félagi. Höfuðstöðvarnar hafa ekki alltaf risið svo hátt fyrir ofan yfirborð jarðar. Fyrir rúm- um áratug bograði undirritaður við frágang hellulagnar fyrir utan lágreist timburhús. Þar voru höfuðstöðvar Atlanta. Um svipað leyti var ungur flugmað- ur nýlega byrjaður að vinna fyr- ir félagið. Sá heitir Hafþór Haf- steinsson. Síðan þá eru liðnir margir flugtímar á flota Air Atl- anta og Hafþór er orðinn for- stjóri félagsins. Flugfélagið stofnuðu hjónin Arngrímur Jó- hannsson og Þóra Guðmunds- dóttir. Þau eru, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni fjárfesti, aðaleig- endur félagsins. „Arngrímur er að fljúga fyrir okkur núna,“ seg- ir Hafþór. Hann kynntist Arn- grími og Þóru þegar þau ráku saman flugskóla. Atlanta er stærra félag en margan grunar og hefur verið í örum vexti und- anfarin ár. Félagið er tíunda veltumesta félag á Íslandi. Ef lagður er saman flugflotinn í farþegaflugi og fraktflugi er fé- lagið stærsta leiguflugfélag í heimi. „Í dag erum við með 28 vélar og reiknum með að fjölga þeim um fimm. Á Íslandi eru skráðar um 60 þotur, þannig að við erum með um helminginn,“ segir Hafþór. Vöxtur félagsins hefur verið 15 til 16% undanfar- in ár. Ekki á Suðurskautinu Síðustu misseri hafa verið mótdræg flugrekstri. „Þrátt fyr- ir það hefur vöxturinn haldið áfram og verður 12,5% í ár og á næsta ári liggur það fyrir að vöxtur veltu verði á bilinu 15 til 16%.“ Atlanta gerir upp í dollur- um enda eru tekjur félagsins í þeim gjaldmiðli. Kostnaðurinn utan launakostnaðar á Íslandi er einnig í dollurum. „Velta félags- ins verður í ár um 250 milljónir dollara, en var 222 milljónir dollara í fyrra.“ Félagið er tí- unda stærsta fyrirtækið á Ís- landi ef miðað er við veltu. Atl- anta er með starfsemi í öllum heimsálfunum; nema náttúrlega Suðurskautslandinu. „Við þurf- um að gera eitthvað í því,“ segir Hafþór og hlær. Flugið er bakt- ería og Hafþór á það sameigin- legt með aðaleigendum félags- ins að vera heltekinn af henni. Leið Hafþórs liggur í gegnum flugbakteríuna. Hann var þó fljótlega farinn að sinna stjórn- unarstörfum. „Ég var stöðvar- stjóri í Afríku, Asíu og Finn- landi.“ Síðan tók við stjórn flug- rekstrarins og sölu- og markaðs- mál. Hann settist í stól forstjóra haustið 2001. Flugið er síkvikur heimur og ekki laust við að það sé ákveðinn ævintýraljómi í kringum það. Hafþór segir ljóm- ann kannski hafa verið meiri áður. „Það eru engir tveir dagar eins í starfinu og flugreksturinn er sennilega ekki fyrir þá sem vilja stöðugt umhverfi þar sem hver dagur er öðrum líkur.“ Sveigjanleiki þarf að ríkja í starfsemi fyrirtækisins. Hafþór segir að hlutfall eigin véla og leiguvéla sé miðað við að mæta sveiflum í rekstrinum. „Hlutirn- ir breytast hratt og sífellt hrað- ar en áður. Það gildir um öll við- skipti. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera sveigjanleg, því við erum svo háð því hvernig viðskiptavinum okkar gengur og höfum sjálf ekki allt of mikla stjórn á því. Viðskiptamódel okkar byggist á því að falla inn í rekstur annarra flugfélaga.“ Hafþór segir stór flugfélög vera að leita að sveigjanleika. „Að geta mætt tímabundinni eftir- spurn og að geta dregið sig sam- an þegar hún minnkar.“ Atlanta leggur til vélar yfir háannatím- ann og snýr sér að öðrum verk- efnum þegar honum lýkur. Haf- þór segir aukna áherslu félags- ins á fraktflug meðal annars helgast af því að álagstímar í fraktflugi annars vegar og far- þegaflugi hins vegar séu á ólík- um tímum ársins. Breytingin 11. september „Stærri flugfélög leita líka til okkar til þess að prófa nýjar flugleiðir.“ Atlanta flýgur þá í sex til tólf mánuði. Ef eftirspurn Sífellt hærra í sjöunda himni Flugfélagið Atlanta hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er nú stærsta félag sinnar tegund- ar í heimi. Flugreksturinn í heiminum hefur gengið í gegnum miklar breytingar og starfsmenn og stjórnendur félagsins nýtt sér ný tækifæri. Áfram er stefnt hærra. HAFÞÓR HAFSTEINSSON, FORSTJÓRI ATLANTA Hafþór er flugmaður og kemur úr hjarta greinarinnar. Flugrekstur er sveipaður ævintýraljóma og engir tveir dagar eru eins. Í nógu er að snúast því reksturinn er í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Ég vil gagnrýna á móti að Félag íslenskra at- vinnuflugmanna noti tæki- færið þegar umræða kemur upp um verktakafyrirtækið Impregilo. Þetta er á engan hátt sambærilegt. Við erum að borga laun miðað við það sem gerist og gengur á þeim markaðssvæðum sem við störfum á. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.